Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 47

Æskan - 01.05.1991, Page 47
þeim. Því næst hreinsuðum við grenin. Gummi og Gústi hreins- uðu greni minkanna. Það var ó- geðsleg fýla af því. En Dabbi, Gunni og Yann hreinsuðu greni refanna. Það var engin lykt þar. Refirnir hétu Mikki og Milla. En það var bara einn minkur sem hafði fengið nafn. Hann hét Snjólfur því að hann var hvítur. En hinir tveir voru nafnlausir svo að við skírðum þá Snældu og Snúllu. Þeirvom brúnir. Þegar við vorum búnir að hreinsa grenin fóru Gústi og Yann að skúra gólfið í þvottahúsinu. Að því loknu fórum við aftur inn til naggrísanna (kallaður mat- salur) og biðum þar eftir hin- um hópunum. A meðan sýndi Helga okkur tæki sem lætur unga klekjast úr eggum og við klöppuðum einum ketti sem hét Brandur. Þeir sem komu fyrstir voru hrossa- og fjárhirðar, Erna Lóa, Guðjón, Jóhanna og Pétur. Á eftir þeim komu fjósa- og svínamenn, Bjarki, Gísli, Hafþór, Andrew og Ægir. Síðast komu smádýra- hirðar, Birta, Erla, Fanney, Kristín og Victoría. Þegar all- ir voru komnir drukkum við kakó og borðuðum vöfflur sem Gréta bakaði. Að því búnu skoðuðum við allan húsdýragarðinn. Við byrjuðum á refunum. Við reyndum aö ná sam- bandi við refina með því að sitja á hnjánum. Annar refur- inn reyndi að ná hanskanum af Gústa. Gísli, Gústi, Jó- hanna og Ægir fóru ekki hringinn með okkur. Eftir það fórum við til hreindýr- anna og svo til hestanna. Við klöppuðum flestum hestun- um. Svo fórum við til geita og kinda. Þegar við vorum búin að skoða kindurnar fór- um við til svínanna og „Ég slaka bara á." kúnna. Ein kýr átti að bera þann dag sem við vorum þarna svo að við áttum að fara rólega inn. Við sáum svo Helgu gefa selunum að borða. Stærsti selurinn var ógeðslega gráð- ugur. Hann var líka fljótastur að synda. Og allir fengu sinn skerf. Svo fóru við til kanína, Yann meb Kíkí. dúfna og hænsna. Allir fengu að klappa einni kanínu. Þegar við vorum búin að því kvöddum við Helgu og héldum heim í rigningu og vondu veðri. Davíó, Gústaf, Gunnar, Yann og Guómundur. Æskan 51

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.