Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Síða 48

Æskan - 01.05.1991, Síða 48
Hjá tannlækni Þetta var einn af þessum mánu- dagsmorgnum þegar maður óskar þess að helgin væri ein- um degi lengri og þegar maður nennir eiginlega ekki að fara í slcólann. Ég mundi allt í einu að ég áttti að fara til tannlækn- is. Það var þó skárra heldur en að fara í skólann eða það hélt ég þá! Ég var komin inn í strætó eft- ir tíu mínútur eða þar um bil. Það var eklci margt í vagninum, einn aldraður karl sem gerði ekkert annað en snýta sér. Á tannlæknastofunni var eng- inn nema skrifstofustúlkan sem var svo önnum kafin við að lakka á sér neglurnar að hún tók ekkert eftir mér. Ég settist niður og leit í nokkur blöð sem lágu á borðinu. Allt í einu heyrði ég einhverja koma inn. Það var margt fólk og fremstur í röðinni var tann- lælcnirinn minn. Á eftir honum komu ljósmyndarar, menn frá Sjónvarpinu og fréttamenn. í fyrstu skildi ég elckert hvað um væri að vera en svo varð mér ljóst að tannlæknirinn minn hefði unnið fjórtán milljónir í Lóttói. Og auðvitað vildu frétta- mennirnir sjá tannlækninn að störfum, taka mynd af honum og eiga tal við hann. Og auðvit- að þurfti tannlæknirinn að hafa einhverja tennur að gera við. Þar sem ég var eini sjúkling- urinn á biðstofunni lét tann- læknirinn mig auðvitað vera fórnarlambið. Næsti dagur var alveg hræði- legur. Krakkarnir hlógu að mér, störðu á mig og stríddu mér. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að í flestum blöðum, tímaritum og raunar mörgum öðrum fjölmiðlum var mynd af tannlækninum mín- um og mér með galopinn munninn og þrjár sltemmdar tennur! (Höfundui hlaut aukaverólaun í smá- sagnakeppni Æskunnar og Ritstjórnar barnaefnis í Ríkisútvarpi 1990) 52 Æskan

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.