Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 43

Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 43
Rostungar K V Á fimm litlum eyjum í hafinu milli Síberíu og Alaska hittast rostung- arnir. Þar velja þeir sér maka og eiga afkvæmi sín. Þær eru kallaðar Pribilef-eyjar eftir rússneskum skipstjóra. Hann fann þær 1786 er hann var á siglingu í þéttri þoku og heyrði gól milljóna rostunga. Þá átti Rússland Alaska. í 18 ár höfðu Rússar leitað ungunarstöðva sæ- dýranna með hinn eftisótta feld. I Þegar hófst rányrkja, ofveiðar á rostungum. Þeim var haldið áfram þegar Bandaríkin keyptu Alaska 1867. Á hverju vori syntu milljónir kvendýra með unga sína í norður- átt til móts við karldýrin sem komu að norðan. Hundruð þús- unda dýra komust aldrei til eyj- anna. Þau voru veidd á leiðinni. Það var ekki fyrr en 1910 að ríkis- stjórnin stöðvaði veiðarnar. Þá voru aðeins 100.000 dýr eftir á Pribilef-eyjum. Eyjarnar eru nú lokaðar öllum óviðkomandi og landhelgin hefur verið fjórfölduð. Ganga kvendýr- anna norður á bóginn er vernduð af varðskipum og stofninn er orð- inn þrjár milljónir dýra. Þegar dýrin para sig berjast karl- dýrin ákaft, bæði um svæði og kvendýr. Máttlitlir karlrostungar eiga aðeins fáar „konur“ en þeir sterkustu allt að eitt hundrað. I þá þrjá mánuði, sem karlarnir gæta síns og sinna, neyta þeir vart svefns eða matar. Þegar kvendýrin halda í suðurátt í september hafa þeir oft lést um tvo þriðju. Það sem umfram er af þriggja ára karldýrum er nú deytt á mannúð- legan hátt og skinn þeirra nýtt. Clarence Olsson heitir sá sem stjórnar á eyjunum. Honum þykir vænt um þessar vætusömu eyjar þar sem fólk á heima í oh'ukyntum húsum og nýtur ókeypis læknis- þjónustu, skóla, rafmagns, útvarps og kvikmyndasýninga. i43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.