Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 3
Friðrík Karísson svarar aðdáendum - bls. 50-51.
Gleðilegt sumar!
Enn fögnum við sumri að fornum sið
á fimmtudegi í 16. viku ársins. Þetta er
ákveðið í tímatali okkar þó að ekki sé
tryggt að snjóa hafi leyst eða dagurinn
heilsi með hlýindum. En það er farið
að vora og okkur hitnar að minnsta
kosti um hjartarætur vió að hugsa um
„sæta, lánga sumardaga".
í þessu tölublaði er brugðið upp
myndum af þolfimimeistaranum
Magnúsi Scheving í þættinum, í mörg-
um myndum. Blaðinu fylgir einnig
veggmynd af honum. Hann hefur
góðu heilli gengið til samstarfs við
Æskuna og verður ráðgjafi ritstjóra frá
4. tbl. Fleiri munu bætast í hóp ráð-
gjafa í sumar.
Magnús mun sjá um þátt í Æskunni
og svara þar spurningum lesenda um
íþróttaiðkun, heilbrigði og hollustu.
[ líkamsræktarstöðinni starfa með
honum t.a.m. íslandsmeistarar í dansi
og parakeppni í þolfimi og næringar-
fræðingur. Þau hafa á takteinum svör
við ótal spurningum sem leita á huga
ykkar. Það er því um að gera að
bregðast skjótt við og senda bréf.
Hyggjum nú að öðru efni. Þar koma
við sögu m.a. handknattleikshetja og
heilbrigðisráðherra, heimsmeistari á
brimbretti, hljómlistarmaður á faralds-
fæti, hundur að.nafni Beethoven og
fjölskylda hans - og hetjur í teikni-
myndasögum: Bert er mættur til leiks
með dagbók sína - og bakarameistar-
inn Bjössi bolla!
Með kærri kveðju,
Karl Helgason.
EFNI5YFIRLIT
VIÐTÖL OG GREINAR
8 „Ég er stoltur af þvíaö vera Gaflari!"
— Viötal viö Guðmund Árna Stefáns-
son heilbrigðisráðherra
23 „Michael Jordan á brimbretti"
- Kelly Slater strandvörður, heims-
meistari á brimbretti
35 „Litli risinn“
- John Stockton körfuknattleikskappi
50 „Förum í hljómleikaferð til
Indónesíu"
- Friðrik Karlsson tónlistarmaður
svararaðdáendum
SÖGUR OG LJÓÐ
16 Pikkórónarnir
17 Verðlaunaljóð
44 Alli Nalli Síðríkur Páll
49, Hryssan og folaldið
52 Of venjulegt — eða ...
TEIKNIMYNDASÖGUR
14 Dagbók Berts
29 Eitt lítið dagsverk
46 Björn Sveinn og Refsteinn
56 EvaogAdam
ÞÆTTIR
4 í mörgum myndum:
Magnús Scheving þolfimimeistari
12 Frá Unglingareglunni
18 Dýrin okkar: Kanínur
26 Æskupósturinn
21 Okkarámilli
22 Skátaþáttur
37 Frímerkjaþáttur
38 Poppþátturinn
54 Lágfóta landvörður
59 Æskuvandi
60 Tölvuþátturinn
ÝMISLEGT
6, 7, 42, 43 Prautir
11 Nýsamkeppni:
ísland, sækjum það heim!
13 Kátur og Kútur
20 Ráðgátan
20 Nýsamkeppni:
Öll með sama upphafsstaf!
41 Skrýtlur
48 Pennavinir
53 Ljósmyndakeppnin
55 Við safnarar
58 Lestu Æskuna?
62 Verðlaunahafar og lausnir
á þrautum í 1. tbl.
VEGGMYNDIR
Alonzo Mourning
Hundurinn Beethoven og fjölskylda
Magnús Scheving
ícCUANjv, r'uiz* ii
Barnablaðið Æskan - 3. tbl. 1994. 95. árgangur.
jwj TTfWHHHHf . k \ Slj-:--. I
Skrifstofa er að Eiríksgötu 5, 3. hæð. Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á
skrifstofu 17594 • Áskriftargjald fyrri hluta 1994: 1995 kr. • Gjalddagi er 1. mars. • Lausasala:
520 kr. • Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 4. tbl. kemur út 5. júní. • Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri: Guðlaugur Fr. Sigmundsson •
Útlit og umbrot: A FJÓFHR (Hjörtur Guðnason) • Teikningar: Halldór Þorsteinsson • Litgrein-
ingar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. •
Útgefandi er Stórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897.
Á forsiðu eru Magnús Scheving og söguhetjur i teiknimyndasögum Æskunnar
Æ S K A N 3