Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1991, Qupperneq 22

Æskan - 01.05.1991, Qupperneq 22
Er ég að verðo stór? Framhaldsþættir eftir Drynju Einarsdóttur. 13. kafli. Við vorum að fara í sumarfrí. Pabbi var að láta laga bílinn og mamma að pakka í tösku fötum fyrir okk- ur öll. „Svo höfum við með oklcur nesti, tjald og svefn- poka," sagði hún, „því að við tjöldum á leiðinni. Þetta er svo langt." Við fórum til Isafjarðar, til ömmu og afa. Það eru mamma og pabbi hans pabba míns. Hann átti heima hjá þeim þegar hann var lítill. Um kvöldið var allt tilbúið. En við áttum fyrst að sofa. Um nóttina var ég alltaf að vakna og spyrja hvað klukkan væri. Loksins kom morgun. En það var ekki lagt af stað. Fyrst þurfti að borða en ég hafði enga lyst. Svo þurfti að þvo upp. Ætluðu þau aldrei að fara? Við lögðum af stað fyrir hádegi. Guðbjörg sat í bílstólnum sínum en ég á stórum púða í aftursætinu til þess að ég sæi vel út um glugann. „Eru ekki allir spenntir?" spurði pabbi. „Jú, jú, dálítið," sögðum við. Pabbi skellihló. „Ég meinti nú hvort allir væru spenntir í bílbelt- in," sagði hann. Mamma hló svo mikið að hún fékk tár í augun. En sagði svo að allir væru komnir í bílbeltin. Við fórum upp í sveit og ókum lengi, lengi. Fyrst var ég að skoða Andrésar andar blöð. Svo fór ég að horfa út. Mamma taldi með mér alla hestana sem við sáum. Þeir voru 1000 eða eitthvað þar um bil. Við sáum einn með folald. „Sjáðu rauðu merina með folaldið," sagði mamma. Ég hafði oft séð hesta, líka í myndabókum. Ég vissi vel að „hestur" heitir meri eða hryssa og að barnið hennar heitir folald. En að segja að hestur væri rauður! Það hafði ég aldrei vitað. „Það er enginn hestur rauður," sagði ég. „Jú, þetta eru sagðir rauðir hestar," sagði mamma. Mér fannst það asnalegt. Hún sagði mér líka að hárið á mömmu hans Palla væri rautt. Mér finnst það vera appelsínugult. „Hvenær komum við?" spurði ég. „Ekki fyrr en eftir langan tíma," sagði pabbi. Ég var svo þreyttur í fótunum. Ég gat ekki verið svona lengi á sama stað. Guðbjörg var líka leið og fór að grenja. Þá stönsuðu þau. Mamma breiddi teppi á grasið en við Guðbjörg vildum bara leika okkur. Hún er alveg farin að ganga inni en hún dett- ur alltaf á rassinn úti á ósléttu grasi. Við pabbi fórum í fótbolta á meðan mamma tók upp nestið. Svo fórum við öll að borða. Það er skrýt- ið hvað maturinn er góður þegar hann er borðaður 22 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.