Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 28

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 28
Jónas Hallgrímsson - náttúrufraeðingur VISIIDA ÞÁTTUR Umsjón: Þór Jakobsson Jónas Hallgrímsson er eitt mesta og ástsælasta skáld íslendinga. Hann var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Ljóð hans eru mikið sungin, enda eru þau flest auðskilin og auðlesin. Getið þið nefnt nokkur kvæði eftir Jónas? Jónas var fjölhæfur maður. Haim tók mikinn þátt í umræðum um þjóðmál, en á hans dögum var Island dönsk ný- lenda og þjóðfrelsisbarátta að eflast. Þar munaði um framlag Jónasar, rit- gerðir og máttug kvæði þar sem hann stappaði stálinu í ófrjálsa landa sína. En Jónas var einnig náttúrufræðing- ur. Það hefur alltaf verið í minnum haft þótt hann sé frægur af kvæðum sínum. Svo er mál með vexti að Jónas dó af slysförum í blóma lífsins. Margt hafði hann skrifað þá þegar um nátt- úrufræði en ýmis stórvirki voru í smíð- um hjá honum og hefðu ef til vill gert hann jafnfrægan á sviði náttúruvísinda sem lista. Það er mjög sjaldgæft að menn hafí gáfur og þrek til að skara fram úr á svo ólíkum sviðum. Nýlega komu út ritverk Jónasar Hallgrímssonar í fjórum bindum. (Ut- gefandi: Svart á hvítu, Reykjavík, 1989). Þar á meðal er það sem hann skrifaði um stjörnur, dýr, grös, jörðina og margt fleira í náttúrunnar ríki, frumsamið á íslensku eða dönsku og þýtt á íslensku. Sumt eru fræðigreinar um nýjar athuganir og ályktanir, sumt fræðslugreinar handa almenningi. Þar eru þættir úr jarðsögu íslands, dýra- fræði og stjörnufræði. Þar er nákvæm lýsing á eldgosum, dýrum og mörgu fleira. I formála um náttúruvísindin segir Jónas Hallgrímsson: „Náttúrufræðin er allra vísinda in- dælust og nytsemi hennar harla mikil og margfaldleg. Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er að kalla má allt saman komið undir náttúrunni og réttri þekkingu á þeim hlumm er hún framleiðir. Alls konar afli og ádrættir á sjó og landi og 28 Æskan | allar vorar handiðnir og kaupverslun | manna á meðal þurfa slíkrar þekkingar | við, eigi það ekki allt saman að mistak- | ast. Náttúruvísindin forða oss fyrir | margföldu tjóni, veita oss ærinn ávinn- | ing og auka þannig farsæld manna og | velvegnun. Þar á ofan eru þau öflug | stoð trúar og siðgæða. Hyggileg skoðun | náttúrunnar veitir oss hina fegurstu | gleði og anda vorum sæluríka nautn, | því þar er oss veitt að skoða drottins | handaverk er öll saman bera vitni um | gæsku hans og almætti. - Vér sjáum | þar hvurt dásemdarverkið öðru meira, | lífið sýnir sig hvarvetna í ótölulega | margbreyttum myndum og allri þessari | margbreytni hlutanna er þó harla vís- | dómslega niður raðað eftir föstum og | órjúfandi lögum er allur heimur verður 1 að hlýða.“ | Til gamans birtum við lítið ljóð efur | Jónas. Það orti hann á barnsaldri. E | laust kunna mörg ykkar það. 5áuð þið hana systur mína? Sáuð þið hana systur mína | sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull; nú er ég búinn að brjóta og týoa- | Einatt hefur hún sagt mér sögu> | svo er hún ekki heldur nísk: I hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. 1 Hún er glöð á góðum degi | - glóbjart liðast hár um kinn - | og hleypur þegar hreppstjórinn | finnur hana á förnum vegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.