Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 33
Umsjón: Dr. Þór Jakobsson.
LETUR'bO'X.Ð
TOLVUFT
Nokkurt hlé hefur verið á Vísinda-
þætti Æskunnar en nú verður þráð-
urinn tekinn upp aftur með því að
fjalla ofurlítið um tölvur.
Tölvur eru notaðar mjög víða í þjóðfélag-
inu. Þær eru notaðar á skrifstofum, í skól-
um og á heimilum. Sumar þeirra eru not-
aðar einar sér, t.d. við skýrslugerð eða út-
reikninga, en aðrar í sambandi við marg-
vísleg önnur tæki. Stundum eru tölvur svo
vendilega innbyggðar í stærri tæki að menn
átta sig í fljótu bragði ekki á því að þær
séu mikilsverður hluti tækisins.
Þótt tölvur séu nú á dögum á hvers manns
vörum eiga þær sér ekki langa sögu. Það
eru um 50 ár frá smíði fyrstu tölvanna þar
sem hin nýja rafeindatækni var notuð.
Fyrstu tölvurnar voru stórar og klunnaleg-
ar en þær þóttu engu að síður mikil undra-
tæki og stuðluðu fljótlega að framförum í
ýmsum greinum vísinda. Með árunum urðu
tölvur æ minni fyrirferðar en jafnframt hrað-
skreiðari og öflugri. Tölvum er skipt eftir
stærð og mætti í stórtölvur, millitölvur og
borðtölvur.
Stórtölvur eru á rannsóknastofnunum og
í háskólum, hjá risafyrirtækjum og opin-
berum stofnunum. Þær geta leyst flókin
reikningsdæmi á örskotsstundu og unnið úr
miklu safni gagna. Gögn eru safn upplýs-
inga af ýmsu tagi. Upplýsingarnar geta t.d.
verið um verð á mjólkurafurðum í ýmsum
löndum í júní í mörg ár í röð eða hitinn um
hádegi á 250 stöðum víðs vegar um heim
alla daga ársins 1991. Þetta er raunar lít-
ið gagnasafn en sum gagnasöfn eru geysi-
lega viðamikil og úrvinnsla þeirra sömu-
leiðis. Þá veitir ekki af að nota stórtölvu
hafi menn aðgang að slíkri vél. Því miður
er engin stórtölva til á íslandi.
Hins vegar eru allmargar millitölvur til hér
á landi, t.d. í Háskóla íslands og á Veður-
stofu íslands. Borðtölvur eru mjög algeng-
ar á vinnustöðum og í heimahúsum. Ýms-
ar gerðir eru á boðstólum og ríkir mikil sam-
keppni milli þeirra sem framleiða þær. Til
skamms tíma hafa menn vegsamað til-
tekna gerð á kostnað annarra tegunda en
í seinni tíð skiptir æ minna máli hvaða
tölvutegund menn nota. Ástæðan er sú að
nýjungar sem reynast vel breiðast örar út
en áður. Framleiðendur tileinka sér fram-
farir eins fljótt og þeim auðnast.
Mikilsverð þróun, sem dregur úr mun á
tölvutegundum af svipaðri stærð, er þró-
un tölvuneta. Tölvunetin tengja tölvur sam-
an. Tölvurnar geta verið í mörgum her-
bergjum í sömu byggingu eða hér og þar
í Reykjavík (Akureyri.. Egilsstöðum .. ísa-
firði ..), já, jafnvel í ýmsum löndum. Þær
eru tengdar eins og símar og er unnt að
flytja alls kyns upplýsingar um allan heim
með hraða Ijóssins. Borðtölvur má tengja
saman með þessum hætti og líka er unnt
að tengja borðtölvu við millitölvu eða jafn-
vel stórtölvu í útlöndum.
í næstu Vísindaþáttum Æskunnar verður
fjallað meira um tölvur og dæmi sýnd um
notkun þeirra. Lesendur eru beðnir að hika
ekki við að senda fyrirspurnir og athuga-
semdir. Eflaust hafa einhverjir frá skemmti-
legri tölvureynslu að segja.
(Myndirnar eru úr bók sem nefnist Tölvur og gefin var út
af Erni og Örlygi 1983. Síðan hefurýmislegt breyst...)
iBorðtölvur
ToLyu-
SKJfíR
Millitölvur
Æ S K A N 3 7