Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 22
Eldri og yngri deild Kæri Æskupóstur! Ég er ellefu ára og á heima skammt frá Selfossi í hreppi sem heitir Hraungerðishreppur. Ég ætla að segja frá félagslífmu hér. Skólinn heitir Þingborg og byrj- ar oftast síðla hausts. Margar náms- greinar eru kenndar. I skólanum eru aðeins tveir bekkir: Eldri deild (4., 5. og 6. bekkur) og yngri deild (1., 2. og 3. bekkur). Um félagslífið er það að segja að á hverjum vetri er farið í fjöruferð, bíó- og leikhúsferð en á sumrin er farið í skólaferðalag. Tvö undanfarin ár hef- ur h'ka verið dansskóli. Einstaka sinnum eru mjög góð diskótek. Harpa Magnúsdóttir, Oddgeirshólum 4. Ýmis eftirlæti Kæra Æska! Getur þú birt veggmyndir af hljómsveitunum Europe og Guns ’n Roses. Ég hef afar mikið dálæti á hljómsveitinni Europe og hef haft það síðan ég var átta ára (nú er ég ell- efu). Ég hef líka gaman af að hlusta á Guns ’n Roses. Ég er á móti að íslenska nöfn tón- listarmanna og leikara og finnst alveg fáránlegt að segja Evrópa eða Byssur og rósir. Mér finnst að það ætti að halda áfram með spurningaleikinn sem 6.- bekkingar keppa í. Hvert er heimilisfang Joey Temp- est - ekki aðdáendaklúbbs hans heldur heima hjá honum. Hvert er heimilisfang aðdáendaklúbbs Guns ’n Roses? Draumaprinsarnir mínir eru tveir. Annar er skolhærður með blá augu og jafnstór og ég. Hinn er stærri en ég, dökkhærður og bláeygur. Þeir eru báðir með mér í bekk. Alf. Svar: Beiðnir um veggmyndir eru teknar til athugunar. Þegar sagt er frá erlendum tónlist- armönnum og leikurum og nöfn þeirra endurtekin munu notuð íslensk heiti ef þau samsvara þeim erlendu. Fyrir því eru ýmis rök og hafa oft ver- ið fœrð fram í blaðinu, einkum í poppþœtti. Nokkrir lesendur hafa beðið um að nöfn hljómsveita séu ís- lenskuð. Það gerum við annað veifið en getum þá jafnframt erlends heitis. Fyrir allmörgum árum kom fram á sjónarsviðið hljómsveit sem á ensku nefndist The Beatles. Fljótlega var farið að tala um Bítlana. Það orð fell- ur vel að íslensku beygingakeifi og er jafnan notað. Ég man ekki hvort ein- hverjir höfðu uppi mótmœli þegar það heiti var tekið upp - en hygg að öll- um finnist fara vel á því nú. . . Spurningaleikurinn verður í blað- inu í vetur og liefst í nœsta tölublaði. Heimilisföngum vinsœls fólks er haldið leyndum. Heimilisfang aðdá- endaklúbbs hljómsveitarinnar er: Guns ’n Roses Fanclub, 9130 Sunset Boulevard, L.A. CA 90069. Frá dýravini Sæl, kæra Æska! Ég er mikill dýravinur og líka skordýra (sumra). Mér finnst ógeðs- legt þegar ég sé fólk kremja mýs og drepa þær. Það er oft sagt að það komi of mörg dýr í landið og menn séu meira virði en dýr. En mér finnst stundum að dýr séu meira virði en menn. Ég þoli ekki fólk sem veiðir mýs, kremur flugur og pöddur og drepur dýr að gamni sínu. Ég á tvo hunda og einn kött og þykir afar vænt um þá. Ég get ekki horft á þegar fólk er að kæfa dýr og kvelja þau. Hvernig getur það fengið þetta af sér? Ég. Lítið Ijóð Kæra Æska! Ég sendi þér þetta ljóð: Ég sat á kletti og horfði út á sjóinn. Þar sá ég marga báta. Þeir sigldu inn fjörðinn hver á eftir öðrum. Ég stóð upp og gekk heim á leið en ég sá þá aldrei meir. Elva Dögg. Veggmyndir og ringlaðir steinar. .. Kæra Æska! Ég hef verið áskrifandi nokkuð lengi og vona að þetta verði tekið til greina: Mig langar ákaflega til að fá veggmynd af Michael Jackson og Ma- donnu. Hér er ein skrýda: Einu sinni voru tveir steinar að velta sér niður fjall. Þá sagði annar þeirra: „Ég er orðinn dáh'tið ringlað- ur. . Sigríður frá Akranesi. Svar: Veggmynd af Mikjáli var í 2. tb ■ 1989. Það var í annað sinn sem myn af þessum þekkta tónlistarttianni fylgdi Æskunni. Veggmynd af ðla donnu fylgdi 7. tbl. 1986. Vera kann að hún birtist aftur á veggmynd a nœsta ári ef hún heldur vinsœldum■ Eiginhandaráritanir Ágæti Æskupóstur! Hvenær fæ ég límmiðana sem áttu að koma með síðasta tölublaði? Mig langar til að fá heimilisfan® aðdáendaklúbbs UB40 og upp}ýsin®' ar um hljómsveitarmennina. Eg v að einn þeirra heitir Astró eins 0 hundurinn minn. 22 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.