Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 19

Æskan - 01.05.1991, Page 19
inum í útliti en litir þess kyns eru ekki eins fjölbreyttir og á hestum hér. Hann er ágætur reiðhestur en samt ekki vinsæll. „Venjulegir" hestar af þeirri tegund fara einungis fetið, brokka og stökkva. Norskur „Dölahest" (Dalahestur) er frekar þungur en misstór, 145-165 sm á hæð. Hann er notaður til ferða á fjöllum, sem dráttarhestur og kerru- brokkari. I Noregi eru fleiri tegundir af hest- um en þeir eru ekki norskir. Helsti munur íslenska hestsins og norsku kynjanna eru þau að sá ís- lenski er sterkari miðað við stærð og ræöur við fleiri tegundir gangs en þeir norsku - tölt og skeið auk venju- legs gangs. Hefur þú kynnst öðrum tegundum hesta? Ég átti sjálf stóran hest í sex ár. Hann var blendingur af þýskum ætt- um. Ég keppti á honum í hindrunar- hlaupi, víðavangshlaupum og hlýðni- þrautum. Það var mjög gaman. Hver á Kraka? Af hvaða ætt er hann? Hver tamdi hann? Hve lengi hefur þú verið knapi á honum? Verður þú með hann á mótum í sumar? Verður þú með aðra hesta? Lára, dóttir Jóns Sigurbjörnssonar, átti Kraka. í vetur keypti Sigurbjörn Bárðarson hann. Ég keppi því ekki oftar á honum. Ég var með Kraka vor- ið 1989 og vorið og sumarið 1990 og kynntist honum mjög vel. Ég sé mikið eftir honum. Kraki er tólf vetra. Hann er undan Gáska 920 og hryssu sem Jón átti. Jón tamdi hann. LlSÉÍÉÍll Ég er með aðra hesta núna en eng- inn þeirra jafnast á við Kraka. Hefur þú tamið marga hesta? Hvernig á að fara að við að temja hest? Þarf að læra það í skóla? Ég fékkst lítið við tamningar fyrr en ég fluttist hingað. Ég starfaði mest sem reiðkennari. Undanfarið hef ég tamið dálítið. Það er erfitt að lýsa því í stuttu máli hvernig fara á að því að temja hesta. Maður getur skrifað Unná Kaka. Fríbur flokkur úrvalsknapa og -gæbinga. Æskan 1 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.