Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 46
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir
oon fundur
UUL ■ um jc
Kuðunga
I laugardag var sveitar-
I varðeldur Sjávardýra-
I ■ sveitar. Við Kuðungarnir
sáum um vígsluna á eldinum, Kross-
fiskarnirsáu um skemmtiatriðin og
Krabbarnir um stjórn söngsins. Þar
lærðum við tvo nýja skátasöngva en
þeir eru: Sértu glaður (ísl. útgáfa af
söngnum If you are happy) og Blær-
inn andar blítt um rjóða vanga, texti
Jónasar B. Jónssonarfyrrum skáta-
höfðingja við lag Sigfúsar Halldórs-
sonar Litlu fluguna...
Eftir að hafa farið yfir verkefnin
frá síðasta fundi tókum við fyrir verk-
efni fundarins: „Ekkert líf án súrefn-
is“, sem er úr Græna bakpokanum,
verkefnabók starfsársins.
:/Sértu glaður klappaðu með höndunum/:
Sértu alveg ofsaglaður,
alveg ofsakátur maður,
sértu glaður klappaðu með höndunum.
Sértu glaður stappaðu með fótunum ....
Sértu glaður smelltu þá með fingrunum ...
Sértu glaður skaltu banka í þinn haus ...
Sértu glaður skaltu hrópa hátt: Júhú!..
Sértu glaður skaltu gera þetta allt...
Valur Óskarsson.
Blærinn andar blítt um rjóða vanga;
broshýr sunna hlær við sjónarrönd.
í berjalautu blómin fögur anga,
bárur smáar kyssa lága strönd.
í skógarrjóðri skátar þreyttir tjalda.
Skátasöngvar hljóma um grund og mó.
Og þegar allir höndum saman halda
er heilög stund í sumarkvöldsins ró.
Jónas B. Jónsson.
5 0 Æ S K A N