Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 18

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 18
Ævintýri Bjössa bollu TeiKningar: HáKon Aasnes Texti: Velle Espeland Litir: Anders Kvále Rue - Getur verið að fljúgandi furðuhlutur hafi lent hér í sveitinni? - Þvaður, segir Björg. Óli hefur hringt í blaðið eftir að hann sá okkur! Hann hefur haldið að við værum geimverur. Við verðum að hringja og segja hið sanna í málinu. - Það stoðar ekki, segir Þrándur. Okkur yrði ekki trúað. „Geimverurnar voru þriggja metra háar en sneggri í hreyfingum en nokkur maður, eink- um sú minnsta. Eflaust hafa þær komið til að kanna lífið á jörðinni því að þær tóku með sér mús.“ - Nei, því yrði aldrei trúað að Óli sá aðeins þrjá unga krakka og kött! Nú var um að gera að standa saman og segja ekki orð. - Jæja, ég verð að undirbúa sýninguna hvað sem geimverum líður, hugsar Bjössi. Houdim varð heimsþekktur af því að brjótast út úr læstum peningaskáp. Ég ætti kannski að reyna það. Þá mætti auglýsa þannig: „Slöngu- maðurinn Bjössi bolla smýgur alls staðar út.‘ Nei, annars, ekki bolla. . . Ef til vill get ég notað þennan gamla eldhús- skáp. „Herrar mínir og frúr! Nú smeygir Bjössi, konungur útbrotsmanna, sér inn í eld- hússkáp. . .“ - Æ, skelfing er þröngt um mig hér inni. Hvernig í ósköpunum á ég að komast út?! Hjálp, ég er fastur! Hjálp! Jónmundur Ingimundur Sigmundar er á gangi og sér eitthvað hreyfast við hlöðuvegg- inn. - Þetta er undarlegt! Hvaða verur eru nú á kreiki? hugsar hann. Honum kemur í hug frásögnin í blaðinu. - Ætli þessi vera sé úr fljúgandi furðuhlut? Já, það mætti segja mér það. . . Bjössi er argur. Hann safnar kröftum sparkar fjalirnar lausar og hurðina úr! Síðari skellir hann hattinum á höfuð sér og rís hæg1 upp. En Jónmundur Ingimundur Sigmundar hefur fengið nóg og hraðar sér á brott- - Hjálp, Marsbúar ætla að taka mig. . ■

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.