Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 10
„Ég átti ekki hugmyndina en hún var borin undir mig. Mér leist strax vel á hana. Við vissum að þjóðin myndi hlæja að því í fyrstu að Hafnfirðingar þyrftu að auglýsa eftir vinum en höfð- um samt trú á þessu. 5000 íslendingar eiga kort sem sýnir að þeir eru Vinir Hafnarfjarðar. Okkur tókst að vekja verulega athygli á þeim möguleikum sem bærinn býr yfir.“ - Hvaó finnst bæjarbúum um Hafn- arfjarðarbrandarana? Telur þú að þeir særi krakkana? „Við erum orðnir vanir því að fólk brosi með okkur! Við búum flesta brandarana til sjálfir! Ég læt iðulega nokkra slíka fljóta með þegar ég held ræður. Sem bæjarstjóri styrkti ég út- gáfu bókar með Hafnarfjarðarbröndur- um. Þegar þetta byrjaði fann maður á krökkum að þeim þótti nóg um. En þeir voru fljótir að venjast þessu. Aula- brandararnir afsannast líka um leið og menn hitta Hafnfirðinga! Þá sjá allir að þetta eru bara brandarar." NÝR BARNASPÍTALI - FOR- VARNARSTARF - Hver var helsta breytingin við að skipta um starf? „Ég hætti þar sem allt var í góðu gengi og tók viö málaflokki þar sem ekki varð hjá því komist að draga úr kostnaði með aðgerðum sem hlutu að verða óvinsælar. En ég var ekki óvan- ur sviptivindum stjórnmálanna og vissi að aftur lægði. Við getum státað af einu besta heilbrigðiskerfi í heimi. Ég horfi til þess að geta látið gott af mér leiða og tryggt góða heilbrigðis- þjónustu þó að þjóðin standi frammi fyrir erfiðleikum í efnahagsmálum um sinn.“ - Hvað er á döfinni hjá ráðuneytinu og snertir börn og unglinga? „Ég hef flutt tillögu í ríkisstjórninni um stofnun barnaspítala sem búi sjúkum börnum fyrsta flokks aðstæð- ur. Framkvæmdir eiga að geta byrjað á þessu ári. í vor verður hafið víðtækt forvarn- arstarf i heilbrigðismálum í samvinnu við nokkur sveitarfélög og mörg félög og stofnanir, t.a.m. heilsugæslustöðv- ar, bindindishreyfinguna og samtökin [þróttir fyrir alla. Við viljum laða sem flesta til samstarfs. Áhersla verður lögð á nauðsyn heilbrigðra lífshátta. Fjölskyldan og samskipti fólks verða undir sérstakri smásjá. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Við verð- um að gæta hennar vel. Þá skiptir máli hvaða leiðir við veljum." ÆSKAN MIKIÐ LESIN Á HEIMILINU - Þið hjónin fylgist með íþróttaiðk- un barna ykkar. Keppti kona þín í íþróttum? „Já, hún lék handknattleik með Val og landsliðinu. En nú er hún orðin FH- ingur!“ - Hvað æfa börnin? „Margrét Hildur er elst, á þrettánda ári. Hún er í skíðadeild - Hauka! Heimir Snær er að verða tíu ára og Fannar Freyr átta. Þeir æfa báðir handknattleik og knattspyrnu með FH. Brynjar Ásgeir er eins og hálfs árs. Hann er byrjaður að sparka heima hjá sér! Við áttum líka tvo drengi sem viö misstum af slysförum. Þeir æfðu báðir knattleiki. Tveir yngstu drengir okkar heita nöfnum þeirra." - Manstu eftir Æskunni á bernsku- heimili þínu? „Já, Æskan var alltaf mikið lesin á heimilinu. Ég man sérstaklega eftir Þríþraut FRÍ og Æskunnar. Það voru þrjár greinar, spretthlauþ, hástökk og boltakast. Ég var ekki nógu fljótur að hlaupa til að ná fremst í þríþrautinni en gat grýtt boltanum töluvert langt! Ég fylgdist nákvæmlega með úrslitum í keppni til að sjá hvort ég væri ekki nálægt þeim bestu í boltakastinu!" Stjórnendur þáttarins, Frá ýmsum hliðum: Hjálmar Árnason og Guömundur Árni - i nóvember 1974. Nóvember 1975: Skorar gegn Prótti. Guðmundur Árni við störf á kjörstað kosningadag- inn 30. júní 1974 - ásamt fyrstu konunum sem fengu lögreglubúning: Dóru Htin ingóifsdóttur og Katrinu Þorkeisdóttur. 7 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.