Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 9

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 9
á enninu á honum. Þú ert ekki með neinn hita, sagði hún svo. Ég er eeeekkert veiiikur, baaaaaara hrææææddur, stamaði Skotti °g það glamraði 1 tönnunum á honum. og hljóp svo, eins og fætur toguðu, yfir holt og hæðir. Bræður Tómasínu voru ekki hrifnir. Þeir sögðu nefnilega að hún yrði þeim til skammar. - Að láta sér detta í hug ~ Ég er svo afskaplega hræddur við tröööööll, hikstaði hann. Þá fór Tómasína að hlæja. ~ Þú þarft ekki að vera hræddur við mig. Mér finnst ljótt að hrekkja. Eigum við að vera vinir? spurði hún Skotta. Skotti trúði varla sínum eigin eyrum en hætti samt að skjálfa. ^pp frá þessu v°ru Skotti og Tómasína bestu vinir. í*au voru saman hvern einasta dag. ^g þau flæktust ut um allan Grænaskóg. Skotti sat tímunum saman á öxlinni á Tómasínu þegar þau fóru um skóginn. ^au skoðuðu blóm °g hlustuðu á fuglana syngja °g lækinn hjala. ^g ef þau þurftu að flýta sér stakk Tómasína Skotta í vasann að leika við Skotta álf! Þetta var meiri skömm en þeir gátu þolað. Þeir ákváðu að tala við Tómasínu. Kvöld nokkurt báðu þeir hana að koma með út í skóg, þeir þyrftu að ræða við hana. Þeir voru mjög reiðilegir. - Þú átt ekki alltaf að vera með Skotta! sagði Tóti. - Það er bannað að tröll leiki við álfa, hvæsti Tumi. - Það er ekkert bannað, sagði Tómasína þrjósk. - Þú gerir okkur að fíflum, spýtti Tommi út úr sér. - Viltu að við lemjum þig? spurði Tolli og kreppti hnefana. - Þið getið svo sem lamið mig en ég vil ekki slást, sagði Tómasína lágt. Svo byrjuðu trölla-strákarnir að lemja Tómasínu litlu. Hún stóð alveg grafkyrr og hreyfði sig ekki en sagði bara: - Æi. . . - Taktu á móti, æpti Tumi. En það vildi Tómasína ekki. Stór tár runnu niður kinnarnar á henni. Tyrfingur heyrði lætin og kom hlaupandi. - Þið megið ekki vera að hrekkja Tómasínu, hún er best í heimi! hrópaði hann og réðist á bræður sína. - Títa, Tala, Todda, Tófa, komið þið strax að hjálpa mér! hrópaði Tyrfingur eins hátt og hann gat. Og systurnar komu á harðahlaupum. Það varð heldur betur handagangur í öskjunni. Allir slógust í einni kös. Nema Tómasína. . . Hún þurrkaði af sér tárin og læddist inn í skóginn þar sem Skotti beið eftir henni! ÆSKAJW 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.