Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 27
þ.á., á bls. 35. í Englandi
starfar aðdáendaklúbbur
Strandvarða (samkvæmt
upplýsingum frá þvíífyrra-
sumar). Póstfang hans er:
Baywatch Fan Club,
P.O. Box 1443, Poole,
Dorset, BH15 3YP,
Englandi.
Á bls. 51 i þessu tölublaði
er grein um leikarann Kelly
Slater.
NAFNARNIR
Elsku, langbesta Æska!
Viö þökkum frábært
blað. Eins og margar aðrar
stelpur erum við „yfir okkur
ástfangnar" af leikurum. Að
þessu sinni heita þeir Cor-
ey Haim og Corey Feld-
man. Núna nýlega (nánar
tiltekið í febrúar) var sýnd
mynd með þeim í aðalhlut-
verkum. Hún nefnist Öku-
skírteinið („License to Dri-
ve“).
Við yrðum afskaplega
þakklátar ef þú eða lesend-
ur þínir vissu eitthvað um
þá og þið birtuð það. Allt
frá því hvar og hvenær þeir
voru fæddir og til þess hvar
þeir eiga heima núna (þó
að ekki væri sagt meira en í
hvaða landi eða borg).
Það væri líka frábært ef
birt yrði veggmynd með
þeim.
R. T. og lce-Cube.
Svar:
Þegar var farið að kveða
að þeim nöfnum 1989. Corey
Haim var kynntur á bls. 49 i
6. tbl. Æskunnar á því ári -
og veggmynd af honum og
fleira ungu listafólki fylgdi
blaðinu.
Hann er fæddur i Toronto
i Kanada og ólst upp þar og i
Montreal. Hann fékk hlut-
verk i kvikmyndum ungur að
árum. Foreldrar hans skildu
þegar hann var fimmtán ára.
Skyndileg frægð Coreys
varð honum ekki að öllu til
góðs. Hann missti taumhald
á sjálfum sér og leiddist út á
villustíg vímuefnanotkunar
og annarrar óreglu. Sem
betur fór tókst honum þó að
ná áttum á ný. Síðan hefur
hann ítrekað varað aðra við
að feta þá slóð.
„Segið NEI efykkur eru
boðin vimuefni!" segir hann.
Þegar greinin var birt
hafði hann t.a.m. leikið í
myndunum Kádiljákurinn
hans pápa (Daddy’s
Cadillac) og Láttu þig
dreyma Ijúfan draum (Dream
A Little Dream).
Hann sagði um það leyti
að þeir Corey Feldman væru
vinir i raun.
„Hann er mér sem góður
bróðir. Við keppum ekki hvor
við annan, ekki einu sinni
þegar við getum hugsað
okkur að leika sömu hlut-
verkin."
í viðtali var hann spurður
hvaða kröfur hann gerði til
sjálfs sín. Hann svaraði að
sér væri mest i mun að
þroska með sér skapfestu,
hafna vímuefnum og ein-
beita sér að þvi að bæta
sjálfan sig. Hann kvaðst vilja
standa við orð sín, vera
stundvís - og líta vel út...
Við vonum að honum hafi
tekist þetta. Annar leikari,
sem varð frægur ungur að
árum, River Phoenix, lést
fyrir skömmu af eiturefna-
neyslu, að þvi er segir í frétt-
um. Hann hafði löngum
sagst vera andsnúinn öllu
sliku. River var á veggmynd i
sama tbl. og Corey.
CAMALL SKÓR
EÐA CAFFALL
Sæl, Æska!
Þökk fyrir rosalega
skemmtilegt blað.
Getið þið haft vegg-
myndir með einhverju öðru
en fólki og dýrum, t. d.
beyglaðri gosdós, gömlum
skó eða gaffli?
Af hverju eruð þið hætt
að senda límmiða með
blöðunum?
Eva og Adam er lang-
skemmtilegasta teikni-
myndasagan í blaðinu!
Friðarliljan.
Svar:
Ekki er ólíklegt að við
förum að tillögu þinni um
nýtt myndefni.
Þegar dró úr vinsældum
límmiða ákváðum við að
brydda upp á nýungum:
Fjölga veggmyndum (þó að
þær smækki er það dýrara í
vinnslu) og útbúa stunda-
skrá og dagatal með mynd-
um af mörgu vinsælu fólki.
En vera kann að iimmiðar
komi aftur til sögunnar.
ANDREA - EVA
OC ADAM!
Kæri Æskupóstur!
Ég þakka fyrir gott blað
og veggmyndina af Andreu
Gylfadóttur.
Viltu taka viðtal við Tod-
mobile eða bara Andreu?
Hve gamalt er fólkið í Tod-
mobile?
Mér finnst Eva og Adam
vera með bestu teikni-
myndasögum sem ég hef
lesið.
Todmobile-aðdáandi.
Svar:
í 1. tbl. Æskunnar 1992
svaraði Andrea aðdáendum
sínum. í því blaði var vegg-
mynd af Todmobile. Hljóm-
sveitin er nú hætt - eins og
fram kom i 1. tbl. þ.á. en þar
svaraði Andrea nokkrum
spurningum. Hún er fædd
13. 9. 1962.
Lesendur eru greinilega á
einu máli um Evu og Adam.
Við erum að velta fyrir okkur
hvort við ættum að gefa
þessa teiknimyndasögu út i
bók. Raunar yrði það sama
efni og hefur verið að birtast
í Æskunni. Gaman væri að
heyra hvernig ykkur líst á
það.
í þessu tölublaði hefst
önnur teiknimyndasaga eftir
sömu höfunda. Húnerbyggð
á sögunum um Bert sem
mörg ykkar kannast við þvi að
nokkrar bækur um hann hafa
komið út hér á landi.
KÖRFUKNATT-
LEIKSMYNDIR
Fína, svala Æska!
1. Er ekki hægt að láta
pakka með myndum af
körfuknattleiksmönnum
fylgja blaðinu eins og lím-
miðana áður?
2. Getið þió birt vegg-
myndir með gömlum og
þekktum körfuboltaköpp-
um (NBA), t.a.m. Kareem
Abdul-Jabbar eða Júlíusi
Erving?
3. Er ekki hægt að
stofna körfuboltamynda-
klúbb í Æskunni?
4. Birtið meira í einu af
skrýtlum og teiknimynda-
sögum!
Shaq.
Svar:
1. Það virðist of kostnað-
arsamt - og fellur ekki að
óskum allra áskrifenda. En
við munum íhuga málið.
2. Vera kann að kapparn-
ir, sem þú nefndir, verði í
hópi þeirra sem birtast á
veggmynd í Æskunni.
3. Jú! í safnaradálki á bls.
55 i þessu tölublaði er beðið
um skipti á körfuknattleiks-
myndum.
4. Skrýtlur verða i hverju
tölublaði eins og verið hefur,
oftast á einni siðu. Nokkrar
teiknimyndasögur eru meðal
efnis en hver þeirra verður
að jafnaði ekki nema á tveim
síðum i einu.
HLJÓMLISTAR-
MENN
Æskupóstur!
Er það satt að James
Hetfield söngvari í Metall-
ica og Ray í 2Unlimited
séu látnir?
Getið þið birt veggmynd
af eða grein um Metallica
og heimilisfang aðdáenda-
klúbbsins?
Eyrún og Guðrún.
Æ S K A N 2 7