Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1991, Side 27

Æskan - 01.05.1991, Side 27
Díngó Umsjón: Óskar Ingimorsson Til eru ýmsar tegundir villi- hunda sem eiga heima í Asíu og Afríku. Þær heyrast sjaldan nefndar. Hins vegar er talsvert oftar minnst á ástralska villihundinn, öðru nafni dingó, kannski vegna þess hve nafn hans er sér- kennilegt en það mun vera komið úr máli frumbyggja. Dingó er rúmur metri á lengd, rennilegur á skrokk- inn, höfuðið stórt og þung- lamalegt, trýnið stutt og eyr- un breið, einkum við rótina. Skottið er loðið en feldurinn að öðru leyti jafnhærður. Aðallitur oftast ljósgulrauð- ur með gráu í eða jafnvel svörtu, yfirleitt mun dekkri að ofanverðu en neðan. Vit- að er um alsvarta dingóa og einstaka hafa hvíta fætur. Útbreiðslusvæði dingós er svo að segja um allt megin- land Ástralíu. Hann heldur sig í þéttum skógum, kjarri eða á gresjum og er síður en svo vinsæll meðal fjárbænda því að hann gerir mikinn usla í hjörðum þeirra. Sem dæmi má nefna að á einu búi náðu dingóar 1200 kind- um, bæði fullorðnu fé og lömbum, á innan við 3 mán- uðum. Verra er þó að féð verður skelfingu lostið við að sjá hundana og hleypur eitthvað út í buskann, jafn- vel lengst út á gresjuna þar sem aðrir dingóar hremma það eða það deyr úr þorsta. Dingóar ráðast á mörg önnur dýr, t.d. kengúrur, og raunar má segja að fæst dýr í skógum og kjarri séu óhult fyrir þeim. Tamdir hundar eru þó undantekning því að dingóinn virðist hræddur við þá nema liðsmunur sé mik- ill. Þó kemur fyrir að veiði- hundar og dingóar af gagn- stæðu kyni slái sér saman og eignist jafnvel afkvæmi. Lífshættir dingóa minna í fá sinn skammt af svo auð- fenginni krás. Sagt er að fjölskyldur séu mjög samlyndar; hver þeirra afmarkar sér umráðasvæói sem aðrar virða að öllum jafnaði. Dingó er „úlfur í sauða- hjörð" á fjárbúum Ástralíu. senn á atferli sjakala, refa og úlfa. Þeir finna sér góðan felustað að deginum, eink- um þar sem þeir eiga sér ills von, og fara ekki á kreik fyrr en náttar. Oftast eru hóparn- ir fáliðaðir, 5-6 dýr, aðallega mæður með hvolpa sína. Þó ber við að fjölmargir safnist kringum hræ því að hver vill En þó að einhverjir gerist svo djarfir að fara inn fyrir landamerkin er þeim sjaldn- ast tekið með neinu offorsi heldur sýna heimadýrin þeim umburðarlyndi. Dingótík gýtur 6-8 hvolp- um, venjulega í holu eða undir trjárótum. Hún flytur afkvæmin í öruggan felustað ef hætta steðjar að. Maður nokkur fann einu sinni hóp dingóhvolpa í klettasprungu. Þar eð móðirin var ekki nær- stödd setti hann staðinn á sig og ætlaði að vitja hans seinna til að ná öllum dýr- unum. En þegar hann kom aftur greip hann í tómt. „Sú gamla" hafði fengið veður af ferðum hans og gert sínar ráðstafanir. Talið hefur verið erfitt að temja dingóa. Stundum hafa menn rekist á þá hálfvillta meðal frumbyggja Ástralíu. Þeir hafa lítil sem engin tengsl við fólk, halda sig að- eins í mannabyggðum vegna þess að þeir geta lifað þar þægilegu lífi. í einstaka til- vikum hefur þó tekist að gera dingóa allt að því að heimilishundum. En grunnt er á rándýrseðli þeirra. Það hefur komið í ljós í dýra- görðum þar sem dingó hefur m.a. ráðist að rimlabúrum jagúara og pardusdýra. Og á einum stað tókst með naumindum að bjarga blá- saklausum asna úr klóm hans. Æskan 27

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.