Æskan - 01.06.1988, Blaðsíða 7
§ það í votta viðurvist að þú hafír beðið
um Þetta sjálfur.“
® S'V° ég hann. Ekki jafnfast
svo f ^ e® vinstri handar högg en þó
ast að hann kom ekki fyrstu mínút-
tnat af eðlisfræðitímanum.
fót Var Cr Steinar?*1 sPurði Lúlli lág-
aðh ^ köllum hann það vegna þess
ann er svo lágvaxinn)
h' 'i/"tli ^ann hafí ekki farið til
,u funarkonunnar,“ svaraði ég. „Hann
KemUr bráðum.“
ej ar hitti ég naglann á höfuðið því að
nutt þá kom Steinsi inn með plástur á
n<£gri \t
6 vanganum, reyndar ekki eins stór-
11 (|f.^ann sem fyrir var-
u^lllu mig í hádeginu,“ hvæsti hann
m leið og hann gekk fram hjá mér.
egar tíminn var liðinn kom Steinsi til
min°g sagði:
r gleymdi að segja þér að þú átt að
ra Upp til skólastjórans.“
‘ðustu orðin sagði hann háðslega og
® °tti svo.
v- ^úlastjóranum sagði ég að ég hefði
að því að hann hefði beðið um þetta
s)alfur.
>>Spurðu hvern sem er. Við vorum í
miðálmunni.“
^kólastjórinn gafst upp.
,. ”Lg veit ekki hvað ég á að gera við
sagði hann. „Þú virðist haldin ein-
Verri áráttu.“
ar var ég alveg sammála.
®sti tími var stærðfræði. Eins og ég
^ 1 áður er Andrés „meiriháttar“
u-ari sem kann að taka gríni. Stund-
. eyddi hann meira að segja heilum
aði31Se^*a °^ur brandara. Nú skrif-
hann flókið reikningsdæmi á töfluna
0 auð hverjum sem væri að koma upp
feikna það. Við botnuðum hvorki
P né niður í dæminu.
óna )0r^Ur er einn Þeirra óþolandi pers-
Sem alltaf reyna að vera fyndnar.
rp.'u S’ Þetta getur nú hvaða auh sem er
uenað,“ sagði hann.
”Nú, komdu þá,“ sagði Andrés.
”Nei, ég er enginn auli.“
■ ”Ha, ha, ha. . .“ heyrðist úr öllum
hornum.
síðasta tíma fyrir hádegi sagði Siggi
10 Steinsa:
”Lamdi hún þig aftur?“
§ þegar hann sá hvað Steinsi varð
^ndarlegur tók hann af sér gleraugun og
, • Hann hló þar til hann var orðinn
fauður í framan.
”themm, jæja, best að snúa sér að
h f?fræðinm>“ sagði hann þegar hann
1 hlegið nægju sína. „Upprifjunin frá
*sXANk
í fyrra er nú svo auðveld. Við skulum
ekkert vera að fara yfir efnið um lengd-
ar- og breiddarbaugana. Það er bara
hnitakerfi og það lærið þið í tíu ára bekk
eða þar um bil.“
„Alveg rétt,“ hrópaði Njörður. „Eins
og talað út úr mínu hjarta.“
„Hver segir að þú hafír hjarta?“
Svo fengum við frí. Hann Siggi er nú
alveg frábær. Stundum gefur hann okk-
ur frí í tímum vegna þess að hann veit
ekki hvað hann á að láta okkur gera eða
af því að hann nennir ekki að hafa okk-
ur.
Þegar allir voru komnir fram og Siggi
farinn kom Steinsi askvaðandi og sagði:
„Má bjóða dömunni út fyrir að slást?“
„Með ánægju,“ svaraði ég.
„Nei, með osti,“ pípti í Nirði.
„Hérna, Dagný. Taktu töskuna
mína.“
Steinsi gekk á undan út í port, svo
kom ég og Dagný trítlaði síðust með
töskuna sína á bakinu og mína í fanginu.
Og slagurinn byrjaði. Úff, hann var
sterkur, sterkari en ég bjóst við. En svo
kom kennari og eyðilagði allt. Þeir leggja
yfírleitt ekki þá lykkju á leið sína að fara
út en það var kominn stór hópur af
krökkum í kringum okkur og hvöttu
ýmist mig eða Steinsa. Það var töluverð-
ur hávaði svo að þessum kennara var far-
ið að þykja þetta grunsamlegt. Okkur
var stíað í sundur með erfiðismunum því
að við vorum svo áfjáð í að slást.
„Hvernig dettur ykkur þetta í hug?“
spurði kennarinn æstur.
Steinsi hætti að brjótast um í höndum
hans, benti á plástrana og sagði:
„Sérðu þetta? Hún gerði það! Og ég
læt hana ekki komast upp með að kýla
mig á kjammann - tvisvar þar að auki.
Þú hlýtur að skilja það!“
Jú, jú, hann skildi það svo sem. Með
þessu, og loforði um að halda keppninni
ekki áfram, var okkur sleppt. En það
varð að halda okkur í hæfilegri fjarlægð
hvoru frá öðru annars var hætta á því að
við rykjum saman.
Við Dagný fórum út í sjoppu.
„Brrr, mér er kalt,“ sagði Dagný.
„Mér líka. Það hlýtur að vera frost.“
„Það þarf ekki að vera. Það er svo
hvasst.“
„Þegar við komum inn aftur fórum við
beinustu leið inn á kvennasalerni. Þegar
ég leit í spegilinn og ætlaði að bera á mig
meira af bólufelara æpti ég næstum því.
Bólurnar voru allar orðnar bláar.
„Dagný, hjálp!“ Hvað á ég að gera?
Það þýðir ekkert að bera á þetta. Það
felur ekkert!“
En Dagný bara hló og útskýrði fyrir
mér að bólurnar væru eins og varir, yrðu
bláar í kulda.
Það gerðist ekkert markvert það sem
eftir var dagsins og ekki heldur þann
næsta, að minnsta kosti ekki í skólanum.
En um fimmleytið hringdi síminn.
„Halló?“
„Halló, er þetta Lilja?“
»Já.“
„Blessuð. Þetta er Steinsi.“
„Ha? Já, eh, sæll.“
„Heyrðu, ég ætlaði að biðja þig afsök-
unar á þessu í skólanum í gær.“
„Já, fyrirgefðu líka. Ég byrjaði.“
Ég var alveg hlessa. Ekki hafði ég þor-
að að hringja í hann til að biðja hann
afsökunar.
„Svo ætlaði ég að biðja þig annars.“
»Já?“
„Hérna. . . viltu koma á ballið í skól-
anum í kvöld?“
Ég trúi þessu ekki! Er hann virkilega
að biðja mig að koma með sér á ball? Ég
sem sló hann tvisvar og slóst við hann.
Ég hélt að hann hataði mig.
„Ja. . . ég veit ekki. . .“ stamaði ég.
„Ég er ekkert viss um að þú viljir það.
Ég fæ bláar bólur í kuldanum.“
En þetta hreif ekki.
Klukkan átta um kvöldið var ég á
dansgólfinu í skólanum með tvo dans-
andi plástra fyrir framan mig.
(Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunnar
og Rásar 2. - Gaman er að geta þess að langamma
og -afi Bjargar í föðurætt voru Ragnheiður Jóns-
dóttir rithöfundur (- er kynnt á bls. 24) og Guðjón
Guðjónsson skólastjóri, ritstjóri Æskunnar 1942-
1955)
7