Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 54

Æskan - 01.05.1991, Page 54
Umsjón: Nanna Kolbrún Sigurbardóttir félagsróógjafi Erfið mamma og skot Elsku Nanna Kolbrún! Ég astla fyrst aö þakka gott blaö og góöan þátt. Mér finnst aö mamma kunni ekki aö ala upp börn. Hún lætur allt eftir systrum mínum. Þegar yngri systir mín er aö boröa þá skilur bún alltaf eftir af matnum. Þá segi ég henni (systur minni) aö ljúka viö matinn en mamma segir bara: „Æi, góöa besta þegiöu nú einu sinni.“ Þá verö ég ferlega reiö og segi mömmu aö hún eigi ekki aö gera þetta. En hún gerir þetta samt. Þetta er kannski svolítiö ruglaö en vonandi geturöu sagt mér eitthvaö því aö ég vil aö mamma skiþii aö þráöum fara jmgri systur mínar aö ráöa yfir henni. Svo er þaö líka fleira. Ég er dálítiö hrifin af strák. Hann er einu ári eldri en ég. Stundum talar hann al- mennilega viö mig en stundum er hann eins og ég sé Öskubuska. Hann er ekkert rosalega vinsæll í skólanum. Svo eru allar stelpurnar aö spyrja mig hvort mér finnist hann ekki alveg hryllingur? Ég þori aldrei aö segja annað en jú. Þaö er ekki allt búiö enn. Ég sé alltaf svo illa allt sem er langt frá mér! Ég á aö vera löngu búin aö fara til augnlæknis en mamma vill ekki fara meö mig þótt ég tali oft um þaö við hana. Hvaö á ég aö gera? Fara í veskiö hennar mömmu og taka peninga til aö geta fariö til augnlæknis eöa hvaö? Þetta er kannski svolítiö skrýtiö bréf en ég varö aö spyija þig til aö fá ráö. Hvaö lestu úr skriftinni? Gabríela Svar: Af bréfi þínu aó dæma virðist sem þú og mamma þín fari tölu- vert í taugarnar hvor á annarri. Þér finnst hún ekki standa sig í mömmuhlutverkinu og ekki hlusta á þig. Henni finnst þú tala mikið og ef til vill gera ó- þarflega mikió úr hlutunum. Stundum staðna samskipti í slíku mynstri innan fjölskyldu. Þá þarf að reyna að rjúfa mynstrið svo að þið báðar náið að heyra hvað hin hefur að segja. Það eru margar leiðir til. Þú getur byrjað á því að tala við mömmu þína í einrúmi, reynt að hætta að leiðrétta hana í uppeldinu þegar þið all- ar systurnar eru viðstaddar. Segðu henni frá því rólega sem þú hefur tekið eftir. Þú minnist ekki á pabba þinn. Ef hann er á heimilinu þá getur þú fengið hann í lið með þér til þess að ræða við mömmu þína um uppeldið og hvað þú sérð illa. Aðrir ættingj- ar eða vinir fjölskyldunnar geta Ifka komið hér til sögunnar. Varðandi sjónina þá tel ég það ekki góðan kost að fara á bak við mömmu þína. Yfirleitt kemst slíkt upp og þá veröa for- eldrar oft enn þá sárari en ella við börnin sín. Betri leið er að snúa sér til hjúkrunarfræðings- ins í skóla þínum. Það kostar ekkert og hjúkrunarfræðingur- inn getur haft samband við for- eldra þína ef eitthvað þarf að gera. Það getur verið sterkara í augum mömmu þinnar að fá beiðni frá skólanum um að at- huga sjónina hjá þér en þú nefnir það sjálf. Eg held að þú ættir að athuga þinn gang vel með þennan dreng. Þaó er ástæðulaust fyrir þig að láta bjóða þér þvílíka framkomu. I öllum mannlegum samskiptum gilda vissar kurteis- isreglur. Hvorki þú né aðrar stelpur eiga að láta bjóða sér lítilsvirðandi framkomu frá hendi strákanna. Reyndu að beina huganum í aðrar áttir og verða skotin í strák sem kemur vel fram við þig og ber virðingu fyrir þér. Skriftin virðist vera töluvert ómótuð og tætingsleg á köflum, ef til vili bera vott um öryggis- leysi. Áhyggjur af brjóstum Elsku Nanna Kolbrún! Mér finnst ég eiga við rosalega mikið vandamál aö stríöa. (Þaö er þó kannski ekki neitt rosa- legt) Þaö er þannig að ég er á- gætlega vel vaxin aö ööru leyti en því aö ég er meö svo rosalega lítil brjóst aö ég skammast mín. Ég er með strák og ég þori ekki aö lofa honum aö káfa á mér út af þessu. Heldur þú að honum sé sama þótt þau séu svona „lítil“? Getur maður eitthvaö gert til aö þau stækki? Viltu vera svo góð að hjálpa mér? Hvað lestu úr skriftinni? Ungfrú brjóstalítil Svar: Brjóstin eru mörgum stúlkum áhyggjuefni. Sumum finnst þær hafa of stór brjóst en öðrum of lítil. Það kemur ekki fram í bréf- inu hvað þú ert gömul en brjóst geta breyst töluvert fram á ung- lingsárin. Það gæti verið mjög „eðlileg" skýring á brjósta- stærðinni að þú værir einfald- lega ekki fullþroskuð enn þá. Eg held að það sé sennilegast. Þetta verður allt að hafa sinn gang og lítið hægt að gera til þess að flýta fyrir. Það er hægt að þjálfa vöðvana í kringum brjóstin til þess að styrkja sig og bera barminn vel. 58 Æskon

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.