Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1991, Qupperneq 13

Æskan - 01.05.1991, Qupperneq 13
Fró lesendum Gunnar Torfi Jóhannnsson meb Stúf og ungana - naggrísi þeirra Sonju. 5-6 vikna en karlarnir 9-10 vikna. Naggrísir eru ættaðir frá Suð- ur-Ameríku (Perú). Þeir eru ekki í ætt við svín heldur þykja þeir vera líkir grísum. Þannig fengu þeir nafn sitt. Á dönsku heita þeir marsvin en mar þýðir haf. (Svínið sem kom yfir hafið ...) Á ensku eru þeir nefndir guinea pigs af því að þeir kostuðu eina gíneu. Með kærri kveðju, Seut-ýd ^.icáten, S(MVltÁ<MVtU*K 13, ‘fé.etfájcwí/í. Saga naggríssins Inkarnir, fornþjóð í Perú, ræktuðu naggrísi. Þegar Spánverjar lögðu þennan landshluta undir sig fluttu þeir allstóran hóp dýranna til Spánar. Hollendingar fluttu þá síðan til Mið- Evrópu og heimalands síns en þaðan dreifðust þeir fljótt um alla álfuna. Mörg afbrigði hafa komið fram við ræktun. Nefna má Rossett-marsvin, en það má þýða „sveipóttur naggrís". Hár feldsins ganga í sveipum um skrokkinn. Angóra-naggrísir eru kafloðnir. Hárin geta náð 20-30 sm lengd - svipað og dýrið er sjálft! Litir eru mjög fjölbreyttir, brúnn, hvítur, svartur, rauðbrúnn. Algengast er að dýrið sé þrílitt, brúnt, hvítt og svart. Vid þökkum kærlega fyrir bréfið og upplýsingarnar. í þættinum Heimilisdýr (Æskan, 5.-6. tbl. 1973 - um- sjón Páll H.Einarsson) var sagt frá naggrísnum. Við styðjumst við þá frásögn í því sem hér fer á eftir. Naggrísinn (cavia porcellus) á marga náfrændur í Perú, t.d. dýrið cavia cutleri (villinaggrís) en það er þó nokkru stærra. Naggrísinn vegur 600-800 grömm og er 24-30 sentímetrar að lengd. Þó að hann sé fremur ólögulega vaxinn getur hann náð furðu miklum hraða ef því er að skipta. Meðlerð Naggrísinn er friðsamt dýr og sjaldan gjarnt á að bíta. Við góða meðferð getur það orðið hænt að eiganda sfn- um. Á botni búrsins á að vera sag og ílát undir vatn. Um vatnið á að skipta daglega en sagið vikulega. Aðalfóður á að vera grænmeti en það er nauðsynlegt öllum nagdýrum. Einnig ýmiss konar korn og kornmeti. Naggrísinn þolir illa raka og drag- súg eins og önnur heimilisdýr. Verð- ur að koma búrinu fyrir með tilliti til þess. Málfríður Guðmundsdóttir hefur sent okkur nokkrar vís- ur, lítil ljóð, eftir ömmubarn sitt, Sólrúnu Ósk Lárusdótt- ur. Hún er átta ára og hefur dvalist í nokkra mánuði í Kanada með foreldrum sín- um sem eru þar við nám. Tileinkað ömmu Ástin og vináttan skipta öllu máli, útlitið engu í samanburði við það. Alla daga, allar nætur, alla ævi við skulum fylgjast að. Hún Málfríður er undurfögur stúlka, já, falleg, það er hún og fín. Og hver hún er er ei erfitt að túlka því hún er hún amma mín! Um ásfina Ef hér í heimi myndi ríkja ást, ekkert barn myndi lengur þurfa að þjást. í augum barna aðeins sæist gleði, já, ef ást í heimi ríkjum réði. Ástina er ekki hægt að sjá, ástina er bara hægt að fá. En ástin fæst ekki fyrir hvað sem er, auðvitað ekki, sem betur fer. Hringf fii ömmu Ég tjái þér ást í síma því síminn hringir til þín. Ég gleymi öllum tíma því þú ert amma mín. Æskan 1 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.