Æskan - 01.05.1988, Page 13
0ri • Þann vetur kynntist ég tilvonandi
°nu minni og afréð að stunda ekki sjó-
laennsku- Ég fór í Samvinnuskólann og
fln t>aðan prófi 1982 eftir tveggja vetra
■ Kona mín heitir Lovísa Skarphéð-
s óttir. Við giftum okkur 2. maí 1982,
a8tnn eftir að ég brautskráðist.
Ka ^ Vann 1 tæP työ ár á skrifstofu
r aupfélags Húnvetninga á Blönduósi en
v til Mjólkursamsölunnar í Reykja-
1 vorið 1984. Ég hef unnið þar síðan,
Sem sðlumaður> síðan fulltrúi í
óeilj« rannSókna- vöruþróunar-
*** þú og kepptir í sundi fyrir
p ’
sn” ■ Var mest í knattspyrnu, aðeins í
■ ncu ~ skólasundi - og hafði keppt á
nanhéraðsmótum. Ég fór að æfa lyft-
197^ baUSllð °g sund um áramótin
, Ég stundaði báðar greinar fram
i ^ynipíuleikunum í Hollandi 1980 og
ePpti í þeim þar. Ég varð 3. í kraftlyft-
^gum og 5. í 100 metra bringusundi. En
g nyftingar og sund eiga ekki saman.
§ hætti að æfa lyftingar sem keppnis-
e^e'n- Ég tek þó enn á lóðum því að það
iuu af þjálfun sundmanna.
ir byrjaði 1 Vesturbæjarlauginni und-
Við an^eiðslu Erlings Þ. Jóhannssonar.
íb - ^brum Þangað dálítill hópur úr
mttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Sund
^afðj
ekki verið æft reglulega áður á þess
0 ®Uni- Erhngur hefur þjálfað mig síðan
B|..rcynst mér mjög vel. Þegar ég var á
u °nduósi fékk ég leiðbeiningar frá hon-
lau* Um Slma' f*ar hafði ég lykil að sund-
Sarbyggingunni og gat æft á kvöldin
laJr *°hun og um helgar. Jú, þar er h'til
8> 12 1/2 metra löng, en ég æfði stíft
styrktist mikið. Konan mín fylgdist
e niér og tók tíma.“
Silfurverðlaun
á ÓlympíuleiKum
*sKan
„Já, leikarnir voru í júní 1984. í
undanúrslitum setti ég Ólympíu- og
heimsmet í 100 m baksundi í 50 m laug.
Það var slegið í úrshtasundinu, ég hlaut
silfurverðlaun. En á innanhússmeistara-
móti íslands 1985 setti ég heimsmet í
sömu grein - í 25 metra laug. Ég bætti
það svo á Norðurlandameistaramóti fatl-
aðra í sundi í Færeyjum um páskana
1987. Ég veit ekki til að það hafi verið
slegið.“
- Þú hefur ekki aðeins keppt á mótum
fatlaðra?
„Nei. Ég keppi ég líka á almennum
mótum. Áður fengum við leyfi, þó með
nokkurri tregðu, ef við sóttumst eftir að
fá að keppa á þeim. Ég náði lágmarksár-
angri til þátttöku í innanhússmeistara-
móti íslands 1985 svo að sjálfgefið var að
ég fengi að vera með. Viðhorfið hefur
breyst smám saman. Nú er fötluðum
boðin þátttaka í mótum.
Ég hef að vísu skipt um íþróttafélag,
gekk í Völsung á Húsavík til þess að geta
keppt á landsmóti Ungmennafélaganna
1987. íþróttasamband fatlaðra er ekki
innan vébanda UMFÍ.“
- Hvernig er skipað í flokka á mótum
fatlaðra?
„Fötlunin er metin. Ég er í flokki
þeirra sem misst hafa fót fyrir ofan hné.
Á Ólympíuleikunum keppi ég við þá
sem eins eru settir. Hér heima keppa
saman ýmislega fatlaðir. Árangur er þá
reiknaður eftir sérstakri töflu sem gerð
hefur verið fyrir hverja tegund fötlunar.
Ég hef líka tekið þátt í opnum mótum í
Svíþjóð og Þýskalandi. Þar hef ég keppt
við menn sem misst hafa fótinn um ökla.
Þeir standa betur að vígi. Það fer eftir
fjölda þátttakenda hvernig þessu er hátt-
að.“
- Og Ólympíuleikar eru fram und-
an. . .
„Já, þeir verða í Kóreu í október. Ég
ætla að keppa þar. Raunar hugðist ég
hætta eftir landsmót ungmennafélaganna
í fyrra en var hvattur til að halda áfram
fram yfir Ólympíuleikana. Þá hætti ég.
Jónas Óskarsson, heimsmethafi í 100
metra baksundi í 25 m laug - /' flokki fatl-
aðra, þeirra sem hafa misst fót ofan við
hné.
Ég hef æft 15-20 tíma í viku. Æfmgar og
þátttaka í mótum taka mikinn tíma frá
fjölskyldulífi. Við hjónin eigum fjögurra
ára strák, Skarphéðin Óskar. Ég vil vera
meira með þeim en ég hef verið.
Þessu fylgir líka mikill kostnaður
vegna tekjutaps. Ólympíunefnd íþrótta-
sambands fatlaðra aflar fjár til að greiða
ferða- og dvalarkostnað vegna leikanna í
Seúl en ekki tekjutap. Afreksmannasjóð-
ur ÍSÍ, sem hefur það hlutverk að bæta
tekjutap að nokkru, hefur synjað fötluð-
um um styrk. Þá var stofnaður slíkur
sjóður á vegum ÍF og ég hef fengið styrk
úr honum.“
- Mörgum finnst ótrúlegt hve margar
greinar fatlaðir geta stundað og hve góð-
um árangri þeir ná.
„Já, ég hef orðið var það þegar við æf-
um í almenningslaugum að ýmsir reka
upp stór augu þegar þeir sjá fatlaðan
mann eins og mig stökkva út í laug. Fólk
virðist ekki gera sér grein fyrir að ekkert
er því til fyrirstöðu að við stundum
íþróttir. Árangur verður auðvitað mis-
jafn eftir tegund fötlunar og því hve
mikil rækt er lögð við æfingar. En
íþróttaiðkun er okkur afar mikilvæg.
Allir þurfa að styrkja sig og stæla og auk
þess hefur það aukið mörgum sjálfs-
traust að finna hvers þeir eru megnugir á
íþróttasviðinu.“
Jónas hefur sýnt og sannað að fatlaðir
geta náð ótrúlega góðum árangri. Ef æf-
ingum er sinnt af elju og þrautseigju má
ná langt. Það gildir að sjálfsögðu jafnt
um fatlaða sem ófatlaða, hvaða íþrótt
sem er.
Hann er hæglátur, hefur rakið sögu
sína rólega en hiklaust. í lauginni tekur
hann á af krafti, kappsamur, ákveðinn.
Takmarkið er verðlaunasæti á Ólympíu-
leikunum.
Honum fylgja bestu óskir okkar.
13