Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 16
Sumardagurinn fyrst
Krakkamir í Krílagötu
í Krílagötu
eiga margir krakkar heima.
Þar er alltaf
eitthvað að gerast
og oft mikil læti.
í Krílagötu
eru ekki bara krakkar.
Þar eru líka pabbar og mömmur,
margt gamalt fólk,
margar kisur og gamlir
flækingskettir.
Vigga sat úti á tröppum.
Það var sól
og henni var heitt.
Elli vinur hennar kom
á bláu, nýju hjóli.
- Hæ, Vigga! sagði Elli.
Á morgun kemur sumarið.
- Það er ekki satt! sagði Vigga.
- Víst, svaraði Elli.
Þá er sumardagurinn fyrsti.
- Þá ætla ég
að vera í kjól, sagði Vigga.
- Ég ætla í sundskýlu,
sagði Elli.
- Vá......, sagði Vigga.
Þá förum við í sólbað. . .
- Og sundlaug. . .
í garðinum hjá Viggu
var stór brunnur.
Hann var fullur af skít
eftir veturinn.
Vigga og Elli sóttu tuskur,
vatn og fötur.
Svo fóru þau að þvo brunninn.
Þau þvoðu og pússuðu
allan daginn.
- Af hverju eruð þið að þvo?
spurði Jonni.
Hann átti heima í húsinu
16
á milli Viggu og Ella.
- Sumarið kemur á morgun.
Þá förum við út
að synda, sagði Vigga.
- Má ég synda með?
Og Lára systir líka?
spurði Jonni glaður.
- Ef það verður sól,
sagði Vigga fullorðinsleg.
- Það verður sól,
sagði Jonni.
Því þá er komið sumar.
Um kvöldið
gátu þau ekki sofnað.
Þau hlökkuðu svo
til sumarsins.
Næsta dag
vöknuðu þau eldsnemma
og laumuðust út.
Pabbi og mamma sváfu enn.
Sólin var ekki komin upp
en himinninn
var heiður og blár.
- Gleðilegt sumar,
sögðu Vigga og Elli.
Svo kysstust þau
því að þau voru bestu vinir.
Vigga setti tappa í brunninn-
Svo tóku þau stóru
garðslönguna
og létu vatnið
renna í brunninn.
Það var lengi að renna.
Þau léku sér í snjónum
á meðan vatnið bunaði.
í garðinum var enn mikill snjór-
Samt var komið sumar!
- í dag bráðnar snjórinn
því nú er komið sumar,
sagði Vigga kát.
Dyrnar hjá Jonna opnuðust.
Hann og Lára læddust út.
- Gleðilegt sumar! sögðu þau-
Lára var í sundbol
og Jonni í sundskýlu.
Þau voru bæði með sundhring
og sólgleraugu.
Vigga og Elli hlupu
og sóttu sundfötin.
Vigga bar á sig sólkrem
sem mamma átti.
- Ég ætla
að verða brún, sagði hún.
- Ég ætla