Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Síða 26

Æskan - 01.05.1991, Síða 26
Að lifa lífinu of hratt eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur 1 4 óra. „Fáið ykkur eins mikið vín og þið getið í ykkur látið!" kallaði Tryggvi yfir hópinn. Hann var í essinu sínu, var að halda upp á átján ára afmælið með pompi og pragt. Hann hafði boðið vin- um og kunningjum, ásamt nokkrum krökkum sem hann þekkti lítið sem ekki neitt. Sóley og Gréta voru í vina- hópi hans og hafði verið boð- ið með loforði um nóg vín og meiriháttar skemmtun. Sumir lágu sofandi hér og þar, aðrir vissu ekki hvar þeir voru staddir. Þeir sem enn stóðu eftir voru þó alldrukknir. Sóley var farin að finna vel á sér en var þó ekki eins drukkin og flestir aðrir. Þau ákváðu um eitt- leytið að fara á einhvern skemmtistað niðri í bæ og ætluðu Sóley og Gréta með Sigurjóni, vini sínum, og létu það ekkert á sig fá þótt hann ætlaði að aka blind- fullur. „Ég get ekið hvort sem ég er drukkinn eða ódrukk- inn," sagði hann og þar með var málið útrætt. Þau þurftu að fara úr Hafnarfirði til Reykjavíkur og þegar þau óku eftir Reykjanesbraut gaf Sigurjón vel í enda voru fáir bílar á ferðinni. Vísirinn á hraða- mælinum færðist hægt og sígandi upp í 140, krakkam- ir skemmtu sér konunglega og horfðu á ljósastaurana þjóta hjá á ógnarhraða. Sól- ey, sem sat í framsætinu, kveikti á útvarpinu og Roll- ing Stones glumdu í eyrum þeirra. Sigurjón söng fullum hálsi og lét bílinn dansa í takt á veginum. Þá, skyndi- lega, gerðist eitthvað. Ljósa- staur kom æðandi á móti þeim og Sóley kastaðist í framrúðuna. Hún varð vör við að bíllinn valt og Gréta öskraði en svo missti hún meðvitund. Nokkrum vikum síðar fékk hún niðurstöður rann- sókna. Hún lá á sjúkrahúsi og hafði verið þar síðan slys- ið varð. Bíllinn hafði rekist á ljósastaur og oltið. Sigurjón hafði látist strax í veltunni og Gréta hafði legið í dái síð- an, var talin alvarlega heila- sködduð og óvíst hvort hún myndi vakna til lífsins aftur. Sóley beið eftir að fá að vita nákvæmlega hvað væri að henni. Hún var búin að fara í ótal rannsóknir en læknarn- ir höfðu aldrei viljað draga neinar ályktanir eða segja henni neitt. Það var rétt eftir hádegið sem læknirinn kom inn og settist á stól hjá henni. Hann ræskti sig og opnaði möppuna sína: „Jæja, nú eru niðurstöð- urnar komnar og því miður eru þær ekki eins góðar og við vonuðum. í bílveltunni varðst þú fyrir alvarlegum mænuskaða, það var mikil hætta á að þú lamaðist fyrir neðan mitti. Við ætluðum að bíða og sjá til hvort þetta jafnaði sig ekki. En því mið- ur er lömunin varanleg." Hann sagði eitthvað fleira en Sóley heyrði ekki til hans. Hugsanirnar þutu um hug hennar. Hvernig átti hún að geta lifað í hjólastól? Hún var aðeins átján ára, átti lífið fyrir sér. Hvað yrði um öll framtíðaráform hennar? Hún fengi aldrei að ganga aftur á eigin fótum, aldrei nokkurn tíma. Mörgum mánuðum seinna var hún stödd hjá leiði Sig- urjóns. Hún var komin af spítalanum, í hjólastól. Gréta var enn á sjúkrahús- inu og lífinu haldið í henni með vélum. Sóley lét blóm- vönd á gröfina og skyndilega fann hún til beiskju í garð Sigurjóns. Hann hafði ekið bílnum fullur og velt hon- um. Það var honum að kenna að hún var fjötruð við hjólastólinn og það var hans sök að líf Grétu var eyðilagt. En svo fékk hún strax sam- viskubit. Hann hafði þó lát- ið lífið í slysinu. Og hafði hún ekki samþykkt að hann æki drukkinn? Hefði hún ekki átt að hindra það? Var þetta ekki vitleysa í þeim að fara að æða eitthvað í bíl, blindfull? Var þetta ekki jafnmikið henni að kenna og honum? Jú, sökin var þeirra allra. (Höfundur hlaut aukaverð- laun fyrir söguna í sam- keppni Æskunnar og Barna- ritstjórnar Ríkisútvarpsins 1990) 26 Æskan

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.