Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 55
unni og tala við hana. Það er
oft farsæiast að komast
þannig að því hvernig þér iík-
ar við hana og hvort hún hef-
ur áhuga á þér eða Ö.
VINKONUR í VANDA
Kæra Nanna Kolbrún!
Við erum tvær vinkonur og
eigum í vandræðum með vin-
konu okkar. Við höfum verið
vinkonur hennar í þrjú ár. En
undanfarin tvö ár hefur hún
verið okkur mjög erfið. Hún hef-
ur notað okkur og logið að okk-
ur - og það versta er að
mamma hennar gerir það líka.
Ef hana vantar hjálp og við
erum báðar með stelpunni þá
dregur hún stundum um það
hvor okkar eigi að hjálpa henni.
Hún yrði brjáluð ef við neituð-
um.
Ef við erum að gera að
gamni okkar við hana en segj-
um samt „Grín!“ þá klagar hún
í mömmu sína og hún rekur
okkur út.
Við vonum að þú getir hjálp-
að okkur því að þetta er hræði-
legt.
Þökk fyrir gott blað!
Dura og Fura.
Es.: Hún neyðir okkur næst-
um til þess að leika við hana.
Svar:
Vinátta byggist á jákvæð-
um tilfinningum, trausti og
einlægni. Hjá vini sínum eða
vinkonu vill maður vera af
því að maður finnur sam-
hljóm við eigin hugmyndir
og finnst gaman að vera
saman. í bréfi ykkar verð ég
ekki vör við neitt afþessu. Á
hverju byggist þessi vinátta?
Af lýsingum í bréfinu að
dæma er þetta eins og þið
hafið verið dæmdar í þrælk-
unarbúðir undir yfirskini vin-
áttunnar.
Vini sína getur maður val-
ið. Ég held að þið ættuð að
hugsa ykkur vel um og reyna
að svara heiðarlega gagn-
vart ykkur sjálfum spurning-
unni sem varpað var fram: Á
hverju byggist þessi vinátta?
Líki ykkur ekki við stelp-
una getur ekkert skipað ykk-
ur eða þvingað til þess að
vera með henni. Þið ráðið
þessu sjálfar og verðið sjálf-
ar að finna þau mörk sem
þið viljið setja öðru fólki.
UPPNEFNI OG EINELTI
Kæra Nanna Kolbrún!
Mig langar til að biðja þig
að ráðleggja mér. Ég er orð-
inn þreyttur á að krakkar
uppnefni aðra. Samt verð ég
ekki fyrir því. Ég veit ekki af
hverju. Ég vil ekki lýsa því
hvaða heiti eru valin en þau
eru mörg Ijót. Ég veit um
stelpu sem hefur grátið und-
an því. Kannski gera það
margir. (Ég get alveg játað
að ég er dálítið skotinn í
þessari stelpu en það er ekki
bara þess vegna sem mér
leiðist þetta). Svo apar hver
eftir öðrum, jafnvel smá-
krakkar sem heyra unglinga
kalla einhvern ónefni.
Mér hefur alltaf fundist
krakkar sem uppnefna (og
hafa vit á hvað þeir eru að
gera) ómerkilegir. En nú er
annað sem ég er farinn að
hugsa um. Ég hef lítið gert
til að breyta þessu. Þó að ég
hafi ekki uppnefnt hef ég ein-
hvern veginn ekki haft mig í
að mótmæla því. Kannski
hef ég ekki þorað það.
Kannski hefég verið hrædd-
ur um að vera uppnefndur
sjálfur. Ég veit það ekki.
Raunar hef ég ekki velt því
fyrir mér fyrr en krakkar fóru
að uppnefna þessa stelpu.
Ég vildi gjarnan verja hana
- en geri það ekki ( - þá
gætu krakkarnir líka komist
að því að ég er dálítið skot-
inn í henni (eða ég held að
ég sé það)).
Ég get ekki hætt að hugsa
um þetta. Hvað á ég að
gera?
Snúður.
Svar:
Hvað þú átt að gera?! Þú
átt ekki að þurfa að velta því
fyrir þér. Vísaðu óttanum á bug
og gerðu það sem þér finnst
sannast og réttast!
Láttu í þér heyra, dreng-
ur!
Þú segist ekki vera upp-
nefndur sjálfur. Það gæti bent
til þess að þú nytir einhverrar
virðingar í hópnum. Þá er enn
meiri ástæða en ella til þess
að þú reynir að hafa áhrif á
aðra - ef þér í rauninni er illa
við uppnefni (Finnur þú kannski
einungis til þess vegna „þess-
arar stelpu“?).
Ég vona að þú sért að gera
þér grein fyrir hve illa uppnefni
koma við marga og að það sé
þess virði að berjast gegn
þeim. Ég vona líka að ýmsir
aðrir sem lesa þetta sýni af sér
dug og skeri upp herör gegn
þeim sem uppnefna. Flestum
finnst eflaust það sama þó að
þeir láti ekki í sér heyra.
Kannski er hér komið ráð fyrir
ýmsa sem vilja vinna sér hylli
stúlkna ...
Þökk
fyrir bréfin!
Munið að rita ávallt rétt
nafn og heimilisfang -
auk beiðni um dulnefni.
Þeir sem gæta þess ekki
geta ekki búist við að fá
svar.
Meö kærri kveðju,
Nanna Kolbrún.
ÆSKII
Æ S K A N 5 9