Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 18
POPPHÓLFIÐ.
UB40
Kæro Popphólf!
Mig longar til oð vito eitthvoð
um UB40. ég veit oð einn í
hljómsveitinni heitir fistro eins og
hundurinn minn.
Skrúno Svorfdælo
Svar:
Hljómsveitin UB40 var stofnuð
1978 af atvinnulausum Englending-
um. Nafnið er sótt til heitis á skrán-
ingareyðublaði atvinnulausra Breta.
Eftir nokkrar mannabreytingar var
UB40 orðin 8 manna reggihljóm-
sveit, skipuð f)órum hörundsljósum
unglingum og fjórum misdökkum.
Fyrsta smáskífa UB40, „King“/
„Food For Thought,“ var gefin út
af óháðu fjárvana útgáfufyrirtæki
1980, Graduate Records. Platan
varð fyrsta „óháða“ platan sem
komst inn á vinsældalistann „5
efstu“ í Bretlandi, lista sem að öllu
jöfnu er matreiddur af fáum risa-
plömútgáfum (nokkurs konar ein-
okunarfyrirtækjum sem binda
skemmtikrafta sína með samningum
langt fram í tímann og stýra mark-
aðnum í krafti stærðar sinnar. Svo-
kölluð „óháð“ plötufyrirtæki eru
andstæða plöturisanna. Óháðu fyrir-
tækin gera ýmist enga samninga við
skemmtikrafta sína eða þá aðeins
lauslega samninga til skamms tíma.
Þau hafa ekki roð við lokuðum
dreifikerfum plöturisanna en í stað-
inn halda skemmtikraftar óháðu fyr-
irtækjanna fullu sjálfstæði, listrænu
jafnt sem fjárhagslegu).
Graduate Records gaf út tvær
smáskífur til viðbótar með UB40 og
eina breiðskífu, „Signing Off‘.
18 Æskan
Plöturnar seldust svo vel að UB40
varð vinsælasta reggíhljómsveit
heims og hefur haldið þeim titli síð-
an.
f ársbyrjun 1981 stofnuðu liðs-
menn UB40 eigið óháð plötufyrir-
tæki, DEP Intemational. Síðan hafa
þeir sjálfir gefið út plötur sinar.
Þriðja breiðskífa UB40, „Presents
Arms in Dub“, var sérstæð fyrir þá
sök að hljóðritun annarrar breiðskíf-
unnar, „Presents Arms“, var notuð
í hljóðblöndunarleik að hætti jama-
ískra (dub).
Á sjöundu breiðskífunni, „La-
bour Of Love“, brugðu UB40 á
annan leik. í það skiptið fluttu þeir í
fyrsta sinn lög eftir aðra, s.s. Bob
Marley, Jimmy Cliff o.fl. Þar á
meðal var gamall ádeilusöngur á
rauðvínsdrykkju, „Red Red Wine“.
Það lag sat mánuðum saman í efstu
sætum vinsældalista um allan heim
á árunum 1983-84. Lagið opnaði
UB40 m.a. leið inn á bandaríska
markaðinn.
1985 léku UB40 líkan leik. Þá
fengu þeir söngkonu Pretenders,
Chrissie Hynde (þáverandi eigin-
konu Jims Kerrs, söngvara Simple
Minds), til að syngja með sér tvítugt
bandarískt dægurlag, „I Got You
Babe“. Árangurinn varð enn betri
en í „Red Red Wine“ tilfellinu.
Þó að endurflutningur á gömlum
draugum sé auðveld leið til vinsælda
þá h'ta liðsmenn UB40 á umrædd
tvö dæmi sem sprell. í fyrra tilfell-
inu langaði þá til að kynna aðdáend-
um sínum þau reggílög sem UB40
töldu allra laga best. í seinna dæm-
inu langaði þá til að fá staðfest að
endurflutningur á gömlu dægurlagi
væri allt sem þyrfti til að ná efsta
sæti breska vinsældalistans og til að
komast inn á bandaríska vinsælda-
hstann. Að auki töldu þeir UB40-
menn að tími væri kominn til að
víkka út reggímúsík sína með kven-
mannsrödd. En þeir þurftu trúverð-
uga ástæðu til að bjóða skyndilega
upp á söngkonu. Lausnina fundu
þeir í þessu gamla dægurlagi sem
áður var sunginn af karh og konu,
Sonny & Cher.
Á öðrum plötum sínum heldur
UB40 oktettinn sig við frumsamda
reggísöngva. Liðsmenn UB40 eru:
Söngvarinn Ali Campbell (fæddur
15. febrúar 1959), gítarleikarinn
Robin Campbell (24. des. 1954),
saxófónblásarinn Brian Travers (7.
febrúar 1959), bassaleikarinn Earl
Falconer (23. janúar 1959), trym-
billinn Jim Brown (8. maí 1956),
trompetblásarinn Astro (24. júní
1957), hljómborðsleikarinn Michael
Virtue (19. janúar 1957) og bongó-
trommarinn Norman Hassan (26.
janúar 1957).
Póstáritun UB40 er:
UB40, P.O.Box 117,
Birmingham B5 5RD, England.
Þungarokk
Kæra Popphólf!
Mig langar til að biðja um
veggmynd af Cuns n' Roses og
Metallica. Af hverju er svona lítið
fjallað um þungarokk í Æskunni?
Sigurður Már Halldórsson
þungarokkari.
Metallica
Svar:
Það gildir almenn regla um val a
veggmyndum: Því fleiri sem bið)a
um veggmynd af einhverjum u
teknum aðilum þeim mun meiri uk
ur eru á því að orðið verði við þeirn
bón.
Þungarokk hefur fengið töluvert
rými í poppþættinum. Popphólfi
hefur jafnan sinnt spumingum uffl
þungarokk. Svo verður áfram.
Hér koma nokkrir punktar ur
sögu þungarokksins:
1. Hljómsveitin Kinks frá Bre1
landi fer að nota síendurtekna gl1
ar„frasa“ sem ráðandi undirleik 1
takt-blús (rythm n’blues) lögumsin
um 1964-65. Fyrsta lagið ^ seffl
byggði á þessum gítar„frasa
„You really got me“. Það lag er c ^
eiginlegt þungarokkslag heldur vis
að því sem síðar varð þungarok
Hendrix.
2. Bandaríski blökkusöngva^
; gítarleikarinn Jimi Hendnx
• þungarokkinu í fullfrage ^
angarokksform 1966-67- 1
átar við hina einkennandisien ^j.
knugítarfrasa“lagðijinu“an/yf.
ma ofurrafmagnaðan (D)ae 0g
keyrðan) gítarhljómblæ ( °ss .
yllingslegan vælandi gltíircl „t.
tyrðan áfram af drynjan ^
sína út frá blúsforminu.
3. Bresku Bítlarnir ákvöðai að
villtasta lag allra tíma 1 "pjelt-
kom á markað 1968 og heiur’’■£).
er Skelter“. Það er ekki aðeffl