Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Síða 10

Æskan - 01.03.1989, Síða 10
Kæra Æska! Ég ætla að senda þér nokkrar gát- ur: 1. Hvað er sameiginlegt með manni sem fellur í yfírlið og vélritunarpapp- ír? 2. Hvað er það sem er svart og hvítt, situr á bekk og grætur? 3. Hvað er það sem gengur á þremur fótum daga og nætur? Ég þakka fyrir gott og skemmtilegt blað, Aldís Kristín Árnadóttir, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Svör eru á bls. 54. Mý-dönsk Kæra Æska! Ég þakka gott blað. Hvernig væri að birta veggmynd af Ný-danskri eða viðtal og myndir? Hér er einn brandari: Pað voru eitt sinn þrír bræður sem allir hétu Gísli nema Eiríkur, hann hét Helgi. Ein frá Grindavík. Svar: Það má athuga við hentugt tœki- fœri. . . Garðar, Einar og Mikkjáll Sæll, kæri Æskupóstur! Við höfum oft skrifað þér áður en bréfin hafa aldrei verið birt. . . Við erum 14 ára, eldhressar og ánægðar með lífið að flestu leyti. Við erum í 8.c í Gagganum og þykir fé- lagslífið hér alveg frábærlega gott. Diskótek eru í þriðju hverri viku, kvöldvökur og klúbbar á hverju kvöldi. Á sumrin erum við í unglingavinn- unni hér í bænum og þar er æðislega gaman. Hér er alltaf eitthvað um að vera á sumrin líka. Viltu birta veggmynd, myndir eða viðtal við Garðar Thór og Jóhann G. . . af því að þeir eru svo sætir og við erum alveg að sálast úr ást? Jóhanna og Gerður (dulnefni) Kæri Æskupóstur! Geturðu sent veggmynd af Michael Jackson með næsta tölublaði? Einnig væri afar gaman ef veggmynd af Kim Larsen fylgdi blaðinu á þessu ári. Mér finnst að það ættu að vera fleiri þrautir í blaðinu. Annars þykir mér Æskan frábærlega góð. Geturðu lesið úr skriftinni? Jórunn Svar: Við beiðni ykkar og ótal margra annarra hefur verið orðið. Garðar Thór, Einar Örn og Mikkjáll voru á veggmyndum er fylgdu 2. tbl.! Vegna mistaka við frágang blaðsins í prent- smiðju (rispa var þvert yfir andlit Ein- ars. . .) sendum við nýja veggmynd af drengjunum með þessu blaði. Við reynum eftir megni að gera vel við ykkur. Jórunn! Eflaust verður Kims síðar getið með einhverjum hœtti. . . Þú ert vandvirk og virðist kunna vel skil á réttritun - en erfitt er að segjo til um persónugerð þar sem þú nefnd- ir ekki hve gömul þú ert. Það gerðu „Aðdáandi Nonna og Manna“ og „800001“ raunar ekki ekki heldur og því er ekki mikið mark takandi á utn- sögninni. . . Gleymdu ekki að gefa til baka! Kæra Æska! Þetta er gott blað en það eru allt of fáar gátur í því. Hér eru tvær skrýtl' ur: Jakob: Læknir, konan mín segir að ég eti eins og hestur. Læknir: Heyrðu, góði minn, taktu ut úr þér grasið! Ég skil ekki hvað þu segir. . . Tveir Skotar voru á ferðalagi í Lund- únum og voru orðnir mjög svangU- Annar fór þá inn í veitingahús °S fékk sér að borða. Þegar hann kom ut aftur hældi hann sér af því að hann hefði ekkert þurft að borga. „Nú, hvernig má það vera?“ spurði hinn undrandi. „Ég sagði þjóninum svo skemmti' lega skopsögu að hann gleymdi a biðja um borgun.“ Hinn Skotinn lét ekki segja ser slíkt heilræði tvisvar. Hann fór inn og pantaði málsverð. Þegar hann hafði lokið við að snæða sagði hann þjóninum svo skemmtilega sögu a hann ætlaði aldrei að hætta að hl®)3, Þegar þjónninn náði loks andanum sagði Skotinn alvarlegur: „Gleymdu ekki, vinur, að gefa mer til baka!“ Haraldur Már Gunnarsson, Sogavegi 22, Reykjavík. 10ÆSKAH J

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.