Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Síða 40

Æskan - 01.03.1994, Síða 40
MEST SELDU ROKKPLÖTURNAR SÉRSTÆÐ HLJÓMPLÖTUVERSLUN f Austurstræti 8 lætur hljómplötu- verslunin Hljómalind lítið yfir sér utan frá. En þegar inn er komið má finna þar ýmsar plötur sem ekki fást í öðr- um reykvískum verslunum. Þar fæst t.d. geislaplatan Blávatn sem Átak gegn áfengi gaf út í fyrra. Á henni eru lög með Mind in Motion, Gal í Leo, T- World o.m.fl. ( Hljómalind eru einnig finnskar geislaplötur, s.s. safnplata með „ís- landsvininum" Keuhkot og fjórum öðr- um sprækustu nýrokkfyrirbærum Finnlands. Platan geymir jafnfram fimm lög með íslenska rokkaranum Dr. Gunna sem er mikilsvirt rokk- stjarna i Finnlandi. Hann var áöur framvörður Svart-hvíts draums og Bless. Þá eru grænlenskar rokkplötur væntanlegar í hillur Hljómalindar (þær fást líka í Tónveri í Neskaupstað, á- samt færeyskum poppplötum). Þegar tíðindamaður Poppþáttarins fletti geislaplötum í versluninni á dög- unum var skyndilega gaukað að við- skiptavinum verslunarinnar ókeypis safnplötu, „The Wonderful World of Frealism". Plötunni var ætlað það hlutverk að kynna ensku danshljóm- sveitina Freaky Realistic. Sú fjörlega hljómsveit hefur í tvígang haldið hljómleika hérlendis að undirlagi Hljómalindar, í fyrra skiptið með T- World og í síðara sinnið með Bubbleflies. Það var einmitt Hljóma- lind sem gaf út plötu Bubbleflies í fyrra. Þess má til gamans geta að eig- andi Hljómalindar, kallaður Kiddi kan- ína, er einn af þeim sem standa á bak við dagskrá útvarpsstöðvarinnar X- ins. Tekið skal fram að geislaplata óperu- söngvarans Kristjáns Jóhannssonar, Af lífi og sál, seldist mest allra platna í fyrra, í u.þ.b. 15 þúsundum eintaka. Plata Bubba Morthens, Lífið er Ijúft, hafði selst í 13.500 eintökum um áramótin. Sú plata seldist einnig mjög vel eftir áramót - og að samanlögðu í rúmlega 16 þúsund eintökum). Plata Kristjáns hreyfðist lítið sem ekkert eftir áramót. Hún var að verulegu leyti seld utan hljómplötuversl- ana og þess vegna ekki eins áberandi á vinsældalistum þeirra og sanngjarnt hefði verið. Þó að plata Kristjáns sé ekki nein „aríuplata“ á hún tæpast heima á lista yfir söluhæstu rokk- og poppplötur 1993. Sá listi er þannig: 1. Lífið er Ijúft - með Bubba (13.500) 2. „Debut“ - með Björk (7.500) 3. Ekki þessi leiðindi - með Bogomil Font (7.400) 4. Desember - með Siggu Beinteins (7.300) 5. Spillt - með Todmobile (7.000) 6. „Hotel Föroyar" - með KK-bandi (6.100) 7. Ef ég hefði vængi - með Rabba (5.000) 8. Kom heim - trúarsöngvar í flutningi ýmissa (4.100) 9. Líf - með Stefáni Hilmarssyni (4.000) 10. Hunang - meö Nýrri danskri (3.800). Þess má til gamans geta að plata KK- bandsins, Bein leið, seldist í 4.000 ein- tökum í fyrra þó að hún kæmi út 1992. A.m.k. fjórar erlendar plötur seldust í 6-7 þúsund eintökum hér á landi í fyrra. Þær eru: „Unplugged“ (Eric Clapton) „Automatic For The People" (R.E.M.) „Rage Against The Machine" (R.A.T.M) „Zooropa" (U2) 4 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.