Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1991, Side 20

Æskan - 01.05.1991, Side 20
heila bók um það! Mikilvægast er að flýta sér ekki um of, að vera þolin- móöur, ákveðinn en hlýlegur við hestinn. Heppilegt er að fara í bændaskóla eða á námskeið til þess að læra um hesta. Hvers á helst að gæta í umgengni við hesta? Að reyna að skilja hestinn. Muna á- vallt: „Þegar kunnáttuna þrýtur tekur ofbeldið við." (Á norsku: „Nár kunn- skapen er slutt tar volden vid.") Of margir gleyma þessu þegar þeir fást við hesta. Hverjir þykja þér helstu kostir íslenska hestsins? Mikill persónuleiki hans og marg- þættur gangur. Hefur þú verið í bændaskóla? Nei, en í reiðkennaraskólum í Nor- egi og Svíþjóð. Við hvað vinnur þú? Við tamningar/þjálfun og kennslu á reiðnámskeiðum. Ertu gift? Áttu börn? Ég bý með hestamanninum Aðal- steini Aðalsteinssyni. Við eigum von á barni í október. Hefur þú lært að þjálfa hunda? Hefur þú átt marga hunda? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hundum og hef farið á námskeið til að læra að þjálfa þá. Ég hef átt fimm hunda. Að þjálfa hunda er svipað og temja hesta. Ef til vill er auðveldara að eiga við hundana. Hundur getur verið með manni allan daginn og þá næst enn þetra samband við hann en hest. Hvaða tegundir hunda hefur þú þjálfað? Hvaða tegund hunda heldur þú að eigi auðveldast með að læra að leika listir? Ég hef einu sinni þjálfað „Cocker- Spaniel"-hund. Hinir eru allir af „- Border-Collie"-kyni. Ég held að að- veldast sé að þjálfa það kyn. Ýmsar aðrar tegundir, sem ekki eru til hér, eru líka mjög skemmtilegar. Hver finnst þér helsti munur á skap- lyndi hunda og hesta? Hestar eru sjálfstæðari en hundar. Þeir þurfa ekki eins mikið á mannin- um að halda og hundar. Hefur þú átt önnur dýr? Ég hef átt hamstra, kanínur, mýs, fugla og kött. Nú á ég hunda, hesta, ketti og nokkrar kindur. Hver er fallegasti staður sem þú hefur séð á íslandi? En í Noregi? Ég hef lítið séð af íslandi en mér finnst mjög fallegt í Borgarfirði. bað eru margir staðir fallegir í Noregi en ég hef ekki farið mikið um landið. Hvert langar þig mest til að ferðast? Til Bandaríkjanna og Ástralíu. Hefur þú stundað íþróttir aðrar en þær sem tengjast hestum og hundum? Hvaða íþróttamenn dáir þú helst? Nei, lítið, annað en skautaíþróttina. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með vetraríþróttum. Ég dái mjög hindrunarhlaups-knapa sem heitir Hugo Simon og hlýðnikeppni- knapann Kyra Kyrklun sem varð ann- ar á heimsmeistaramótinu í haust. Hver finnst þér mesti kostur við að eiga heima á íslandi? En í Noregi? Helsti kosturinn við að eiga heima á Islandi er sá að maður getur haft það að starfi að vinna við hesta- mennsku og tamningar. Mesti gallinn er sá að ég get ekki keppt á Evrópu- meistaramótinu og ekki á íslandsmóti nema sem gestur af því að ég hef ekki enn íslenskan ríkisborgararétt þó að ég hafi sótt um hann. Vonandi finnst lausn á því. En mér finnst gott að eiga heima hér. Ég get til að mynda nefnt þann kost við að eiga heima í Noregi að ódýr- ara er að ferðast til annarra landa en héðan. Sumrin í Noregi eru líka hlýrri en þau íslensku. Ég sakna stundum sólar og sumars. Hver er eftirlætis réttur þinn? Humar. Á hvaða leikurum hefur þú mest dá- læti? Eddie Murphy og Ladda. En tónlistarmönnum? Whitney Houston. Hvaða kosti metur þú mest í fari fólks? Að það sé hreinskilið og alúðlegt. 20 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.