Æskan - 01.03.1989, Síða 42
„Svo óheppinn
að vera nauðalíkur
pabba sínum...!"
Alfreð Gíslason
landsliðsmaður
i
handknattleiK
svarar aðdáendum.
Hvar og hvenær ertu fæddur?
Á Akureyri 7. september 1959 og ólst þar
upp.
Hve hár ertu og þungur? Hver er háralitur
þinn? Hvernig ertu eygður?
Ég er 190 sm á hæð og 98 kg þungur. Ég er
með skollitað hár og blá augu.
Hvað heita systkini þín? Stunda þau íþrótt-
ir? Hvaða?
Hjörtur - stundar frjálsar íþróttir og hefur
keppt með landsliðinu.
Gunnar - leikur knattspyrnu með Moss í
Noregi og er landsliðsmaður.
Garðar og Gylfi - æfa ólympískar lyftingar í
Svíþjóð.
Lilja - iðkar ekki íþróttir.
Kepptu foreldrar þínir í íþróttum? Hvað
heita þau?
Faðir minn heitir Gísli Bragi Hjartarson.
Hann keppti/keppir á skíðum, í frjálsum
íþróttum og golfi. Móðir mín heitir Aðalheið-
ur Alfreðsdóttir og keppti í handknattleik.
Hvað heitir kona þín? Hvaðan er hún? Hef-
ur hún æft íþróttir?
Kona mín heitir Klara Guðrún Melsteð frá
Akureyri. Hún æfði sund á árum áður.
Eigið þið böm?
Við eigum einn son, Elfar, fimm ára.
Hvoru ykkar líkist hann meir?
Hann er víst svo óheppinn að vera nauðalíkur
pabba sínum!
Með hvaða liði æfðir þú fyrst og kepptir í
handknattleik? Með hverjum síðan? Hafa
þau hlotið meistaratitla?
Fyrst með KA á Akureyri, síðan þrjú ár með
KR í Reykjavík. Þá varð ég íslandsmeistari
utanhúss og bikarmeistari innanhúss. Þar á
eftir var ég fimm ár með TUSEM Essen í
Vestur-Þýskalandi og á þeim tíma varð liðið
tvisvar vestur-þýskur meistari og einu sinni
bikarmeistari. Nú er ég aftur kominn í raðir
KR-inga.
Æfðir þú fleiri íþróttagreinar?
Ég æfði á skíðum, íshokkí, knattspyrnu og
blak auk handboltans.
Fannst þér erfitt að gera upp á milli greina?
í rauninni ekki því að mér fannst handbolt-
inn alltaf eiga best við mig.
Hvenær lékst þú fyrst með landsliði?
1979 með unglingalandsliðinu og 1980 með
karlalandsliðinu.
Hve marga landsleiki hefur þú leikið? Hve
mörg mörk hefur þú skorað með landsliði?
42 ÆSKAH
170 landsleiki - 500 mörk.
Hvaða sigur hefur þér þótt ánægjulegastur? j
Þegar við unnum Pólverja í París í febrúar j
síðastliðnum. =
Hvenær þótti þér sárast að tapa?
Þegar við í Essen-liðinu töpuðum fyrir j
ZSKA-Moskvu í úrslitaleikjum um Evrópu- |
meistaratitilinn. Við fengum jafnmörg stig og j
skoruðum jafnmörg mörk en skoruðum færri i
mörk á útivelli en þeir. j
Hvað er eftirminnilegast á íþróttaferlinum j
til þessa? 1
Að vinna B-heimsmeistarakeppnina. j
Hvaða landslið telur þú best? En félagslið? \
Landslið Sovétmanna. Besta félagsliðið er j
SKA-Minsk frá Sovétríkjunum.
Hver er eftirlætisleikmaður þinn?
Friðjón Jónsson fyrirhði KA-manna.
Gegn hvaða manni hefur þér þótt erfiðast j
að leika? En markmanni?
Thomas Hasse varnarmanni Essen og V- j
Þýskalands og Stefan Hecker markmanni Es- 1
sen og V-Þýskalands - af því að báðir þekkja j
mig mjög vel auk þess að vera leikmenn á 1
heimsmælikvarða. j
Féll þér vel að vera í Þýskalandi? j
Já, mér féll mjög vel í Þýskalandi.
Hvað þykir þér líkt/ólíkt með Þjóðverjum og j
íslendingum? j
Dugnaðurinn einkennir báðar þjóðirnar. ís- \
lendingar eru hressari, óstundvísari og j
streittari en Þjóðverjar . . . svo að eitthvað sé
nefnt.
Hvaða áhugamál áttu önnur?
Að slaka á, hlusta á tónlist, njóta lífsins með
fjölskyldu og vinum, veiða, leika tennis, fara
í fiallgöngur . . . o.s.frv.
Hefur þú haft tíma til að sinna þeim?
Alltof lítinn.
í hvaða skólum varstu?
Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar, Menntaskólanum á Akureyri og Ha-
skóla íslands.
Hvað starfar þú?
Sem kerfisfræðingur.
Hverjir eru eftirlætis tónlistarmenn þínir?
David Sanborn, Dire Straits, Eric Clapton,
Herbert Grönemeyer, Sting, Brian Ferry,
Donald Fagen, Steely Dan, David Bowie,
Talking Heads.
Á hvaða leikurum hefur þú mest dálæti?
Jack Nicholson, Flosa Ólafssyni, John Clee-
„Já, mér finnst mjög
gaman að matbúa - svo
framarlega sem ég þarf
ekki að iaga til í
eldhúsinu eftir mig!“