Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 18

Æskan - 01.05.1991, Page 18
Unn Kroghen, íslandsmeistari í tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni: „Mikilvægast er að vera Hvenær fékkstu áhuga á hesta- mennsku? - Eru einhverjir ættingjar þín- ir hestamenn? Þegar ég var tíu ára. Ég fór í reið- skóla 11 eða 12 ára. - Nei, enginn í fjölskyldu minni hefur haft áhuga á hestamennsku. Hvenær eignaðist þú fyrst hest? Ég eignaðist fyrsta hestinn þegar ég var 13 ára. Hann er íslenskur og heit- ir Gassi. Er mikill áhugi á íslenska hestinum og hestaíþróttum í Noregi? Ég held að 3000-5000 félagar séu skráðir í landssamband þeirra sem hafa áhuga á íslenska hestinum. Á- huginn er þó enn þá meiri í Svíþjóð en í Noregi. Stunda margir krakkar í Noregi hesta- mennsku? Já, mjög margir. Mest í sambandi við námskeið í reiðskólum. Hvernig er „norski hesturinn"? Hver er helsti munur á íslenska hestinum og öðrum tegundum sem þú hefur kynnst? Þrjár tegundir eru til af norskum íestum: Norski „fjordhesten" (fjarðahestur- inn) er frekar þungur. Hann er arf- hreinn bleikálóttur. Faxið er jafnan klippt á sérstakan hátt. Hann er ágæt- ur reiðhestur og mikið hafður til út- reiðartúra á fjöllum. Hann er 140- 150 sm hár. „Nordlandshest" (Norðurlands- hesturinn) er mjög líkur íslenska hest- þolinmóður, ákveðinn en hlýiegur og reyna að skilja hestinn" Myndir: Sigurður Sigmundsson Hvar og hvenær ertu fædd? Hvar ólstu upp? Ég er fædd í Ósló 15. 10. 1960. Ég átti heima rétt fyrir utan Ósló þangað til ég var 10 ára. Þá fluttumst við til Asker sem er um 50 km frá höfuð- borginni. Þar var ég uns ég fluttist að heiman 17 ára. Hvenær komstu til Islands? Ég kom fyrsttil íslands 1982 á lands- mót hestamanna og var hér í viku. Ég fluttist hingað í nóvember 1988. Hvar áttu heima? Að Árbæjarhjáleigu í Rangárvalla- sýslu. 1 8 Æslcan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.