Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 13

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 13
PRA YMSUM HLIÐUM er lífsstíll margra þekktra Islendinga. 1 blaði BincLindisJélags öku- rnanna voru nýlega birt svör nokkurra þekktra íslendinga við sPurningunum: A Hver er afstaða þín til ájengis °9 hvað ræður henni? 2- Hvað Jinnst þér brýnast að 9era í ájengisvörnum? Meðal þeirra sem svara er ungt Jólk sem margir lesenda haja ejlaust heyrt getið. Það á vel við að birta svör þeirra í þessu og næsta tölublaði Æsk- unnar. í v V Árni Sigfússon, ramkvæmdastjóri tjórnunarfélagsins og b°rgarfulltrúi: Ég hef komið því svo fyrir að trVggt er að ég verð ekki í hópi Peirra fjölmörgu íslendinga sem eyðileggja mismunandi mörg ár af lífi sínu, eða fjölga PPstökum sínum, vegna misnotk- Unar á áfengi. Lausnin var fólgin . máltækinu og stjórnunartækn- *Un*: »í upphafi skyldi endirinn skoða.“ Til þess var ageins ejn trygg ei0: Ég nota ekki áfengi. Ég hef löngun til að vakna alla morgna eins allsgáður og upplag mitt gefur tilefni til - sofna alls- gáður - og nýt hverrar mínútu í svefni sem vöku. 2. Menn verða að fá að velja sér lífsstíl sjálfir. Sá sem hafnar áfengi á að gera það vegna þess að hann velur það. Fræðsla og upp- lýsingar um áfengisvandann og þá staðreynd að maður nýtur lífs- ins best allsgáður eru bestu áfengisvarnirnar. Menn þurfa að öðlast skilning á því hvernig þeir áorka mun meiru en t.d. sá sem kíkir í glas um hverja helgi, reyn- ast betri uppalendur barna sinna, betri fjölskyldumenn, traustari vinir og sannari sjálfum sér. Þá munu menn einfaldlega hafna þessum vökva. í Þorgrímur Þráinsson, ritstjóri íþróttablaðsins og knattspyrnumaður: 1. Afstaða mín til áfengis er ákaflega skýr því að staðreyndirn- ar tala sínu máli. Áfengi leiðir aldrei neitt gott af sér enda eitt mesta böl mannkynsins. Áfengis- neysla er ekkert annað en flótti frá raunveruleikanum og þeir sem ánetjast áfengi festast í blekkingarvef. Það sem ræður þessari afstöðu minni eru þær staðreyndir sem blasa víða við og nægir þar að nefna bílslys, hjóna- skilnaði, misþyrmingar og ólæti sem rekja má beint til áfengis- neyslu. 2. Það verður að sýna almenn- ingi svart á hvítu hvað áfengis- neysla hefur í för með sér og draga hvergi undan. Viðtöl við þá sem áfengið hefur leikið illa eru öðrum víti til varnaðar. Myndir af bílhræjum sem er oftast afleið- ing ölvunaraksturs ættu að fá menn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir aka að dyrum dauð- ans. Þórdís L. Gísladóttir, íþróttafræðingur, kennari við Iþróttakennaraskóla Islands og íslandsmethafi í hástökki kvenna: 1. Áfengi er vímuefni og vitum við flest hvaða áhrif það hefur á neytandann. Að vilja draga úr hæfni sinni og slæva alla líkams- starfsemi með áfengisdrykkju er einkennilegt takmark eða áhuga- mál. Áfengi er eina vímuefnið sem er leyfilegt að nota og hefur því aðra ímynd en önnur vímu- efni sem eru litin hornauga í þjóðfélaginu. Líklega væri það öllum fyrir bestu að viðhorf til áfengis væri það sama og til ólög- legra vímuefna. Þetta viðhorf mitt mótast í fyrsta lagi af þeim afleiðingum sem áfengi getur haft í för með sér. Neytandinn getur orðið háð- ur áfenginu eins og öðrum vímu- efnum. En afleiðingar áfengis- neyslu eru miklu fleiri og hafa því miður áhrif á aðra en bara neytandann. Kostnaður samfé- lagsins vegna áfengisneyslu er mikil. Mikinn hluta afbrota, dauðsfalla og slysa má tengja áfengisneyslu og því miður verða oft saklausir einstaklingar fórnar- lömb þeirra sem eru undir áhrif- um áfengis. Þátttaka mín í íþróttum hefur haft mikil áhrif á þá afstöðu sem ég hef til áfengis. í íþróttum er lögð áhersla á að auka hæfni ein- staklingsins og byggja upp líkam- ann en áfengið hefur einmitt þveröfug áhrif. Ég hef ekki hitt neinn enn þá sem áfengið hefur á einhvern hátt bætt. 2. Stefna að „þjóð án áfengis- vandamála árið 2000“ um leið og við berjumst fyrir reyklausu landi. Stefna á að því að áfengisneysla fái sömu ímynd í hugum fólks og tóbaksreykingar hafa nú. Það er ekki lengur talið flott, fínt eða sjálfsagt að reykja og viðhorf til tóbaks er allt annað en það var. Hið sama þarf að verða með áfengið. Fræðsla er mikilvæg svo að all- ir fái að vita um hætturnar sem fylgja áfengisneyslu. Einnig ætti að auka fræðslu um afleiðingar áfengisneyslu t.d. í umferðinni, fjölskyldulífmu, í vinnu, í íþrótt- um, og um áhrif áfengisneyslu móður á meðgöngutíma. Hafa ber viðurlög við því að brjóta á einhvern hátt af sér undir áhrifum áfengis mjög hörð og gera þannig alla þá sem neyta áfengis ábyrga gerða sinna. Æskan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.