Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 22

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 22
REFIR A RAPI Umsjón: Ragnheiður K. Ármannsdóttir SPÆTURNAR SPJARA SIG Við erum tíu stelpur í skátaflokknum Spætum í Mosfellsbæ. Við byrjuðum allar I skátastarfi í fyrrahaust en þá hófst það hér að nýju eftir nokkurra ára hlé. Fundir eru einu sinni í viku. Auk þess er farið hálfsmánaðarlega í dagsferð eða úti- legu. Á fundunum höfum við verið að læra undirstöðuatriðin í skátun og í ferðunum fáum við æfingu í þeim. Fyrsta útilega okkar var farin upp í Blá- fjöll í skála sem ÍTR á og heitir Gilitrutt. Allir flokkarnir í félaginu fóru saman og var lagt af stað á laugardagsmorgni. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir í skálanum fórum við í gönguferð um nágrenni hans. Síðan fórum við í póstaleik þar sem við lærðum að hnýta hnúta, kasta líflínu, taka stefnu eftir áttavita o.fl. Eftir kaffi fórum við aftur út og fundum gil þar sem hægt var að renna sér niður brekkurnar á fleygiferð. Um kvöldið héldum við kvöldvöku. Við sungum mikið og lærðum mörg ný hróp og söngva. Allir flokkarnir fluttu skemmtiatriði. Á sunnudag fórum við í stutta gönguferð, tókum síðan til í skálanum og héldum heim að því loknu. í dagsferðunum hafa allir flokkar í félag- inu hist og fengið verkefni og leiðarlýsingu - en haldið síðan hver í sína átt og leyst verkefnin. Stundum eru foringjar á áfanga- stöðum (póstum) og láta okkur leysa verk- efni en oft felast þau í því að skrifa svör og skila þeim í lokin. Jólafundur félagsins var haldinn stuttu fyrir jól. Öllum foreldrum var boðið á hann. Áður en fundurinn hófst fóru flokkarnir í stuttan póstaleik og eltu vísbendingar. Við Spæturnar fengum þær upplýsingar að í ákveðinni stefnu og fjarlægð frá skáta- heimilinu væri falið bréf með fyrstu vís- bendingunni. Við fórum af stað og fundum það. í því voru skilaboð um að á milli bóka Halldórs Laxness á bókasafninu væri ann- að bréf til okkar og hefði að geyma verk- efni. Örkuðum við því sem leið lá upp á bókasafn og leituðum bréfið uppi. í því sagði að fyrir utan húsið væri maður sem þyrfti á hjálp okkar að haida. Við fengum þar tækifæri til að sýna snilli okkar í líflínu- kasti því að hann hafði „fallið niður um vök“. Eftir að við höfðum bjargað honum af okkar einstöku snilld gaf hann okkur þær upplýsingar að í verslun nokkurri í bænum væri undarlegur maður fyrir framan hilluna með kattamatnum. Flann átti að láta okkur hafa lýsingu á næsta verkefni - ef við segð- um við hann: „Flvernig hefur kötturinn það?“ Það stóðst! Flann rétti okkur hnúta- band, sagði okkur að binda pelastikk og gaf okkur síðan næstu vísbendingu. Flún var sú að í söluskála í bænum væri ein af- greiðslustúlkan njósnari pólsku leyniþjón- ustunnar. Flún átti að afhenda okkur pakka ef við segðum leyniorð. Það gerðum við og fengum „Prins polo“ sem í var falið bréf með síðasta verkefninu: Að reyna að áætia fjarlægð milli tveggja staða. Er við höfðum áætlað hana héldum við syngjandi til baka í skátaheimilið. Þar biðu okkar foreldrar og foringjar. Eftir að við höfðum drukkið heitt kakó og maulað kex hófst jóiafundurinn. Fólk skemmti sér vel við leiki og söng fram eftir kvöldi. >ru að Sólheimum 21a. Höfðum að ganga inn Elliðaárdal sem rir botni Elliðavogs en báðir staðirnir eru kenndir við Elliðaárnar sem renna úr Elliða- vatni niður Elliðaárdal og, já, viti menn, út í Elliðavog. Er dalurinn í nágrenni við greni vort og spölurinn því stuttur. Því miður vildi svo til þennan janúarmorgun að tveir refir sáu sér ekki fært að fara með vegna mikilla anna. Þegar komið var niður í dalinn var geng- ið um hann endilangan fram og aftur. Öðru hvoru var staldrað við og dáöst að náttúr- unni í klakaböndum. Síðan var farið í leik nokkurn er nefnist „Megrunarkúra marga og stóra“ og felur í sér að halda á sér hita. Ekki má gleyma stíflunni sem var rannsök- uð f bak og fyrir - en að þeirri rannsókn lokinni var kominn tími til að fá sér bita. Stóra spurningin var: Hvar átti að setj- ast að snæðingi? Að lokum var ákveðið að fara út í eiðið milli kvíslanna og var síðan snætt í djúpri laut. Átum við af bestu lyst enda orðnir glorhungraðir eins og títt er um refi. Að átveislunni iokinni þótti tími til kom- inn að líta ögn á þau mannvirki er hafa verið reist í dalnum og við hann. Fyrstur varð á vegi okkar gamli Lækja- botnaskálinn en hann er á Árbæjarsafni. Síðan var gengið fram hjá samkomuhúsi Rafmagnsveitunnar og loks rölt niður að stöðvarhúsi Elliðaárvirkjunar. Á túninu þar fyrir framan var farið í hanaslag og fleiri skemmtilega leiki. Loks var gengið fram hjá eimtúrbínustöðinni og yfir hitaveituleiðsluna. Var þá kominn tími til að yfirgefa þenn- an fallega dal og halda aftur f grenið. 2 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.