Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 12

Æskan - 01.05.1991, Page 12
Kæra Æska! Undanfarið hefur verið dýra- þáttur í Æskunni. En ekki hef- ur enn verið fjallað um naggrísi. Viljið þið bæta úr því? Ég á tvo naggrísi, Gullu (8 mánaða) og Strút (5 mánaða). Fyrir skömmu eignuðust þau fyrstu ungana sína. (Maður getur fengið naggrísi í gælu- dýrabúðum) Naggrísir þurfa fremur stór búr. Þegar búið er að kaupa naggrís og setja hann í búr fer hann í hús eða annað skjól og er þar þangað til hann róast. Það getur tekið frá tveimur klukkustundum til tveggja daga. Á meðan má sem minnst trufla hann. Naggrísir geta verið mjög gæf- ir og mannelskir. Ef dýrið er eitt getur það orðið mjög góður vinur eigandans. En þá verður eigandinn að vera duglegur við að taka naggrísinn úr búrinu. Óhætt er að láta naggrísi ganga lausa í húsinu bæði vegna þess að þeir naga ekki parket eða húsgögn og þvagið er lyktarlaust. Hins vegar geta þeir fengið raflost ef þeir naga rafmagnssnúru. Tala saman Eini ókosturinn við naggrísi er einnig kostur: Þeir „tala sam- an“! Þeir reka upp mismun- andi hljóð eftir því hvernig þeim líður eða hvað er að ger- ast í kringum þá. Kerlingin er frjó á 14-18 daga fresti. Meðgöngutíminn er nokkru lengri en hjá öðrum nagdýrum, sem næst 66-70 dagar. Ungarnir fæðast líka al- sjándi og með feld og geta farið að eta stuttu eftir fæðingu. í hverju goti fæðast 2-5 ungar. Kerlingarnar verða kynþroska 1 2 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.