Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 43
um stað en helsta breytingin er á hugarfar-
inu. Hér hugsa menn bara um knattspymu
- lífið snýst um knattspyrnu; hún er það
sem menn lifa á. Menn verða að hugsa vel
um sjálfa sig því að líkaminn er atvinnutæki
þeirra.
Hvemig tóku leikmenn Nottingham For-
est þér?
Þeir tóku mér mjög vel. Þetta em mjög vin-
gjarnlegir og hressir náungar. Klúbburinn
er líka mjög vinalegur, í raun fjölskyldu-
klúbbur. Allir em félagar, allt frá þvotta-
konunni til forseta félagsins.
Hver er eftirlætisknattspyrnumaður þinn?
Pétur Pémrsson hefur alltaf verið í miklu
dálæti hjá mér. Hann er mjög skemmtileg-
ur leikmaður. Á yngri árum dáðist ég mikið
að Kevin Keegan.
Á móti hverjum hefur þér þótt erfiðast að
leika?
Þeir em margir en hvað erfiðast hefur mér
fundist að leika gegn Ormari bróður mín-
um. Þess vegna varð ég mjög feginn þegar
hann byrjaði að spila aftur með okkur KA-
mönnum.
Hvaða áhugamál áttu önnur en knatt-
spymu?
Eg er mikill áhugamaður um góðar kvik-
myndir, tónlist og auðvitað aðrar íþrótta-
greinar én knattspyrnu, til að mynda tennis
og skíðaiðkun.
Hverjir em eftirlætistónlistarmenn þínir?
Af erlendum tónhstarmönnum em það
hljómsveitirnar Smitth, U2, Simple Minds
og Dire Straits. Af þeim íslensku er Egill
Ólafsson söngvari í miklu dálæti hjá mér.
En leikarar?
Þórhallur Sigurðsson, Harrison Ford, Eddy
Murphy og Mickey Rourk.
Hefur þú lært á hljóðfæri?
Já, ég lærði á kornett í fimm eða sex ár.
Tókstu þátt í einhverju félagsstarfi á ungl-
•ngsárum?
Já, í KA og Skíðaráði Akureyrar. Þar var
frábært félagsstarf og sá tími er ógleyman-
legur.
Geturðu sagt okkur frá skemmtilegu atviki
er gerðist á bams- eða ungUngsárum þín-
um?
Ég er mjög tapsár. Ég veit varla annað verra
en að tapa. Eitt sinn á yngri ámm mínum
vorum við systkinin og foreldrar mínir að
leika knattspyrnu. Það gekk ekki betur en
svo að ég tapaði. Ég var ekkert yfir mig
ánægður svo að ég ákvað að fara að heiman.
Eg tók mig til og labbaði út á klappir sem
eru rétt hjá heimili mínu, lagðist þar fyrir
°g ákvað vera þar og fara aldrei heim aftur.
hegar fór að dimma og kólna og verða frem-
Ur draugalegt gafst hetjan mikla upp og
hljóp heim tíl pabba og mömmu með skott-
á milli fótanna. Ég lofaði að fara aldrei að
heiman aftur en ég held að ekki hafi liðið
nema vika þangað til sá tapsári ákvað að
fara að heiman og koma aldrei aftur. . .
Hver er eftirlætisréttur þinn?
Ejötbollur með brúnni sósu, kartöflu-
stöppu og rabbarbarasultu - matreitt af 1
móður minni. |
Á hvaða dýrum hefur þú mest dálæti? 1
Hundum. i
Áttu eftirlætismálshátt?
Enginn verður óbarinn biskup. i
Lestu mikið? Hvernig bókmenntir helst? i
I meðallagi. Einkum spennusögur - og |
ljóðabækur nú seinni árin. |
Hver er eftirlætishöfundur þinn? En bók? i
Sverrir Páll Erlendsson - og ljóðabók hans |
Ég og heima. I
Hverjir finnst þér helstu kostir fólks?
Heiðarlegt og vinalegt fólk er það sem mér |
líkar best við. i
Hvað í fari fólks fer mest í taugamar á |
þér? i
Tvöfeldni. Fólki, sem hana iðkar, er aldrei i
að treysta. |
Hvers þurfa þeir sem vilja ná góðum ár- |
angri í íþróttum helst að gæta? %
Til að ná árangri þarf alltaf að leggja sig fram |
- stunda æfingar samviskusamlega og i
reyna að æfa meira en aðrir, samt skipu-
lega, og fara vel með sjálfan sig. Þó að allt
gangi ekki strax að óskum þýðir ekkert að
gefast upp; maður verður að halda áfram.
Þá er gott að hafa eitthvert takmark til að
stefna að.
Þrátt fyrir allt er mikilvægast að hafa
gaman af íþróttinni.
Ekki má heldur gleyma því að stutt er á
milli hláturs og gráts í íþróttum og oft verða
vonbrigði mikil. Þá reynir á mann að bíta á
jaxlinn, anda með nefinu og halda
áfram. . .!
Með kærri kveðju,
Æskan 43
„. . . en ég held að ekki hafi liðið nema vika þangað til sá tapsári ákvað að fara að
heiman og koma aldrei aftur. . .“
>t>í