Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1988, Síða 45

Æskan - 01.05.1988, Síða 45
Nýir skátar ganga í gegn um reynslutíma sem kallaður er nýliðatími. Þá fá þeir að kynnast grundvallarþáttum skátastarfs. Þeir fá að heyra um uppruna starfsins, læra skátalögin, heiti og kjörorð skáta og vita til hvers þau eru höfð. Reynslutími skátans getur verið einn til þrír mánuðir og á þeim tíma þarf hann að taka þátt í einni ferð og einum sveitarfundi. Oftast er það sveitarforinginn sem stjórnar nýliðatímanum og þannig kynnist hann vel öllum nýliðum. Nýliðinn getur starfað með sínum skátaflokki þó að hann sé á nýliðaskeiði. Þessu tímabili þarf að Ijúka með einhverjum minnisstæðum viðburði fyrir skátann, t.d. vígslu þar sem hann vinnur eða endurnýjar skátaheitið og er formlega tekinn inn í sveitina. Vígsla nýliða inn í skátahreyfinguna er hátíðleg athöfn. Skátar alls staðar í heiminum eru vígðir eftir að þeir hafa verið nýliðar og lært um grundvallaratriði skátastarfs. Hér á íslandi er mjög algengt að skátar séu vígðir 22. febrúar sem er fæðingardagur Baden Powells stofnanda skátahreyfingarinnar. Vígsla fer fram innan skátasveitar, deildar eða félags. Allt fer það eftir siðum hvers félags hvar og hvenær vígslan fer fram en dæmi eru um það að vígslan fari fram úti, í fallegu umhverfi, í helli, á fjalli, í útilegu, í skátaheimilinu eða í kirkju. Vígsluathöfnin er í flestum tilfellum eins. Nýliðarnir eru kallaðir upp einn til fjórir saman. Þeir eru látnir snerta íslenska fánann, setja upp svokallaða hálfkveðju skáta og fara með skátaheitið. Það að snerta íslenska fánann er vottur um virðingu og að skátinn sé tilbúinn til að gera skyldu sína við ættjörðina. Þegar skátar fara með skátaheitið setja þeir alltaf upp hálfkveðju en að athöfninni lokinni heilsa þeir foringjanum með heilkveðju. Að síðustu ávarpar foringinn skátana og óskar þeim til hamingju með áfangann. 45 Eldamennsku er alltaf gott að kunna. . . ^ldhússtörf á nýliðatíma. Skátaþáttur UmsjóK Stefán Nývígðir skátar I Grafarvogi. Nýliðar læra að draga fána að húni - og að sýna honum ávallt virðingu.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.