Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 6
Alveg að verða of sein í skólann. Ég verð
að hlaupa. Drrrrr. . . Bjallan minnir á
hásan danskennara. Úff! En sá mann-
fjöldi. Það er ekki einu sinni hægt að
troðast inn um dyrnar. Ég reyni að fara á
móti straumnum í átt að stofu 19.
Eins gott að kennararnir koma alltaf of
seint, annars hefði ég fengið punkta.
Klukkan er orðin tíu mínútur yfir átta.
Ef kennarinn kemur ekki eftir fimm
mínútur megum við fara. Tvær. . .
þrjár. . . fjórar. . . æ, þarna kemur
hann. Hann er nú reyndar ágætur.
Það er málfræði í fyrsta tíma. Mér
finnst hann Siggi, umsjónarkennarinn
okkar, með skemmtilegustu kennurum í
skólanum, einnig stærðfræðikennarinn,
og ég veit að það þykir flestum.
„Magga, Lilja (það er ég), Ragnar!
Standa upp.“
Við stóðum upp.
„Áður en þið setjist,“ sagði Siggi,
„ætla ég að láta ykkur leiðast og hlusta á
mig halda tölu. Ehemm. Nú ætla ég að
fara yfir verkefni 24, 25 og 26 með ykk-
ur. Flettið upp á bls. 54. Ég hef ekki
meira að segja, takk fyrir.“
Svo hneigði hann sig og allir klöppuðu
alvarlegir á svip, þ.e.a.s. þeir sem gátu
verið alvarlegir.
„Gjörið svo vel að fá ykkur sæti.“
Allt í einu var enginn stóll fyrir aftan
mig! En ég grunaði drenginn fyrir aftan
um græsku. Eftir töluvert þras og vel
útilátið kjaftshögg fékk ég stólinn til
baka en Steinsi fór upp til hjúkrunar-
konunnar.
„Og þú,“ sagði Siggi við mig, „kemur
með mér upp á eftir.“
Það sem eftir var tímans sat ég með
sveitta lófa og iðraðist sáran.
Það var ekkert hræðilegt hjá skóla-
stjóranum. Hann bara spurði mig hvers
vegna ég hefði gert þetta og ég svaraði
eins og var að Steinsi hefði tekið stólinn
minn. Svo hélt ég ræðu um það að ég
hefði svo mikla krafta í kögglum og að
ég yrði að fá útrás á einhverju(m) og nú
hefði ég orðið reið og þetta hefði verið
Þ. Björgu Þorgrímsdóttuf
óvart, o.s.frv., o.s. frv. Að lokum sá ég
að það glitraði á tár í augnkrókum skóla-
stjórans. Hann hafði þá trúað þessari
þvælu.
Á leiðinni niður í stofu mætti ég
Steinsa. Hann var með stóran plástur á
vanganum og þegar hann sá mig fann ég
nístandi augnaráðið stingast inn í
hörundið svo að ég sárkenndi til.
Af hverju gerði ég þetta? Nú verður
hann svarinn óvinur minn alla ævi. Mig
hefur reyndar alltaf langað til þess að
gera þetta en að koma því í fram-
kvæmd. . . Og nú dauðsé ég eftir því.
En hann er nú sætur. . .
Ég hrinti þessum hugsunum frá mér
enda hlutu þær að detta því að við mér
var stjakað í ganginum. Ég hélt þó jafn-
væginu og komst að stofu 19.
í næsta tíma var saga. Almáttugur,
hvað það var leiðinlegt. Ólafía talaði allt-
af svo hátt að það bergmálaði í stofunni.
„Lilja! Hvaða sérstöðu hafði keisaflD
í Konstantínópel?“
„Eh. . . mm. . .“ Ég mundi allt íelD
að ég hafði ekki lesið heima.
„Steinar!“ i
Röddin bergmálaði í stofunni og “
höfðinu á mér. ,
„Hann hafði bæði andlegt og ver _s_
legt vald, sem sagt, hann var bæði k
ari og páfi.“
„Gott. Hvað kom fyrir kjálkann-
Steinsi svaraði ekki strax heldur
vandræðalega yfir bekkinn. Allir st°
á hann og mig. Ég blóðroðnaði og
undan. Ólafía tók eftir því.
„Hefur þú eitthvað um málið að segl
Lilja?“ spurði hún storkandi.
„Skólastjórinn og hjúkrunarkona ^
hafa líklega eitthvað um málið að segla’
svaraði ég.
„Hún gaf honum á ’ann,“ kallaði el
hver.
Ólafía hristist, af hlátri vonaði eg- ^
„Jæja, við erum komin út fyrir
ið. .“ ^ s.
Svo byrjaði hún aftur á mannkyn^
söguþvælunni þar sem allar hetjur
frægir menn voru karlar nema M
Stúart og Jóhanna af Örk. Ég ^11
klukkuna. Hún var að verða hálftíu- ^
langaði út í frímínútur en það var eng^^
von til þess að Ólafía hleypti okkur
fyrr. Þess vegna varð ég að bíða. En I ^
ar mínútur eru ekki langur tími svo
andartaki síðar var ég komin út í frinl
útur. ^
Næsti tími var eðlisfræði. Við Éuttu
búferlum yfir í stofu 6. Það voru 20 m1
útur frjálsar. . j
Eins og venjulega var mikill fi01 .
þessari álmu hússins enda var það s
anlegt þar sem hún var í miðju þe
Skyndilega vatt Steinsi sér upp a^ 111
og sagði reiðilega:
„Svo að þú heldur að þú sért eitth'3
Kýldu mig aftur ef þú bara þorir.
„Aha,“ svaraði ég. „Ég sé að Þu ^
trúrækinn. Þú kannast víst við Það.
Biblíunni að þú átt að bjóða hina kionr
ef einhver slær þig utan undir. Nu s
-rulH