Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 32

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 32
GRIN Foreldrar Siggu litlu þurjtu að Jara að heiman og komu henni Jyrir hjá nágranna sínum. Fyrsta kvöldið, sem Sigga var þar, vildi hún ekki borða. - Líkar þér ekki maturinn? spyrkonan. - Nei, segir Sigga. - Hvað er hún mamma þín vön að geja þér? - Soðin egg, segir Sigga. Konan Jór þegar Jram í eldhús og sauð egg. Þegar hún kom með þau vildi Sigga ekki líta við þeim. Konan varð hissa. - Sagðirðu ekki að mamma þín væri vön að geja þér soðin egg? - Jú, sagði Sigga, en ég borða þau aldrei. Villi var í skammarkróknum daujur og argur og sýtti þar. Allt í einu sagði hann upphátt: „Ég get ekki gert að því þó að ég sé gallaður. Ég hej aldrei heyrt getið nema um einn galla- lausan dreng.“ „Og hver var það?“ spurði móðir hans. „Pabbi, þegar hann var Utill.“ Steinn hajði verið úti að leika sér með öðrum börnum en kom hlaupandi inn til mömmu sinn- ar með öndina í hálsinum og sagði: - Mamma er Kölski maður? - Nei, nei, hann er miklu verri en nokkur maður, sagði mamma hans. - Er hann þá kvenmaður? Lögregluþjónn: Hvar átt þú heima? 1. Jlækingur: Hvergi. Lögregluþjónn: Og þú? 2. Jlækingur: Beint á móti hon- um. Stína var nýkomin í sveit. Þar voru margir hestar og þar á meðal Jolaldsmeri. Bóndakon- an Jór að Jræða Stínu: - Sjáðu, þessir tveir stóru hestar þarna eru pabbi og mamma litlajolaldsins. í sama bili hneggjaði tryppi skammtjrá. - Og þarna hnerraði vinnu- konan, sagði Stína. Inga litla var ákajlega sam- haldssöm og alla þá peninga, sem hún eignaðist, lagði hún í bankann. Einu sinni var hún á gangi með mömmu sinni og áttu þær leið Jram hjá bankanum. Inga vildi þá endilega Jara þar inn. - Þú ætlar þó ekki að taka út peningana þína, Inga mín? sagði mamma. - Nei, en ég ætla að sjá hvað hrúgan er orðin stór. Lítil stúlka segirjrá því í skólan- um að hún haji eignast bróður. Þá segir önnur að hún muni líka eignast bróður bráðum. - Hvernig veistu að það verð- ur bróðir? spurði kennarinn. - Jú, í Jyrra hvíldi mamma sig ojt og þá eignaðist ég systur en nú hejur pabbi hvílt sig ojt og þá verður það bróðir. Pabbi ætlaði að búa lítinn son sinn undir þau gleðitíðindi að nú Jjölgaði bráðum í Jjölskyld- unni. - Veistu það, sagði hann, að storkurinn gamli hejur verið á Jlökti að undanjörnu og. . . - Hamingjan góða, sagði drengurinn, ég vona að hann geri mömmu ekki neitt. Hún er ólétt eins og þú veist. - Ég þarf aðjara upp í tukt- hús. - Og hvaða erindi áttu þang- að? - Ég þarf að tala við Janga sem stal bílnum mínum. Hann þarf að Jræða mig um hvernig í skrambanum hannJór að því að koma skijóðnum í gang. Sunnudagaskólakennari var að útskýra Jyrir börnunum að menn Jengju alltaj laun Jyrir það að vera góðir. Svo snýr hann sér að lítilli stúlku og spyr: - Launar mamma þín þér það ekki alltajþegar þú ert góð? - Jú, þá losna ég við aðjara í sunnudagaskólann. Mamma var vön að bjóða börn- unum góða nótt með kossi. Eitt kvöld var hún þreytt og sagði þeim að Jara upp á lojt og hátta. Svo sagði hún við það yngsta, dreng á Jjórða ári: „Heldurðu að þú getir ekki aj- klætt þig sjáljur?“ „Jú,“ sagði hann stúrinn, „en ég get ekki kysst sjáljan mig.“ - María hajði verið í sunna- dagaskóla og kennarinn lagt út aj orðunum: „Guð er alls staðar nálægur.“ Seinna um daginn, þegar María sat við borðið heima oý var að drekka te með pabba sía- um og mömmu, spurði hún: „Mamma, er Guð alls staðar?' „Já, elskan.“ „Er hann hérna í eldhúsinu?" „Já, vina mín.“ „Er hann hérna í stojunni?" „Já.“ „Er hann í bollanum mínum?" „Já.“ Þá brá María við, skellti lójan- um yjir bollann og sagði sigd hrósandi: „Nú náði ég honum.“ Inguitn Þórðardóttir tók saman. 32 ÆSKMT

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.