Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 25

Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 25
sveit »Þótti þér þá leiðinlegra að fara frá pabba Wurn?11 hélt Vala áfram. »Eg á engan pabba.“ »Er hann dáinn?“ spurði Vala hikandi. »Eg hef aldrei átt neinn pabba svo að ég ’ sagði Geiri þungbúinn á svipinn. ala þorði ekki að spyrja hann meira út í , a en henni fannst það einkennilegt. Hún a * alltaf haldið að öll börn ættu pabba, Unað hvort hérna megin eða hjá Guði. - Það arð ofurh'til þögn. »Er það lögreglan sem sendir þig í sveitina 1115 °g mig?“ spurði Geiri. »Lögreglan?“ sagði Vala undrandi. „Það er engin lögregla hjá okkur.“ »Engin lögregla?" sagði Geiri undrandi og ruaður. „Hver tekur þá fulla menn, sem ^ með óspektir, og setur þá í steininn og ngir óþekka stráka eða sendir þá í sveit?“ essu gat Vala ekki svarað. Hún hafði ekk- ert um þetta heyrt. »En •)ótt,“ eg trúi ekki að þú hafir gert nokkuð sagði hún og horfði á Geira stórum, sE*rum augum. ig ”Jæia’ Þú trúir því ekki.“ Geiri hló ofurlít- ^V0 vafú hann alvarlegur, færði sig r henni og sagði hörkulega: ^ »hfei, ég hef ekki gert neitt ljótt. Ég tók 3ra Erauð þegar ég var svangur og ég braut ar fúður í búðargluggum af því að ég átti §a aura til að kaupa fyrir leikföng og sæl- *v Sem Var ra®a® 1 gluggann.“ ala var orðlaus. Hún sá þarna inn í nýjan Var^ Sem hafði ekki vitað að var til. Víst e*r ^etta hræðilega ljótt sem hann hafði gert jj* ^ún fann svo innilega til með honum. ann átti engan pabba og sá ekkert eftir að ‘ra mömmu sinni og hafði verið óttalega SVq §Ur- Völu fannst allt í einu að hún væri r*h og augu hennar fylltust tárum. q ’’ ú þarft ekki að vorkenna mér,“ sagði lík'r* 8ert aht sem mér sýnist. Ef mér r ekki í sveitinni þá strýk ég.“ ^“En það er svo óttalega langt. Þú verður rga daga á leiðinni,“ sagði Vala. þr».^að gerir ekkert til,“ sagði Geiri og horfði ,0sEulega út í bláinn. Vala gat ekki haft af Sv^Um augun. Hún hafði aldrei áður séð niát ^ anúht nema á mynd. Hann fá * str)úka úr sveitinni. Hún varð að {■ Vera með honum í allt sumar og nú ntlst henni allt í einu að sumarið yrði helst I IkvíO' til stutt. „Það getur orðið gaman í sveitinni,“ sagði hún og snerti hönd hans ofurlítið með fingur- gómunum. Hann hrökk við og leit á hana. Hún var rjóð í kinnum eftir svefninn, með stór, dökkblá augu og ljóst, liðað hár sem kvöldsólin varpaði á gullnum ljóma. Þau horfðust í augu. Svo brosti Geiri ofurlítið og sagði: „Já, það getur vel orðið gaman í sveitinni. - Og það er hægt að vera góður ef maður fær nóg að borða og einhverjum þykir vænt um mann,“ bætti hann við svo lágt að Vala rétt heyrði það. „Þetta líkar mér,“ sagði Oddleifur og kom í áttina til þeirra. „Sjálfsagt fyrir unga fólkið að draga sig saman.“ Hann hreykti hattinum hærra en áður og hafði víst sopið drjúgum á einhverjum pelanum. En nú var Völu sama og hún var ekki vitund hrædd lengur. „Nú verður farið að halda af stað aftur, börnin góð,“ sagði Oddleifur. „Situr þú líka ofan í milli?“ spurði Vala og sneri sér að Geira. „Nei, nei,“ sagði hann. „Ég er í vagni.“ Vala litaðist um. Jú, þarna voru meira að segja tveir vagnar sem búið var að beita hest- um fyrir. Hún hafði séð svona vagna áður en aldrei komið upp í neinn þeirra. „Þú átt að fá að sitja á vagninum hjá drengnum ef honum er sama.“ Geiri sagði ekki neitt en gekk að öðrum vagninum og hoppaði léttilega upp í hann. Svo veifaði hann hendinni til Völu og hún gekk hægt í áttina til hans. Oddleifur lyfti henni upp í vagninn og hún settist hjá Geira ofan á háfermi af alls konar varningi. „Það verður líklega vissara að bregða trefl- inum utan um þig og festa hann einhvers staðar, hróið mitt,“ sagði Oddleifur. „Nei, ekki binda mig,“ sagði Vala í bænar- róm. „En þú getur dottið af vagninum þegar þig fer að syfja,“ sagði Oddleifur. „Ég skal passa hana,“ sagði Geiri rogginn. Svo lagði hersingin af stað. „En hvað það er gaman að vera í vagni,“ sagði Vala. „Uss, það er ekki mikið varið í að vera í svona skítakerru,“ sagði Geiri yfirlætislega. „Þú ættir að sjá reglulega fína lystivagna, græna og rauða, sem eru til í Reykjavík. Og í útlöndum eru til vagnar sem engir hestar ganga fyrir.“ „Hvernig geta þeir þá komist áfram?“ spurði Vala undrandi. „Það eru einhvers konar vélar í þeim,“ sagði Geiri af miklum lærdómi. „Og þeir þjóta sjálfir áfram með ofsa hraða. Þegar ég er orðinn stór ætla ég að fara til útlanda og kaupa svoleiðis vagn.“ Völu svimaði að heyra þetta en þó fannst henni að hún yrði einhvern tíma með honum í þessum skrítna vagni. „Nei, h'ttu á,“ sagði Vala og benti á vestur- loftið. Sólin var horfin á bak við fjöllin en loftið var sveipað gullnum bjarma. Og nú birtust ný fjöll í fjarska, vafin marglitri töfra- blæju. „Það er eins og við séum á leið inn í einhvern ævintýraheim," sagði hún. „Þessir fallegu litir hverfa þegar við kom- um nær fjöllunum," sagði Geiri. Já, Vala bjóst líka við því. En hún var hvorki hrædd né kvíðin lengur og hún hallaði sér örugg upp að þessum nýja ferðafélaga sín- um þegar hana fór að syfja undir lágnættið. = " -_25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.