Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 40

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 40
MEST SELDU ROKKPLÖTURNAR SÉRSTÆÐ HLJÓMPLÖTUVERSLUN f Austurstræti 8 lætur hljómplötu- verslunin Hljómalind lítið yfir sér utan frá. En þegar inn er komið má finna þar ýmsar plötur sem ekki fást í öðr- um reykvískum verslunum. Þar fæst t.d. geislaplatan Blávatn sem Átak gegn áfengi gaf út í fyrra. Á henni eru lög með Mind in Motion, Gal í Leo, T- World o.m.fl. ( Hljómalind eru einnig finnskar geislaplötur, s.s. safnplata með „ís- landsvininum" Keuhkot og fjórum öðr- um sprækustu nýrokkfyrirbærum Finnlands. Platan geymir jafnfram fimm lög með íslenska rokkaranum Dr. Gunna sem er mikilsvirt rokk- stjarna i Finnlandi. Hann var áöur framvörður Svart-hvíts draums og Bless. Þá eru grænlenskar rokkplötur væntanlegar í hillur Hljómalindar (þær fást líka í Tónveri í Neskaupstað, á- samt færeyskum poppplötum). Þegar tíðindamaður Poppþáttarins fletti geislaplötum í versluninni á dög- unum var skyndilega gaukað að við- skiptavinum verslunarinnar ókeypis safnplötu, „The Wonderful World of Frealism". Plötunni var ætlað það hlutverk að kynna ensku danshljóm- sveitina Freaky Realistic. Sú fjörlega hljómsveit hefur í tvígang haldið hljómleika hérlendis að undirlagi Hljómalindar, í fyrra skiptið með T- World og í síðara sinnið með Bubbleflies. Það var einmitt Hljóma- lind sem gaf út plötu Bubbleflies í fyrra. Þess má til gamans geta að eig- andi Hljómalindar, kallaður Kiddi kan- ína, er einn af þeim sem standa á bak við dagskrá útvarpsstöðvarinnar X- ins. Tekið skal fram að geislaplata óperu- söngvarans Kristjáns Jóhannssonar, Af lífi og sál, seldist mest allra platna í fyrra, í u.þ.b. 15 þúsundum eintaka. Plata Bubba Morthens, Lífið er Ijúft, hafði selst í 13.500 eintökum um áramótin. Sú plata seldist einnig mjög vel eftir áramót - og að samanlögðu í rúmlega 16 þúsund eintökum). Plata Kristjáns hreyfðist lítið sem ekkert eftir áramót. Hún var að verulegu leyti seld utan hljómplötuversl- ana og þess vegna ekki eins áberandi á vinsældalistum þeirra og sanngjarnt hefði verið. Þó að plata Kristjáns sé ekki nein „aríuplata“ á hún tæpast heima á lista yfir söluhæstu rokk- og poppplötur 1993. Sá listi er þannig: 1. Lífið er Ijúft - með Bubba (13.500) 2. „Debut“ - með Björk (7.500) 3. Ekki þessi leiðindi - með Bogomil Font (7.400) 4. Desember - með Siggu Beinteins (7.300) 5. Spillt - með Todmobile (7.000) 6. „Hotel Föroyar" - með KK-bandi (6.100) 7. Ef ég hefði vængi - með Rabba (5.000) 8. Kom heim - trúarsöngvar í flutningi ýmissa (4.100) 9. Líf - með Stefáni Hilmarssyni (4.000) 10. Hunang - meö Nýrri danskri (3.800). Þess má til gamans geta að plata KK- bandsins, Bein leið, seldist í 4.000 ein- tökum í fyrra þó að hún kæmi út 1992. A.m.k. fjórar erlendar plötur seldust í 6-7 þúsund eintökum hér á landi í fyrra. Þær eru: „Unplugged“ (Eric Clapton) „Automatic For The People" (R.E.M.) „Rage Against The Machine" (R.A.T.M) „Zooropa" (U2) 4 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.