Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 24

Æskan - 01.05.1991, Page 24
Norðurlandamót I fímleikum unglinga: Texti og myndir: Halldór Halldórsson. „Flestar stúlkurnar töluvert frá sínu besta - sagði Hlin Árnadóttir þjáHari stúlknalandsliðsins. Helgina 20.-21. apríl voru saman komnir í íþrótta- húsinu í Garðabæ allir bestu krakkarnir á Norður- löndum í fimleikum. Keppt var um hvaða land ætti besta liðið, hver væri bestur í fjölþraut og einstökum greinum. Slíkt mót hefur einungis einu sinni áður far- ið fram hér á landi. Aldurstakmark stúlkna er 15 ár en pilta 18 ár. Vió höfum einu sinni eignast Norðurlandameistara í fimleikum stúikna enþað var þegar Fjóla Ólafsdótt- ir Ármánni skaraði fram úr í æfingum á tvíslá 1989. Hlín Arnadóttir þjá að stúlkunum okkar hefðu algjöíTega fallist hendur þegar þær sáu hinar norrænu stúlkurnar á æfingu fyrir mótið því að þeim hefði þótt þær svo æðislega góðar. Hún taldi að liðið okkar gæti mun meira en það sýndi í þessari keppni. Ekki má gleyma að íslensku stúlkumar eru mjög ungar og eiga því áreiðanlega eftir að taka miklum framförum. Margar eiga eftir að keppa 2-3 ár í þess- um aldursflokki en andstæðingar þeirra voru flestir að keppa í síðasta sinn í flokknum. Gísli Örn Garðarsson er í Ármanni. Hann er 17 ára. Hann hafði þetta að segja eftir mótið: „Hið eina sem ég kvarta undan er að við hefðum kannski átt skilið að fá hærri einkunnir fyrir gólfæf- ingar. En það eru víst dómararnir sem ráða! Ég byrjaði að æfa fimleika tíu ára og finnst þeir mjög skemmtileg íþrótt. Annars væri maður senni- lega ekki að þessu. Meiðsli hafa þó verið að hrjá mig að undanförnu en við því er ekkert að gera. Ég stefni ákveðið að því að bæta mig til muna fyrir næsta Norðurlandamót. “ Fimleikar hafa verið í mikilli sókn á íslandi undan- farin ár, bæði hjá telpum og drengjum, og því er ó- þarft að kvíða framtíðinni. Efniviðurinn er til og á- huginn mjög mikill. Til marks um það má geta þess að flestir krakkanna æfa um 25 klukkustundir á viku. Fimleikadrottn- ing þessa Norð- urlandamóts var tvímælalaust Anita Tomulevska frá Noregi. Hún fagnar hér eftir sigur í fjölþraut- inni. Til vinstri er Charlotte Ander- sen frá Dan- mörku (2.) og til hægri Hanne Österby (3.) Nína Björg Magnúsdóttir náði bestum árangri ís- lensku keppendanna. „Eg get huggað mig við það að ég á þrjú ár eftir í þessum flokki og hef þvi góðan tíma til að bæta mig." 24 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.