Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 30

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 30
MADONNAÁUNGA ALDRI Madonna svaf sem barn í herbergi meö tveimur systr- um sínum - en hún vaknaði iöulega um miðja nótt, hljóp niður stigann, opnaði dyrnar að svefnherbergi foreldra sinna og spurði: „Má ég sofa uppi í hjá ykkur?“ Móðir Madonnu lést ung úr krabbameini. Næstu tvö ár eftir það var hún haldin áköf- um ótta við að hún væri einnig með þann sjúkdóm og hann myndi leiða hana til dauða. Það skelfdi hana mjög að þurfa að vera fjarri heimili sínu - umfram að sækja skóla og kirkju - en hún leit á það sem griðastað. Madonna var fyrirmyndar- nemandi enda mældist greindarvísitala hennar yfir 140 stig. Hún fékk jafnan A í einkunn. Þegar hún var nítján ára hélt hún að heiman að leita sér frægðar og frama, með eina ferðatösku, dansskóna sfna og 37 dali í reiðufé ... Hún dansaði fyrir fulltrúa fyrirtækis sem vildi ráða ungt hæfileikafólk til starfa, heillaði þá - og síðan, í áranna rás, ótölulegan fjölda fólks í öllum álfum ... (Úr bók um Madonnu eftir Christopher Anderson) AÐ BAKA BRAUÐ OG BJARGA FÍLUM Fílar í Afríku eru nú helmingi færri en þeir voru fyrir tíu árum. Bakarar í Dan- mörku hafa bundist samtök- um um að leggja fram fé til verndar þeim. Tvær krónur og fimmtíu aurar renna í sjóð- inn fyrir hvert fílabrauð sem þeir selja. Framlagið fer sem styrk- ur til vemdarsvæða fíla í Ken- íu og Tansaníu. Á einu og hálfu ári söfnuðu bakararnir einni og hálfri milljón króna á þennan hátt. (ísl. króna) EINSTAKT AFREK r Vitaly Shcerbo, tvítugur að aldri, komst á stall með helstu fimleikamönnum sögunnar með því afreki sínu að vinna sex gullverðlaun í Barselónu. Hann átti möguleika á að krækja sér í sjöundu verðlaun sín í gólfæfingum en gerði mistök sem kostuðu hann gullverðlaunin. „Ég tók mikla áhættu sem var nauðsynlegt til að reyna að sigra Kínverjann," sagði Vitaly. 32 ARA SIGURVEG- ARI í 100 M HLAUPI Lundúnabúinn Linford Christie sigraði örugglega í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum á Spáni. Með því afsannaði hann allar kenningar um að hann væri orðinn of gamall til að sigra bestu bandarísku hlauparana. Raunar var Carl Lew- is ekki á meðal keppenda; hann mun hafa verið veikur þegar bandaríska meistaramótið fór fram og komst ekki í keppnissveitina í 100 m. Hann stóð hins vegar fyrir sínu í öðrum greinum - sjá hér síð- ar. Þegar Linford var spurður hvað lægi að baki sigri hans í hlaupinu sagði hann: „Miklar og erfiðar æfingar og mjög heilbrigt líferni." Carl Lewis, ein skærasta stjarna á himni frjálsíþróttanna frá upphafi, sigraði í langstökki á Ólympíuleikunum eftir harða keppni við heimsmeistarann, Mike Powell. Bob Beamon setti heimsmet á leikunum í Mexíkó 1968, stökk 8,90. Það þótti einstætt og ötrúlegt afrek. Karl þótti líklegastur til að slá það met enda var hann ósigr- OLYMPIU- MEISTARI í LANGSTÖKKI í ÞRIÐJA SINN! andi í greininni um árabil. En á heimsmeistaramótinu í fyrra heppnaðist Mike að sigra með risa- stökki og nýju heimsmeti, 8,95m. Karl hljóp lokasprettinn í 100 m boðhlaupi í Barselónu og tryggði bandarísku sveitinni sigur. Sveitin hljóp á nýju heimsmeti. Hann var varamaður, kom inn í sveitina vegna meiðsla annars og sýndi enn einu sinni bestu hliðar sínar. Raunar hafði hann sigrað í 100 m hlaupi á móti á Ítalíu skömmu fyrir leikana og sannað að hann er enn meðal bestu spretthlaupara heims. FRAM SNÝR AFTUR - AFTUR FRAM Tveir bandarískir drengir, tólf og þrettán ára, eru rabbarar - rabb- (rap) söngvarar - og hafa náð allmiklum vinsældum. Þeir nefna sig Kris Kross en heita Chris Smith og Chris Kelly. Þeir hafa komist f efsta þrep vinsældalista þar vestra (US-Chart) með plötu sína, Stökktu (Jump). Drengirnir snúa því jafnan fram í klæðnaði sem aðrir snúa aftur (eða hafa hingað til gert...) Sum banda- rísk börn líkja eftir þeim í klæðaburði og venjum. Eftir er að vita hve víða sá vani nær að teygja sig ... 3 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.