Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 6
Þyrnirós Eitt sinn var voldugur konungur og drottning hans. Er þau eignuðust dóttur urðu þau svo frá sér numin af gleði að þau efndu til veislu. Þau hugðust bjóða til fagnaðarins þrettán álfkonum sem voru í ríki hans á þeim tíma. En gulldiskar voru þá ekki til nema tólf. Slepptu þau þá að bjóða þrettándu álfkonunni. Alfkonurnar tólf komu til veislunnar. Allar færðu þær barninu gjafír. Þær hétu því fegurð, dyggð, auðæfum og öðru sem þær hugðu því best gagnast. Skyndilega dimmdi í lofti. Þrettánda álfkonan þusti í salinn. Hún var æf af reiði og æpti að konungshjónum: „Þegar dóttir ykkar verður fímmtán ára skal hún stinga sig á snældu og detta dauð niður.“ Að því sögðu hvarf hún á braut og stóðu neistar úr steingólfi þar sem hún steig. Svo vel vildi til að enn átti ein hinna tólf eftir að færa gjöf sína. Hún réð ekki yfír svo sterkum töfrum að hún gæti gert álög hinnar að engu en hún gat mildað þau. Hún mælti svo um að prinsessan skyldi falla í djúpan svefn er hún styngi sig á snældunni og á sömu stundu sofnaði öll hirðin. Enginn skyldi vakna fyrr en prins kæmi að og kyssti prins- essuna. Konungshjónin urðu felmtri slegin. Konungur skipaði svo fyrir að allar snældur og aðrir hlutar rokka í konungsríkinu yrðu brenndir. A fimmtánda afmælisdegi sínum var prinsessan að skoða sig um í höllinni og kom þá að hurð sem lá að þeim hluta sem hafði ekki verið notaður árum saman. Þær opnuðust er hún reyndi á þær. Þá gekk hún um salarkynni uns hún kom að litlu herbergi þar sem gömul kona sat og spann. Prinsessan varð mjög forvitin er hún sá rokkinn. Hún rétti fram hönd en stakk sig þá á snældunni. Hún sofnaði þegar djúpum svefni. Samstundis sofnuðu menn, konur, börn og dýr um allan kast- alann. Árin liðu. Geysihátt þyrnigerði óx kringum höllina. Hver kóngsson- urinn á fætur öðrum reyndi að komast í gegn um það en allir stungu þeir sig á þyrnum og fórust. Loks kom þar að hinn ágætasti prins og réðst til atlögu við þyrnigerðið. . . Hjálpaðu prinsinum að rata rétta leið til Þyrnirósar svo að hann geti vakið hana með kossi. Gættu þess að hann stingi sig ekki á þyrni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.