Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 40

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 40
PLÖTUDÓMUR ÞÆGILEG PLATA Titill: Engisprettufaraldur, Haraldur! Flytjandi: Bjartmar Lagasmiðurinn Pétur Seeger sagði eitt sinn að það væru til tvær tegundir lagasmiða. Önnurvinnur markvisst að lagasmíðum sínum, skoðar ýmsa möguleika á því að teygja góða laglínu yfir í viðlag, reynir að byggja upp spennu (stíg- andi) eða mátar auka millikafla við lagið. í þennan flokk setur Pétur sjálfan sig ásamt John Lennon, Bob Marley og höfundum sígildra tónverka fyrri alda. Þessi aðferð byggir á þolin- mæði og vinnu. Hin tegundin hrist- ir einfaldar og hrífandi laglínur fyr- irhafnarlaust fram úr erminni. í þann flokk setur Pétur Bítilinn Paul McCartney, Bob Dylan og Woody Guthrie. Bjartmar tilheyrir síðarnefnda fiokknum. Þegar lögin spretta fullsköpuð á einu bretti úr höfði tónskáldsins þá virðist ekki vera ástæða til að breyta nokkru. í þessu felst ákveð- in hætta. Á 10-12 laga plötu geta lagasmíðarnar virst einhæfar. Tón- skáld í þessum hópi lenda oft í því að semja sama lagið mörgum sinn- um (John Fogerty, höfundur „Have You Ever Seen The Rain“, „Bad Moon Rising", „Proud Mary“ o.fl. sígildra rokkslagara var eitt sinn dreginn fyrir dómstóla, ákærður fyrir að stela lagi frá sjálfum sérl! Á- kærandinn var fyrn/erandi útgef- andi hans. Hann taldi sig eiga út- gáfurétt á stolna laginu. Fogerty var sýknaður). Á Engisprettufaraldri... sneiðir Bjartmar lipurlega fram hjá pyttum einhæfrar endurtekningar. Það er helst að lagið, Á aldrei fyrir blóm- um, minni á lagið um 15 ára á föstu, 16 ára í sambúð... frá 1985. Bæði lögin eru í hópi bestu laga Bjartmars svo að góð nýting á lag- línunni er réttlætanleg. Heildarsvipur plötunnar er sterkur en án áreynslu og þægi- legur. Mild strjálbýlissveifla (kán- trí) lífgar upp á látlaust, léttraf- magnað þjóðlagapoppið. Hrár munnhörpublástur Bjartmars Ijær plötunni Dylan-legan keim á stöku stað. Á öðrum stöðum örlar á djass-blæ (Kaffi Tröð) eða rokktökt- um (í gatslitnum Gefjunar og For- eldrar og franskar). Allt innan marka smekklegs einfaldleika. Söngur Bjartmars er hnitmiðaðri og mýkri en áður. Prakkaralegur undirtónn einkennir persónulegan söngstílinn. Gáskafullir söngtext- ar eiga þar hlut að máli. Eins og algengt er með rokktexta þá hljóma þeir betur sungnir en skrifaðir. Hjá Bjartmari eru textarnir verulegur hluti lags- ins og túlkunarinnar. í plötudómi sem þessum er vaninn að tilnefna bestu lögin. Á Engisprettufaraldri ... eru lögin ó- vanalega jafngóð. Eftir vandlega yfirlegu hafa þessi yfirhöndina: Kaffi Tröð, Á aldrei fyrir blómum, Bárður og Viti menn. Einkunn: 9,0 (fyrir lög), 9,0 (fyrirtúlkun), 4,0 (fyrir texta) = 7,5. HLJQMSVEITIN LIZT Hver verður niðurstaðan er stuðrokksveit á borð við Ber að ofan blandast saman við djass- rokk-bræðingssveitina (fusion) Tónskratta? Svarið höfum við í nýrri hljómsveit. Hún kallast því virðulega nafni Lizt. Hún hefur þegar vakið athygli fyrir vandað og „fönkað" rokk í anda „Living Colour", „Red Hot Chilli Pepper", „Cult“ og „Queen.“ Liðsmenn Lizt eru bassaleik- arinn Róbert Þórhallsson, hljómborðsleikarinn Ríkharður Arnar, söngvarinn Guðmund- ur Pálsson, trommuleikarinn Tómas Jóhannsson og gítar- leikarinn Gunnar Þór Jónsson. Þrír þeir fyrstnefndu voru í Ber(jum) að ofan. Hinir eru enn þá starfandi í Tónskröttum á- samt Róbert. 4 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.