Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1988, Qupperneq 34

Æskan - 01.05.1988, Qupperneq 34
Okkur hefur borist bréf og er í því gagnrýnt að ýmis erlend heiti hafa verið íslenskuð í blaðinu. Bréfið birtum við ekki því að sendendur hafa ekki undir- ritað það með nöfnum sínum. Við höfum oft áður bent á að skilyrði fyrir birtingu er að nafns sé getið - þó að dulnefni sé notað í blaðinu. Okkur þykir hins vegar sjálfsagt að ræða efni bréfsins enda hefur verið ýjað að sama atriði í tveim öðrum bréfum (Sjá Popphólfið, bls. 19) og um þetta eru ekki allir á einu máli. Við ritum nöfn erlendra manna yfir- leitt að erlendum hætti. Oft finnst okkur þó eðlilegt að íslenska fornöfn þegar samsvarandi nöfn eru til, nefnum Rick til að mynda Rikka. Það er ólíkt þjálla, ekki síst þegar kemur að beygingum. Dáðir flytjendur dægurtónlistar eru oft eins konar heimilisvinir og því finnst okkur líka vinalegt að nota gælunöfn. Michael höfum við nefnt Mikjál og Patrick Patrek. Enda þótt þau nöfn séu ekki algeng í nútíma íslensku teljum við vel við eiga að grípa til þeirra annað veif- ið. Við gerum það ekki nema ljóst sé við hvern er átt og greinar hefjast oftast á erlenda heitinu. Einstaka sinnum bendum við á hvern- ig bera skuli nafnið fram og þá í sviga fyrir aftan nafnið. Okkur finnst eðlilegt að leiðbeina lesendum á barnsaldri þann- ig. Þar er þó nokkur vandi á höndum vegna tákna sem þeir eru ekki vanir. Verður þá að grípa til einföldunar. Slíkar leiðbeiningar mætti að okkar mati gefa oftar en gert hefur verið. -Bréfritarar munu eflaust skilja að það er ekki ís- 34í lenskun nafns þó að þeir taki dæmi af því í bréfinu. (Við viljum nota tækifærið til að leiðrétta villu sem orðið hefur við tölvusetningu. Framburður orðsins Houston var sagður eiga að vera Háston í stað Húston (ú = (nánast) jú) Vegna beinnar spurningar skal því svarað að okkur ritstjórum þætti ofur eðlilegt að fornöfn okkar væru rituð að enskum hætti í enskum blöðum - ef svo vildi til að við værum þar nefndir á nafn. Ef til vill minnist glöggur lesandi þess að nafn breska ríkisarfans er hérlendis iðu- lega (ef ekki ætíð) ritað eftir íslenskri nafnvenju og er Karl. Landfræðileg heiti eru raunar rituð með ýmsum hætti í íslenskum blöðum og tímaritum en við höfum okkur til leiðbeiningar Orðalykil Árna Böðvars- sonar málfræðings. Þar er skrá yfir staf- setningu slíkra heita (m.a. Síle = Chi- le. . .) í leiðbeiningum til notenda segir: III. „Landafræðiheiti. III. 1 Eins og aðrar þjóðir fara íslending- ar með erlend staðanöfn á þrjá vegu: þýða sum (Fílabeinsströndin fyrir Cote d’Ivoire, Nýfundnaland fyrir Newfoundland), aðlaga önnur málinu (Kanada og Hamborg fyrir Canada og Hamburg), en nota sum óbreytt (Gávle í Svíþjóð, Horsens í Danmörku). Fyrst skal vikið að nafnmyndum sem kalla má hefðbundnar í íslensku, sumar óslitið síðan snemma á ritöld, og er að sjálfsögu skylt að nota þær í vönduðu máli. Svo er um mörg staðanöfn í ná- grenni okkar, til að mynda Björgvin, Hjaltland, Noregur, Stokkhólmur, Su ureyjar, Svíþjóð, Þrándheimur (*>'r Bergen, Shetland, Norge, StockholU1’ Hebrides, Sverige, Trondheim). En s 1 rótgróin íslensk nöfn eru vitanlega els til nema um fá þeirra landfræðilegu irbæra sem íslendingar nútímans ÞUI^ að geta talað um á móðurmáli sínu. J’3 eðlilegt að grípa til erlendra nafna en ri ekki. Sum erlend nöfn sem við hofulU kynnst á seinni öldum, hafa líka aðlag íslensku máli um hljóðasambönd beygingar. Svo er um heiti á heimsálfunl og mörg fleiri, til dæmis Kanada, Sviss’ Ítalía, Kórea. í slíkum nöfnum er e j- legt að nota í íslensku aðeins þá bókst sem tíðkast í nútúnamáli, en hvorki c, w né z eða aðra slíka stafi. Þannig rltU. við Kalifornía og Kanada þótt Calif°rl1^ og Canada tíðkist í ensku. Því líkleg sem erlent staðarnafn virðist til að ko í íslenskum texta, því meiri ástæða er að laga það þannig að málinu, baeðx stafsetningu og beygingu. Að öðru )°* á það fremur við heiti ríkja, landa höfuðborga en önnur staðanöfn. o þessi aðlöguðu nöfn hafa tíðkast í xu311 frá fornu fari (Kína, Saxland, Sk° land).“ Við viljum að lokum taka fram að v við nrýnl uð' erum fegnir ábendingum og gag1 ekki síður en lofi. Aðhald er öllum na synlegt. Og langflestir rita okkur ku eisleg bréf. . . Kalli og Eddi. w/esK^

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.