Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Síða 30

Æskan - 01.07.1992, Síða 30
MADONNAÁUNGA ALDRI Madonna svaf sem barn í herbergi meö tveimur systr- um sínum - en hún vaknaði iöulega um miðja nótt, hljóp niður stigann, opnaði dyrnar að svefnherbergi foreldra sinna og spurði: „Má ég sofa uppi í hjá ykkur?“ Móðir Madonnu lést ung úr krabbameini. Næstu tvö ár eftir það var hún haldin áköf- um ótta við að hún væri einnig með þann sjúkdóm og hann myndi leiða hana til dauða. Það skelfdi hana mjög að þurfa að vera fjarri heimili sínu - umfram að sækja skóla og kirkju - en hún leit á það sem griðastað. Madonna var fyrirmyndar- nemandi enda mældist greindarvísitala hennar yfir 140 stig. Hún fékk jafnan A í einkunn. Þegar hún var nítján ára hélt hún að heiman að leita sér frægðar og frama, með eina ferðatösku, dansskóna sfna og 37 dali í reiðufé ... Hún dansaði fyrir fulltrúa fyrirtækis sem vildi ráða ungt hæfileikafólk til starfa, heillaði þá - og síðan, í áranna rás, ótölulegan fjölda fólks í öllum álfum ... (Úr bók um Madonnu eftir Christopher Anderson) AÐ BAKA BRAUÐ OG BJARGA FÍLUM Fílar í Afríku eru nú helmingi færri en þeir voru fyrir tíu árum. Bakarar í Dan- mörku hafa bundist samtök- um um að leggja fram fé til verndar þeim. Tvær krónur og fimmtíu aurar renna í sjóð- inn fyrir hvert fílabrauð sem þeir selja. Framlagið fer sem styrk- ur til vemdarsvæða fíla í Ken- íu og Tansaníu. Á einu og hálfu ári söfnuðu bakararnir einni og hálfri milljón króna á þennan hátt. (ísl. króna) EINSTAKT AFREK r Vitaly Shcerbo, tvítugur að aldri, komst á stall með helstu fimleikamönnum sögunnar með því afreki sínu að vinna sex gullverðlaun í Barselónu. Hann átti möguleika á að krækja sér í sjöundu verðlaun sín í gólfæfingum en gerði mistök sem kostuðu hann gullverðlaunin. „Ég tók mikla áhættu sem var nauðsynlegt til að reyna að sigra Kínverjann," sagði Vitaly. 32 ARA SIGURVEG- ARI í 100 M HLAUPI Lundúnabúinn Linford Christie sigraði örugglega í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum á Spáni. Með því afsannaði hann allar kenningar um að hann væri orðinn of gamall til að sigra bestu bandarísku hlauparana. Raunar var Carl Lew- is ekki á meðal keppenda; hann mun hafa verið veikur þegar bandaríska meistaramótið fór fram og komst ekki í keppnissveitina í 100 m. Hann stóð hins vegar fyrir sínu í öðrum greinum - sjá hér síð- ar. Þegar Linford var spurður hvað lægi að baki sigri hans í hlaupinu sagði hann: „Miklar og erfiðar æfingar og mjög heilbrigt líferni." Carl Lewis, ein skærasta stjarna á himni frjálsíþróttanna frá upphafi, sigraði í langstökki á Ólympíuleikunum eftir harða keppni við heimsmeistarann, Mike Powell. Bob Beamon setti heimsmet á leikunum í Mexíkó 1968, stökk 8,90. Það þótti einstætt og ötrúlegt afrek. Karl þótti líklegastur til að slá það met enda var hann ósigr- OLYMPIU- MEISTARI í LANGSTÖKKI í ÞRIÐJA SINN! andi í greininni um árabil. En á heimsmeistaramótinu í fyrra heppnaðist Mike að sigra með risa- stökki og nýju heimsmeti, 8,95m. Karl hljóp lokasprettinn í 100 m boðhlaupi í Barselónu og tryggði bandarísku sveitinni sigur. Sveitin hljóp á nýju heimsmeti. Hann var varamaður, kom inn í sveitina vegna meiðsla annars og sýndi enn einu sinni bestu hliðar sínar. Raunar hafði hann sigrað í 100 m hlaupi á móti á Ítalíu skömmu fyrir leikana og sannað að hann er enn meðal bestu spretthlaupara heims. FRAM SNÝR AFTUR - AFTUR FRAM Tveir bandarískir drengir, tólf og þrettán ára, eru rabbarar - rabb- (rap) söngvarar - og hafa náð allmiklum vinsældum. Þeir nefna sig Kris Kross en heita Chris Smith og Chris Kelly. Þeir hafa komist f efsta þrep vinsældalista þar vestra (US-Chart) með plötu sína, Stökktu (Jump). Drengirnir snúa því jafnan fram í klæðnaði sem aðrir snúa aftur (eða hafa hingað til gert...) Sum banda- rísk börn líkja eftir þeim í klæðaburði og venjum. Eftir er að vita hve víða sá vani nær að teygja sig ... 3 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.