Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 43
Rostungar
K
V
Á fimm litlum eyjum í hafinu milli
Síberíu og Alaska hittast rostung-
arnir. Þar velja þeir sér maka og
eiga afkvæmi sín. Þær eru kallaðar
Pribilef-eyjar eftir rússneskum
skipstjóra. Hann fann þær 1786 er
hann var á siglingu í þéttri þoku og
heyrði gól milljóna rostunga. Þá
átti Rússland Alaska. í 18 ár höfðu
Rússar leitað ungunarstöðva sæ-
dýranna með hinn eftisótta feld.
I
Þegar hófst rányrkja, ofveiðar á
rostungum. Þeim var haldið áfram
þegar Bandaríkin keyptu Alaska
1867. Á hverju vori syntu milljónir
kvendýra með unga sína í norður-
átt til móts við karldýrin sem
komu að norðan. Hundruð þús-
unda dýra komust aldrei til eyj-
anna. Þau voru veidd á leiðinni.
Það var ekki fyrr en 1910 að ríkis-
stjórnin stöðvaði veiðarnar. Þá
voru aðeins 100.000 dýr eftir á
Pribilef-eyjum.
Eyjarnar eru nú lokaðar öllum
óviðkomandi og landhelgin hefur
verið fjórfölduð. Ganga kvendýr-
anna norður á bóginn er vernduð
af varðskipum og stofninn er orð-
inn þrjár milljónir dýra.
Þegar dýrin para sig berjast karl-
dýrin ákaft, bæði um svæði og
kvendýr. Máttlitlir karlrostungar
eiga aðeins fáar „konur“ en þeir
sterkustu allt að eitt hundrað. I þá
þrjá mánuði, sem karlarnir gæta
síns og sinna, neyta þeir vart
svefns eða matar. Þegar kvendýrin
halda í suðurátt í september hafa
þeir oft lést um tvo þriðju.
Það sem umfram er af þriggja ára
karldýrum er nú deytt á mannúð-
legan hátt og skinn þeirra nýtt.
Clarence Olsson heitir sá sem
stjórnar á eyjunum. Honum þykir
vænt um þessar vætusömu eyjar
þar sem fólk á heima í oh'ukyntum
húsum og nýtur ókeypis læknis-
þjónustu, skóla, rafmagns, útvarps
og kvikmyndasýninga.
i43