Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 41

Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 41
burtu.“ Það var Snerill litli sem talaði svo djarfmanniega. „Það máttu alls ekki gera því að þá gleypir kattarskömmin þig í einum bita og þá höfum við engan Sneril,“ sagði músamamma dálítið byrst. „Af hverju eru kisur svona vondar við litlar mýs? Við höfum ekkert gert þeim.“ Nú runnu stór tár niður kinnar Sner- ils. „Mamma, hvað eigum við að gera?“ spurði Gutti og mændi hryggum aug- um á mömmu sína. Músamamma stundi. „Þetta bjargast áreiðanlega, börnin mín. En nú verðið þið öll að vera góð því að pabbi ykkar er svo mikið meidd- ur.“ Síðan gekk músamamma fram og tautaði fyrir munni sér: „Börnin verða að fá eitthvað að borða. Ó, hvað ég vildi að Fúsi frændi væri kominn til okkar núna. Hann kann alltaf ráð við öllu.“ Músamamma gekk fram og aftur um eldhúsið. Það var víst ekki um annað að ræða en reyna að fara sjálf. Hún fór inn til músapabba og sagði: „Eg ætla að líta út og sjá hvort kisi er ekki farinn í burtu.“ „Æ,“ stundi músapabbi. „Farðu varlega. Þetta er svo hættulegt.“ „Hafðu engar áhyggjur,“ sagði músamamma og reyndi að vera glaðleg. Hún gekk fram göngin og hjartað barð- ist ótt í brjósti hennar. Bara að fjárans kötturinn væri hvergi nálægt. Músamamma var komin að holuop- inu og gægðist ofur varlega út. Stein- hljóð var í húsinu og því áræddi hún að laumast út fyrir. Því næst læddist hún ofur hljóðlega og ekki leið á löngu uns hún kom að þeim stað þar sem músa- pabbi hafði orðið að skilja matfeng sinn eftir. Músamamma skimaði vandlega í allar áttir en sá ekkert. Þá hófst hún handa við að koma matnum að músar- holunni. Hún stritaði og stritaði og svitinn lak niður músarfeldinn. Þegar hún átti einungis eftir smáspöl að hol- unni heyrði hún allt í einu þrusk fyrir aftan sig. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds og hún gat hvorki hreyft legg né Hð. Hún klemmdi aftur augun og beið þess er verða vildi. Henni fannst líða eilífðartími uns hún fann eitthvað strjúkast við skottið á sér. Þá opnaði hún augun ofurhægt. Hún trúði varla sínum eigin augum, lokaði þeim aftur og opnaði á ný. Síðan fór hún að gráta, sleppti feng sínum og kastaði sér í fangið á Fúsa frænda. Veslings Fúsi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og dillaði skottinu vand- ræðalega. „Hvaða óskapa læti eru þetta í þér? Ertu eitthvað veik?“ spurði hann. „Nei, nei,“ snökti músamamma og þurrkaði tárin. Ég hélt bara að þetta væri ólukkans kötturinn. Hann var nefnilega nærri búinn að éta músa- pabba í morgun.“ i Meðan þau hjálpuðust að við að | koma matnum í músarholuna sagði 3 músamamma honum frá hinni háska- j legu ferð músapabba. í Fúsa setti hljóðan við þessi ógnvæn- [ legu tíðindi. í „Ja, sei, sei, eitthvað verður að gera í í þessu máli,“ tautaði hann. ; Síðan gekk hann inn til músapabba [ en músamamma kallaði á börnin sín J sex og gaf þeim að eta. : „Sko þig, mamma,“ kallaði Gutti. j „Ég vissi alveg að þú gætir náð í mat | handa okkur. Beistu kisu kannski svo ; að hún léti þig í friði?“ „Svona, enga vitleysu! Nú skuluð [ þið fara að borða og síðan fara allir að j hátta.“ ; En inni hjá músapabba og Fúsa ! frænda var ekki gert að gamni sínu. Þeir ræddu alvarlega um hvernig bjarga í mætti saklausum músum frá því að j vera émar. ! „Kannski er best að þið flytjið burt, j þið gætuð verið hjá mér um tíma,“ j sagði Fúsi. Fúsi frændi átti heima í holu í • hænsnakofanum og þar var engin hætta [ á að kisa léti sjá sig. i „Já, en við erum svo mörg. Við f kæmumst ekki einu sinni fyrir,“ sagði E músapabbi. i „Jamm, svo er nú það,“ tautaði Fúsi I og gekk um gólf. „Nú veit ég ráð og < hlustaðu nú vel,“ sagði hann. „Eitt j sinn átti músadama heima í hænsnakof- j anum, skammt frá mér. Hún fór burt Ífyrir nokkrum vikum og það hefur ekkert til hennar spurst síðan. Því mið- F ur er ég hræddur um að hún hafi farið J of langt út fyrir kofann og kattarófétið í náð henni. En síðan stendur holan j hennar auð. Hún er að vísu fremur lítil - en við getum hjálpast að við að stækka j hana.“ Músamamma kom nú inn og skildi i undir eins hvað þeir voru að tala um. j „Sennilega eigum við ekki annars úr- ; kosti,“ sagði hún. „En hvernig eigum \ við koma öllum börnunum þangað þeg- j ar þessi köttur er alltaf á ferðinni?“ „Fyrst verður músapabbi að ná sér j til fulls,“ sagði Fúsi, „og þá getum við j flutt hvert barnið af öðru. Þetta fer allt i vel. Við skulum bara vera bjartsýn.“ i Framhald. V Æskan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.