Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 49

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 49
HRYSSAN OG FOLALDIÐ eftirTómas Braga Friðjónsson 11 ára. Þa& var í byrjun maí og níst- ingskuldi úti, dálítib frost og snjó- hraglandi, dæmigert ve&ur eins og er oft á Austurlandi á vorin. Þa& var varla kominn morgunn þennan dag er ég leit dagsins Ijós í fyrsta skipti. Ég saup hveljur og hristi hausinn því a& mik- ið skelfing var norð- austanáttin köld. Það hefði veri& ólíkt notalegra að vera á- fram í maganum á mömmu minni. En ekki dug&i að vera a& hugsa um það. Minn tími var kominn til að fæðast í þennan heim. Móðir mín hafði verið svo forsjál að velja gott skjól fyrir okkur. Hún sleikti mig og kjassaði. Ég var rennandi blautur og jörðin hálf-frosin og blaut. Ekki dugði annað en reyna að komast á fætur. Ég staulaðist og brölti en allt kom fyrir ekki. Til þess að fá einhverja hlýju í kroppinn þurfti ég að komast á fætur og fá mér spenvolga mjólk úr mömmu minni. Ég gerði úrslitatilraun til að komast á lappirnar en datt kylliflatur á jörðina aftur. Ég veit þið trúið ekki hvað mér var orðið kalt. Ég gat ekki meira. Mamma hringsnerist í kringum mig, hneggjaði og frýsaði. Hún var alls ekki ánægð með hvað ég var aumingjalegur. Svipur hennar sýndi að hún var mjög áhyggju- full. Hún leit andartak í átt að bænum okkar fjarlægð og fólkið áreiðanlega allt í fasta svefni. Hún sneri sér því að því að reyna að stumra yfir mér. Heima á bænum fór fólkið smám saman að tínast í morgun- matinn. Húsfreyjan leit áhyggju- full út um glugga og spurði hvort ekki væri vissara að líta eftir hest- unum. Ekki væri gott ef einhver hryssan tæki upp á að kasta í þessu veðri. „Ég renni inn eftir þegar ég verð búinn í gegningum," sagði bóndi hennar. „Siggi litli kemur með mér, það flýtir mikið fyr- ir." Þegar þeir komu til hestanna sýndist þeim allt vera í lagi en gengu samt einn hring. Og viti menn! Úti í einu horni girð- ingarinnar er reyndar Lukka að stumra yfir mér köldum og hálf- stirðnuðum. Engan tíma mátti missa. Ég var drif- inn inn í jeppann og heim í hlýjuna þar sem húsbændur mínir nudduðu í mig lífi á nýjan leik. Ég hresstist von bráðar og þegar komið var með mömmu til mín var ég feginn að fá mér mjólkursopa. Við móðir mín áttum síðan saman yndislegt sumar sem ég geymi í minningunni. (Tómas Bragi hlaut verölaun fyrir sögu sína í samkeppni Æskunnar, Fluglei&a og Barnarit- stjórnar Ríkisútvarpsins 1993) Æ S K A N 4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.