Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 4
ÞRASTARUNGAR OG MYS I BUINU Trjádrumbar í fjörunni. Netakúlur. Æðarfugl lónar á lygnum sjónum. Lágvært kvak. Ekki önnur hljóð. Það var í sumar. Norður á Ströndum. Við fjölskyldan fórum þar um og komum m.a. í Djúpuvík... Þegar síldin óð um allan sjó fyr- ir 50 árum var byggt stórt verk- smiðjuhús hér í víkinni við vestan- verðan Húnaflóa. Þá gengu vélarnar í síldarbræðslunni dag og nótt, stúlk- ur stóðu í löngum röðum og sölt- uðu síld í tunnur, skip lögðu að og héldu frá landi - hér iðaði allt af lífi. Það var þá. Nú stendur stóra hús- ið autt. Síldin fór og fólkið hvarf á braut. Staðurinn fór þó ekki alveg í eyði. Nokkrar fjölskyldur héldu tryggð við Djúpuvík. Þaðan er gert út á sumrin. Og nú er hótel þar sem áður var ver- búð síldarstúlkna og danssalur. í Djúpuvík hitti ég tværtelpursem dveljast þar á sumrin með fjölskyld- um sínum, Ásdísi Lýðsdóttur 10 ára og Hörpu Sæmundsdóttur 11 ára. Ásdís er á Skagaströnd á vetrum, Hrund í Hafnarfirði. Þær eru skyldar í báðar ættir. Báðar segja þær að þeim finnist skemmtilegra í Djúpuvík en þar sem þær hafa vetursetu. „Við eigum bú hér upp frá. Þar eru margir þrastarungar og mýs. Viljið þið sjá það?“ Við tökum boðinu og göngum þangað með telpunum. Á leiðinni lýsa þær fyrir okkur, hvor í kapp við aðra, hvernig standi á þessu fjölbýli þrasta og músa. „Við fundum mýs í gildrum og fórum með þær í búið. Það er gam- alt fjárhús sem við megum vera í. Og þrestir eiga þar hreiöur. “ Þegarvið komum inn sjátelpurn- ar að ekki er allt með felldu. Diskar liggja á gólfi, sumir brotnir. Ýmis- legt er farið úr skorðum. Þær verða gramar og þykjast skilja hvernig í þessu liggur. „Þeir hafa verið hár, strákarnir. Við vitum það alveg.“ Þær hafa ekki hátt en velja ófög- ur orð þeim sem hafa verið að verki. Okkur finnst skiljanlegt að þær verði leiðar - en óskiljanlegt að einhver vilji skemma fyrir þeim það sem auð- séð er að þær hafa lagt alúð við að búa út. „Við megum ekki styggja mýsn- ar og ungana," segja þær eftir að hafa litið á verksummerkin. Við fetum okkur varlega um í hálf- rökkrinu. Ásdís og Harpa benda okk- ur á þá staði þar sem vænta má þess að sjá mýs en þær koma ekki í Ijós.Hins vegar flögra ungar um og lenda stundum á bjálkum og veggj- um. Telpurnar bregða fljótt við, grípa þá og færa á öruggari stað en þeir „Farfuglarnir, Ás- dís og Harpa - sem dveljast á sumrin í Djúpu- vík. voru komnirá. Er við höldum til baka segja þær okkur að feður þeirra geri báðir út báta frá Djúpuvík (ásamt öðrum) - faðir Ásdísar Dagrúnu, faðir Hörpu Báruna. Ásdís á sjö systkini. Þau eru öll eldri en hún nema Guðrún sem er átta ára. Harpa á þrjú systkini á aldr- inum fimmtán til sautján ára og níu ára systur, Hrund. Þegar þetta tölublað berst þeim verða þær farnar frá búinu sínu í Djúpuvík og komnar í skólann - Ás- dís í Höfðaskóla á Skagaströnd, Harpa í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Þær eru eins og farfuglarnir... 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.