Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 40

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 40
IM dð vera mús eftir Signýju Sigtryggsdóttur. „Mamma, ég er svangur. Viltu gefa mér eitthvað að borða?“ heyrðist sagt vesældarlega utan úr horni. Það var hann Gutti litli sem hafði spurt. Gutti var lítill músadrengur, einn af sex systkinum. Þau áttu heima í músarholu í fjósi nokkru uppi í sveit. „Elsku Gutti minn! Þú veist að pabbi þinn fór í morgun að ná í eitt- hvert góðgæti handa okkur öllum.“ Það var músamamma sem reyndi að róa litla barnið sitt. Það skildi ekki hvers vegna ekki væri alltaf eitthvað til að borða. Reyndar var músamamma orðin afar áhyggjufull því að músa- pabbi hafði farið út snemma um morg- uninn og var ekki kominn enn. Ef hræðilega stóri og ljóti kötturinn, sem alltaf var að snuðra fyrir utan holuna, hefði náð honum þyrfti ekki að spyrja hvað hefði gerst. Æ,æ, skelfing var erfitt að vera bara lítil mús. En skyndilega heyrðist umgangur frammi í músagöngunum. Músa- mamma hljóp fram til að athuga hvað væri á seyði. Henni brá heldur en ekki í brún. Þar stóð músapabbi allur blóð- ugur og gat varla staðið á fótum. 40 Æskan :í 1 S I il j; u s if «< ■y 1‘ il £ }l fj i; í i) 7 7 i; •( ij y Ö '*I ‘7 1 i i 1 •1 I í I I „Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir þig?“ hrópaði músamamma og fórnaði höndum. „Þú verður að hjálpa mér inn,“ stundi músapabbi. „Þessi árans köttur var nærri búinn að éta mig.“ Músamamma hjálpaði honum inn og þvoði sárin og hlúði að honum meðan hann sagði henni frá því sem gerst hafði. „Þegar ég kom út úr holunni sá ég hvar kisa kom spígsporandi eftir fjós- ganginum. Eg flýtti mér aftur inn í hol- una og beið meðan hún fór fram hjá. Þegar ég hafði beðið langa stund fór ég aftur út, læddist meðfram veggnum og komst þangað sem bóndinn geymir fóðurkögglana. Þar át ég mig saddan og fór svo að taka til það sem ég ætlaði að færa ykk- ur. Þetta gekk allt vel og ég var kominn með fenginn langleiðina að holunni okkar þegar árans kötturinn kom aftur. Eg tók á stökk en kisa var fljótari en ég og náði að krækja einni klónni í bakið á mér. Æ,æ, það var svo sárt. Ég barðist um eins og brjálaður og tókst að losa mig. Svo hljóp ég eins hratt og ég komst en kisa náði aftur að reka klóna í mig og hélt mér föstum. Ég varð óskaplega hræddur, öskraði og grenjaði um leið og ég bað kisu að i ii í ri (} •r i- i v* t- í 2 5 sleppa mér því að ég ætti svo mörg lítil börn. En kisa lét sem hún heyrði ekki í mér og potaði bara fleiri klóm í mig. Ég var alveg að gefast upp en þá heyrð- ist ægilegur hávaði. Hundurinn á bæn- um kom þjótandi, geltandi og urrandi. Kisa varð svo hrædd að hún sleppti mér og flýði sem fætur toguðu út úr fjósinu. Hundurinn þefaði af mér en hljóp svo burt á eftir kisu. Ég staulaðist að holunni og tókst að komast hingað inn en ég komst ekki með neinn mat handa ykkur.“ Músamamma þurrkaði tár sem höfðu laumast niður vanga hennar. „Við skulum ekki hugsa um matinn núna. Það er fyrir öllu að þú slappst lif- andi frá kattarófétinu.“ „Mamma!" heyrðist kallað úr næsta herbergi. „Er pabbi kominn með mat- inn handa okkur?“ Músamamma reis á fætur og fór mn til barnanna. „Já, börnin góð, hann pabbi ykkar er kominn en hann er ekki með nemn mat því að kisa var næstum búinn að klófesta hann. Honum tókst með naumindum að losa sig og komast hingað heim.“ „O, þessi ógeðslegi köttur er alltaf að stríða okkur. Nú fer ég bara upp holunni og bít hana svo að hún fan 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.