Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 14
DRAtlMUR SEM MtBUR
mm stR fyrir m rætist
Rætt víð Sigurð Einarsson spjótkastara um iþróttina, Ólympíuleikana og fleira. Texti: Elísabet Elín.
Olympíuleikarnir eru elsta og mesta íþróttahátíð okkar tíma. Þangað flykkj-
ast íþróttamenn hvaðanæva að og sigur íleikunum er talinn mesti sigur
sem íþróttamaður getur unnið.
Aðeins þeir bestu í hverri grein taka þátt í leikunum og allmargir íþróttamenn
álíta það mikinn persónulegan sigur að komast þangað.
Þegar jafnfámenn þjóð og íslendingar senda fulltrúa sína á Ólympíuleikana
þora fáirað gera sérmiklar vonir. En Sigurður Einarsson var bjartsýnni en marg-
ir aðrir og vann ekki einungis sigur fyrir sjálfan sig heldur einnig fyrir ísland.
Þegar fimmta sætið var í höfn
og Sigurður var kominn heim
gripum við tækifærið og náð-
um tali af honum. Ég byrjaði á
að spyrja hvenær hann hefði
byrjað að æfa spjótkast:
„Ég byrjaði skipulegar æfingar
1976. Þá var ég 13 ára. Fyrsta félag-
ið, sem ég æfði með var HSK. Á
fyrsta mótinu, sem ég tók þátt í, var
ég í piltaflokki. Ég keppti í öllu og
var metra frá íslandsmetinu í spjót-
kasti. Þá vaknaði áhuginn fyrir því!
Árið 1978 fór ég svo í Ármann."
- Hvaða aðrar íþróttir hefurðu
æft?
„Ég hef eiginlega verið í öllum í-
þróttum, knattspyrnu, handbolta og
körfubolta, sundi og blaki. Ég æfði
sund öðru hverju í tvö ár. Ég var í
skóla að Laugum í Suður-Þingeyj-
arsýslu og keppti með skólaliðinu.
Ég keppti líka með Eflingu í þrjú ár í
sundi.
Svo fór ég í íþróttafræði í háskól-
anum í Alabama í Bandaríkjunum og
keppti fyrir háskólaliðið þar. Ég var
að mestu leyti að æfa og tók skól-
ann með. “
- Hvernig gekk þér með há-
skólaliðinu?
„Mér gekk ágætlega. Alabamahá-
Á Ólympíuleikun-
um. - Ljósmynd:
RAX. (Morgun-
blaðið)
skóli keppir við tíu aðra háskóla á
móti sem haldið er einu sinni á ári.
Ég keppti þar í spjótkasti. Ég varð
tvisvar sinnum í fyrsta sæti, einu
sinni í öðru og einu sinni í fjórða
sæti. Svo keppa allir skólarnir í Há-
skólameistarakeppni Bandaríkjanna
og besti árangur minn þar var ann-
að sæti.“
- Hvert er lengsta kast þitt?
„í fyrra kastaði ég 84,94 m. Það
var með spjóti með sandáferð svo
að svifeiginleikarnir voru örlitlu meiri.
Þetta árið hef ég kastað 83,36 með
spjóti sem er ekki með þeirri áferð.
Ég hef alltaf bætt mig jafnt og þétt
nema þegar ég var illa meiddur."
Qlltaf með
HUGANN VIÐ
iÞROTTINA
- Hvers konar meiðsli er mest
hætta á að fá í spjótkasti?
„Það er aðallega olnboginn sem
gefur sig. Ég varð fyrst fyrir því.
Meiðsli eru það erfiðasta í íþróttum,
að láta þau ekki buga sig. Ég hætti að
stunda íþróttir í eitt og hálft ár vegna
meiðsla. Þau voru frekar slæm og
ég átti við þau að stríða í nokkuð
langan tíma. En ég var alltaf með
hugann við íþróttina svo að ég byrj-
' aði aftur. Ég hef stefnt að því allt mitt
líf að ná á heimsmælikvarða í íþrótt-
inni og það hefur tekist bærilega!“
- Hvað hefurðu keppt á mörg-
um mótum?
„Ég hef varla tölu á því! Að með-
altali 25 mótum á ári í tólf ár. Lík-
lega um 300 mótum um ævina. Ég
kasta sex köstum á hverju móti
þannig að þetta eru orðin ansi mörg
köst!
Ég var að telja í fyrra hvað ég
hefði farið í margar flugferðir á mót
og niðurstaðan varð sú að ég fór í
56 flugferðir á þremur mánuðum!!
Þetta er mikið álag og maður sér yf-
irleitt lítið af stöðunum sem maður
er á nema flugvelli, hótel og íþrótta-
14 æ s K A N