Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 31
1 Púströrið á skellinöðrunni.
jy Ur Þetta ekki dálítið gróft? spurði
<•„ ’■ Er ekki hægt að setja mann í
n8elsi fyrir þetta?
ast £r stundum nauðsynlegt að berj-
. 5 sagði Nonni og tróð moldinni vel inn
*!«« með litlu priki. Það sagði
u 1 mnr einu sinni og hann veit allt
Ur h ^ann segir alltaf að það sé eilíf-
^ ardagi að reka sjoppu.
aj- c§ar Nonni var búinn að fylla rörið
var^10^ ^lupii þeir að beitningaskúr sem
j u alastUr frystihúsinu og klifruðu upp
hans.
ag gæfi heila Makkintoss-dós fyrir
si .S,a Eaman í hann þegar hann fer í
Ust>na’Sa®^* E)iddi um leið og þeir lögð-
bíla3 ma®ann Þar sem g°tt útsýni var yfir
fá það í gang. Eftir nokkra stund var
andlit hans orðið eins og spúandi eldfjall
af áreynslunni.
Nonni og Diddi teygðu einnig fram
hálsinn. Tryggur gægðist fyrir hornið á
frystihúsinu.
Stúlkan gafst upp á því að sitja á þessu
tryllitæki sem hreyfðist ekki úr stað,
klifraði af hjólinu og gekk snúðug til vin-
konu sinnar. Kvalarinn rembdist nokkra
stund enn við að koma hjólinu í gang en
gafst loks upp, kastaði því frá sér og tipl-
aði sárfættur að verbúðinni.
Félagarnir héldu fyrir munninn til
þess að kæfa hláturinn sem kraumaði í
þeim. Núna var það ekki bara Lárus,
sem var hetja, heldur þeir allir þrír. . .,
nei annars. . . allir fjórir. Tryggur gamli
kom hljóðlega að beitningaskúrnum og
^ . trr drjúga stund tók fólkið að tínast
fyfUr trystihúsinu. Dóra stóra systir kom
Uin Ut asamt n°kkrum vinkonum sín-
°g þær hlógu og mösuðu um leið og
§engu fram hjá skúrnum.
skó VlPUrmn a honum þegar hann fór í
hláf13’ Sa®^ E)óra stóra systir og grét af
I ..i,1'1' ^ad er eins gott að hann nái ekki í
la bróður
-vvui núna.
hý • a arrnn kom síðastur út úr frysti-
tne^nu ‘ Nann var berfættur og tiplaði
Uög eymdarsvip yfir að rauðu skelli-
fra rUnnu Tvær stelpur gengu hlæjandi
á pp ^a honum og hann kallaði eitthvað
hj-,.n Peim um leið og hann settist upp á
Q g • Þær námu staðar og eftir nokkur
settist önnur þeirra á hjólið
u aftan hann.
geta3rUS tey8dt fram hálsinn til þess að
Kv3| k.etUr fylgst með atburðarásinni.
arinn hamaðist á hjólinu til þess að
*“>—
dillaði rófunni ákaft til vina sinna sem
veltust um þakið í sigurvímu.
En bak við kætina grúfði alvara lífsins
því að þeir vissu allir að því nær sem dró
kvöldinu þeim mun meira styttist í það
að þeir þyrftu að mæta eineygða skip-
stjóranum á nýjan leik, augliti til auglit-
is.
8. kafli
Þóra amma átti alltaf til kandís í stórri
glerkrukku sem hún geymdi í efstu hill-
unni í bollaskápnum.
- Hvernig líður þér í eyranu, vinurinn
minn? spurði hún og leyfði Lárusi að
kafa með höndina ofan í krukkuna eftir
stærsta molanum.
Góðlegt, hrukkótt andlit hennar laut
niður að Lárusi svo að hún gæti betur
virt fyrir sér eyrað. Lárus bar sig illa í
þeirri von að geta aftur kafað ofan í
krukkuna.
- Auminginn litli, sagði hún með
meðaumkun í röddinni og rétti fram
kandískrukkuna.
Hannes afi sat í sparistólnum í stof-
unni og hlustaði á útvarpið. . Kinnarnar
á honum voru orðnar rauðar og hann
hélt enn þá á kaffibollanum. Tryggur
gamli skreið undir eldavélina.
- Þú stendur í stórræðum, góurinn,
sagði hann þegar hann kom auga á Lár-
us. Ef þú vilt skal ég með mestu ánægju
taka í lurginn á þessum manni sem kleip
í eyrað á þér.
Lárus muldi kandísinn uppi í sér og
stakk einum mola að Trygg sem teygði
höfuðið undan eldavélinni.
- Það er óþarfi, sagði hann.
- Er það öruggt? spurði afi hans.
- Hundrað prósent pottþétt.
Hannes afi saup úr kaffibollanum.
- Það er nú gott, góurinn, sagði hann.
Stundum er í góðu lagi að bjóða hina
kinnina.
Lárus dvaldist um stund í stofunni.
Afi hans virtist hverfa inn í annan heim.
Hann hallaði sér að útvarpinu og saup af
kaffibollanum, augnaráðið varð fiarlægt.
Lárus skellti tvisvar í góm og Tryggur
skreið undan eldavélinni og elti hann út
úr húsinu. Lárus var aðeins kominn
nokkur skref frá húsinu þegar hann
rakst á Dísu.
- Halló, Lárus, sagði hún og slóst í för
með honum. Er nokkuð að frétta?
- Lárus bruddi kandísinn og Tryggur
mændi á hann og dillaði rófunni í þeirri
von að húsbóndi hans léti eitthvað af
hendi rakna.
- Ég er búinn að sjá drauginn, sagði
hann og stakk broti af kandísnum upp í
Trygg sem sleikti á honum höndina í
þakklætisskyni. Og ég ætla aftur að skip-
inu í kvöld, bætti hann við eftir stutta
þögn.
Dísa brosti vantrúuð á svipinn. Hún
vissi jafnvel og aðrir um myrkfælni Lár-
usar.
- Jæja, sagði hún. Og til hvers eigin-
lega?
Lárus klóraði Trygg á bak við eyrun.
- Ég ætla að tala við hann. Reyna að fá
hann með mér heim svo að ég geti sýnt
Hannesi afa hann og öllum hinum.
Framhald.
31