Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Síða 24

Æskan - 01.03.1989, Síða 24
strax og þær opnuðust hratt. Eyi gekk inn. „Halló?!“ kallaði hann. Það bergmálaði allt í kring. Inni var umhorfs eins og í eldgömlum riddara- kastala. Það voru jafnvel sverð og skildir uppi á vegg. Kastalinn virtist vera algjör- lega mannlaus. Eyi gekk upp tröppur sem lágu upp á næstu hæð. Þegar hann kom fyrir hornið brá honum svo að hann rak upp óp. Hann hafði næstum rekist á mannveru, sem stóð rétt við hornið, heldur undar- lega. Það tók hann langan tíma að átta sig á að þetta voru bara standandi her- nálguðust þær og í þann mund þegar fingurgómarnir voru að snertast kippti Matta að sér hendinni. „Við megum bara snertast einu sinni. Ég ætla að skrifa miða fyrir þig að taka með heim; handa mömmu og pabba.“ Allt í einu var Eyi aftur hjá Guði. Hann vissi aldrei almennilega hvernig hann komst þangað. Þegar hann hafði fengið miðann og fingurnir snertust hafði hann fundið straum um allan lík- amann og svo var hann bara hjá Guði. Þó hafði hann fundið lítils háttar fyrir flugferðinni. „Jæja, Eyi minn. Hvað segirðu gott?“ klæði með spjót. Þegar hann hafði jafnað sig gekk hann inn eftir ganginum sem fram undan var. Hann sá dyr við endann á honum. Skyndilega opnuðust þær og það var eins og þær væru að benda Eyja að fara inn. Hann gerði það líka og þegar inn kom leið næstum yfir hann aftur af undrun. Þarna var engin önnur en Matta, systir hans. „Matta!“ hrópaði hann og stökk upp um hálsinn á henni. Jæja þá! Hann ætlaði að stökkva upp um hálsinn á henni en komst ekki alla leið því að það var eitthvað fyrir eins og ósýnilegur veggur. „Þú kemst ekki,“ sagði Matta. „Við megum ekki snerta dauðlegt fólk. En við fáum undanþágu af því að þú óskaðir þess. En bara fingurnir mega snertast.“ Þau lyftu höndum og hægt og hægt „Allt gott,“ svaraði Eyi. „Það var nú gott. Heyrðu! Vissirðu að ég er með 102 takka hérna á stólarmin- um? Ég nota þá til þess að opna hurðir og kalla á englana mína og svo er ég með 23 tölvuleiki til að stytta mér stundir. Þú hlýtur að skilja að það er alveg hundleið- inlegt að sitja hér allan daginn og gera ekkert annað en horfa niður á jörðina.“ »Jaá.“ „Heyrðu annars. Hvernig stjórn að- hyllist þú?“ Þögn. Spurningamerki lá í loftinu. „Ja. . . ég. . . eh. . . ég er eiginlega alveg hlutlaus,“ svaraði Eyi vandræða- lega. „Á ég að segja þér leyndarmál?“ „Jaá, ef þú vilt.“ Guð beygði sig niður og hvíslaði: „Svona alveg í trúnaði, þá er ég kommúnisti. En þú mátt ekki segja nein- um. Ég má nefnilega í rauninni ekki að- hyllast neina stjórn. En ég hlýt að vera kommúnisti því að ég vil að allir seU jafnir. Það er í rauninni svolítil kornrn- únistastefna. Er það ekki, ha?“ „Ja. . . jú. . . herra.“ „Ekki svona settlegur, maður. Ertu ekki kúl?“ Nú gat Eyi ekki haldið niðri í ser hlátrinum lengur og hann gusaðist fram- Eyi hafði aldrei hlegið svona mikið á æv' inni. Að hugsa sér! Guð er kommúnisti! Og hvernig hann talar! Ertu ekki kúl?! Eyi heyrði að Guð hló líka, alveg jafO' mikið og hann sjálfur. Ágætis karl, þesS1 Guð. „Jæja, Eyi minn. Hvað segirðu goú? Ég býst við að þú verðir að fara núna- Vertu barasta margblessaður og sæll- Sjáumst!“ Eyi vaknaði. Það var kominn morg' unn. Hann klæddi sig og fór inn í eldhus að fá sér morgunmat. Þar voru foreldrar hans. „Mig dreymdi svo undarlega,“ sagð1 hann. „Mig dreymdi að ég færi upp ^ himnaríkis og hitti Lykla-Pétur sem heitir Siggi. Svo hitti ég Guð. Síðan fóf engill með mig til Möttu og svo var eg aftur hjá Guði. Hann sagði mér að hann væri kommúnisti og þá fékk ég hláturs- kast og Guð líka. Þegar ég fór heim sagðj hann „Sjáumst!“. Furðulegur draumur- „Ég skal spyrja hana Fríðu frænku hvað þetta þýðir,“ sagði mamma hans- (Fríða var draumráðningaóð) Eyi stóð upp. „Heyrðu,“ sagði pabbi hans. ,,Þjálfar' inn þinn í körfuboltanum var að hringl3- Þið eigið að fara á mót í Frakklandi.‘ Eyi stakk höndunum í vasann. „Hvenær?“ spurði hann. „í næsta mánuði. Þú verður víst að fa frí í skólanum.“ »Já.“ Eyi fann einhvern bréfmiða í vasanun1 og dró hann upp. Hann var krumpaður> en hann slétti úr honum. Þar stóð: „Elsku mamma og pabbi. Það er Eyja að þakka að þið lesið þetl^ bréf. Hann er líklega þegar búinn að segja ykkur allt um það. Það er óþarfi 3 syrgja mig því að mér líður vel hér. Gu er alveg ágætur. Ég vil bara að þið viu að dauðinn er góður félagi. Það bíðuf ykkar miklu betra líf eftir þetta ef líf rua kalla. Ástarkveðjur, Matta.“ (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnasamkepP111 Æskunnar og Barnaútvarpsins) 24 ÆSKAJST

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.